„Katrín Lovísa Magnúsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Katrín Lovísa Magnúsdóttir]] er fædd 29. mars 1944 að Ketilsstöðum, Hvammssveit í Dalasýslu. Hún lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1965 og almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966. Hóf kennslu við [[Barnaskóli Vestmannaeyja|Barnaskólann í Vestmannaeyjum]] 1966 og hefur kennt við grunnskólana í [[Vestmannaeyjabær|Vestmannaeyjum]] síðan. Lauk réttindanámi í sérkennslu árið 2003 og hefur verið deildarstjóri sérkennslu í [[Hamarsskóli Vestmannaeyja|Hamarsskóla]] síðan þá.
[[Mynd:Sigurgeir og Katrín.jpeg|thumb|250px|Sigurgeir og Katrín.]]
 
'''Katrín Lovísa Magnúsdóttir''' er fædd 29. mars 1944 að Ketilsstöðum, Hvammssveit í Dalasýslu. Hún lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1965 og almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966. Hóf kennslu við [[Barnaskóli Vestmannaeyja|Barnaskólann í Vestmannaeyjum]] 1966 og hefur kennt við grunnskólana í [[Vestmannaeyjabær|Vestmannaeyjum]] síðan. Lauk réttindanámi í sérkennslu árið 2003 og hefur verið deildarstjóri sérkennslu í [[Hamarsskóli Vestmannaeyja|Hamarsskóla]] síðan þá.


Á yngri árum stundaði Katrín frjálsar íþróttir með góðum árangri, var m.a. methafi í HSK í langstökki. Hin síðari ár hefur hún stundað golfíþróttina með ágætum árangri, varð m.a. Íslandsmeistari öldunga í kvennaflokki með forgjöf árið 2004 og Vestmannaeyjameistari kvenna árið 2005.
Á yngri árum stundaði Katrín frjálsar íþróttir með góðum árangri, var m.a. methafi í HSK í langstökki. Hin síðari ár hefur hún stundað golfíþróttina með ágætum árangri, varð m.a. Íslandsmeistari öldunga í kvennaflokki með forgjöf árið 2004 og Vestmannaeyjameistari kvenna árið 2005.

Útgáfa síðunnar 16. ágúst 2012 kl. 08:00

Sigurgeir og Katrín.

Katrín Lovísa Magnúsdóttir er fædd 29. mars 1944 að Ketilsstöðum, Hvammssveit í Dalasýslu. Hún lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1965 og almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966. Hóf kennslu við Barnaskólann í Vestmannaeyjum 1966 og hefur kennt við grunnskólana í Vestmannaeyjum síðan. Lauk réttindanámi í sérkennslu árið 2003 og hefur verið deildarstjóri sérkennslu í Hamarsskóla síðan þá.

Á yngri árum stundaði Katrín frjálsar íþróttir með góðum árangri, var m.a. methafi í HSK í langstökki. Hin síðari ár hefur hún stundað golfíþróttina með ágætum árangri, varð m.a. Íslandsmeistari öldunga í kvennaflokki með forgjöf árið 2004 og Vestmannaeyjameistari kvenna árið 2005.

Katrín giftist 1967 Sigurgeir Jónssyni kennara og eru börn þeirra fjögur: Jarl (1967) stýrimaður, Dís (1969) lögfræðingur, Hersir (1972) stærðfræðingur og Dögg Lára (1974) kennari.

Árið 1989 keyptu Katrín og Sigurgeir ritfanga og gjafavöruverslunina Oddinn við Strandveg og ráku hana til ársins 1999 þegar þau seldu hana.

Árið 2001 byggðu þau sér íbúðarhús fyrir ofan hraun og nefndu það Gvendarhús eftir samnefndu býli er þar stóð áður en fór undir flugbrautina þegar hún var lengd til vesturs.