Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir frá Háagarði, síðar að Goðasteini, en síðast að Kirkjubæjarbraut 17, - nú búsett í Reykjavík, - húsfreyja, bankastarfsmaður, fæddist að Þingeyri við Skólaveg 27. maí 1930.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þ. Víglundsson, f. 1899 og k.h. Ingigerður Jóhannsdóttir, f. 1902.

Kristín gekk í Gagnfræðaskólann, var afgreiðslukona í Bjarma, sem þá vefnaðarvöruverzlun Helga Benediktssonar og var síðar talsímakona við Símstöðina í Vestmannaeyjum. Hún gekk í Húsmæðraskólann í Rvk 1950-51, rak stórt heimili í Eyjum og Reykjavík, vann hjá Sparisjóði Vestmannaeyja í Seðlabankanum í Landsbankahúsinu gostímann 1973-74, starfsmaður Landsbankans 1974-99.

Maki (26. júlí 1952): Sigfús Jörundur Árnason Johnsen kennari, f. 1930, d. 2. nóv. 2006.

Börn þeirra:
1. Þorsteinn Ingi Sigfússon dr. í eðlisfræði, prófessor, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, f. 1954.
2. Árni Sigfússon B.Ed. í kennslufræðum, Master of Puplic Administration (MPA). Bæjarstjóri í Reykjanesbæ, f. 1956.
3. Gylfi Sigfússon viðskiptafræðingur, forstjóri Eimskipafélags Íslands, f. 1961.
4. Margrét Sigfúsdóttir innanhússarkitekt, f. 1963.
5. Þór Sigfússon þjóðhagfræðingur, framkvæmdastjóri Sjávarklasans ehf., f. 1964.
6. Sif Sigfúsdóttir mannauðsfræðingur, markaðs-og samskiptastjóri við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, f. 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.