Kristinn Jónsson (Mosfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Jónsson á Mosfelli, sjómaður, trésmiður, póstur fæddist 26. maí 1899 á Skækli (Guðnastöðum) í A.-Landeyjum og lést 13. júní 1969.
Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson útgerðarmaður, bóndi, f. 25. september 1879 í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1927, og kona hans Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1879 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 14. apríl 1985.

Kristinn var með foreldrum sínum í æsku, á Skækli 1901, flutti með þeim til Eyja 1903, bjó hjá þeim á Garðstöðum 1906 og 1907. Foreldrar hans byggðu Breiðholt við Vestmannabraut 52 með Jónatani Snorrasyni 1908, bjuggu þar til 1918, er þau fluttu að Mosfelli.
Kristinn varð sjómaður, bóndi, smiður, en að síðustu póstur.
Þau Jóna giftu sig 1926, eignuðust tvö börn. Þau voru í fyrstu á Litla-Gjábakka. Þar fæddist Jón 1926, bjuggu í Skálholti um stutt skeið, bjuggu í Háagarði við Austurveg 1929 og enn 1934. Þar fæddist Ásta. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4 1935-1937, en þá slitu þau samvistir og Kristinn bjó þar einn 1937-1941, er hann flutti að Mosfelli og bjó þar síðan.
Hann lést 1969.

I. Kona Kristins, (2. janúar 1926, skildu samvistir 1937), var Jóna Guðlaugsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.
Börn þeirra:
1. Jón Kristinsson vélsmiður, f. 8. apríl 1926 á Litla-Gjábakka, síðast í Reykjavík, d. 1. mars 2009.
2. Ásta Kristinsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 5. október 1934 í Háagarði, síðast á Ástjörn 7 á Selfossi, d. 30. maí 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.