Kristólína Gísladóttir (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristólína Gísladóttir.

Kristólína Gísladóttir húsfreyja fæddist 23. október 1859 í Miðey í A-Landeyjum og lést 12. mars 1937 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Gísli Böðvarsson bóndi á Miðhúsum í Hvolhreppi, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916.

Kristólína var með fjölskyldu sinni í æsku. Hún giftist Þórði Loftssyni 1880. Þau voru í fyrstu í húsmennsku á Tjörnum u. V-Eyjafjöllum, bjuggu í Ámundakoti í Fljótshlíð 1882-1897, á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1897-1901, en þá lést Þórður.
Kristólína bjó á Kirkjulandi til ársins 1903, en fluttist þá til Magnúsar sonar síns og Ingibjargar í Dal, var hjá Kristínu dóttur sinni og Sigurjóni Högnasyni á Borg við Heimagötu 1920 og við andlát 1937.

I. Maður Kristólínu, (1. janúar 1880), var Þórður Loftsson bóndi, f. 20. ágúst 1853 á Tjörnum, d. 21. október 1901 á Kirkjulandi.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal, f. 19. september 1879, drukknaði 14. janúar 1915.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923.
3. Kristín Þórðardóttir húsfreyja á Borg, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977.
5. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1894, d. 4. desember 1984.
6. Gísli Þórðarson sjómaður í Dal, f. 10. júní 1896, d. 13. febrúar 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.