„Ingibjörg Sigurðardóttir (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
'''Ingibjörg Sigurðardóttir''' húsfreyja í [[Þorlaugargerði]] fæddist 23. október 1847 í Pétursey í Mýrdal og lést 20. desember 1936.<br>
'''Ingibjörg Sigurðardóttir''' húsfreyja í [[Þorlaugargerði]] fæddist 23. október 1847 í Pétursey í Mýrdal og lést 20. desember 1936.<br>
Faðir hennar var Sigurður bóndi víða í V-Skaft., en síðast í Aurgötu undir Eyjafjöllum, f. 23. desember 1820 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 1. maí 1890 í Aurgötu, Pálsson bónda lengst á Arnardrangi í Landbroti, f. 11. desember 1792 á Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 7. maí 1874, [[Jón Jónsson prestur|Jónssonar „kögguls“]] bónda og prests síðast að Kálfafelli í Fljótshverfi 1810-1835, f. 1756, d. 6. mars 1839 að [[Ofanleiti]], Jónssonar bónda og lögréttumanns að Höfðabrekku í Mýrdal, d. 14. maí 1787, Runólfssonar, og konu Jóns lögréttumanns, Guðrúnar húsfreyju, d. 23. ágúst 1797, Hallgrímsdóttur.<br>   
Faðir hennar var Sigurður bóndi víða í V-Skaft., en síðast í Aurgötu undir Eyjafjöllum, f. 23. desember 1820 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 1. maí 1890 í Aurgötu, Pálsson bónda lengst á Arnardrangi í Landbroti, f. 11. desember 1792 á Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 7. maí 1874, [[Jón Jónsson prestur (Ofanleiti)|Jónssonar „kögguls“]] bónda og prests síðast að Kálfafelli í Fljótshverfi 1810-1835, f. 1756, d. 6. mars 1839 að [[Ofanleiti]], Jónssonar bónda og lögréttumanns að Höfðabrekku í Mýrdal, d. 14. maí 1787, Runólfssonar, og konu Jóns lögréttumanns, Guðrúnar húsfreyju, d. 23. ágúst 1797, Hallgrímsdóttur.<br>   
Móðir Páls á Arnardrangi og kona sr. Jóns (4. október 1781) var Guðný húsfreyja, f. 1757 á Hellum í Mýrdal, d. 4. júlí 1839 á Blómsturvöllum í Fljótshverfi, Jónsdóttur prests Steingrímssonar.<br>   
Móðir Páls á Arnardrangi og kona sr. Jóns (4. október 1781) var Guðný húsfreyja, f. 1757 á Hellum í Mýrdal, d. 4. júlí 1839 á Blómsturvöllum í Fljótshverfi, Jónsdóttur prests Steingrímssonar.<br>   
Páll Jónsson var bróðir [[Jón Austmann|sr. Jóns Austmanns]] að Ofanleiti.<br>
Páll Jónsson var bróðir [[Jón Austmann|sr. Jóns Austmanns]] að Ofanleiti.<br>

Útgáfa síðunnar 2. maí 2015 kl. 19:23


Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Þorlaugargerði fæddist 23. október 1847 í Pétursey í Mýrdal og lést 20. desember 1936.
Faðir hennar var Sigurður bóndi víða í V-Skaft., en síðast í Aurgötu undir Eyjafjöllum, f. 23. desember 1820 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 1. maí 1890 í Aurgötu, Pálsson bónda lengst á Arnardrangi í Landbroti, f. 11. desember 1792 á Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 7. maí 1874, Jónssonar „kögguls“ bónda og prests síðast að Kálfafelli í Fljótshverfi 1810-1835, f. 1756, d. 6. mars 1839 að Ofanleiti, Jónssonar bónda og lögréttumanns að Höfðabrekku í Mýrdal, d. 14. maí 1787, Runólfssonar, og konu Jóns lögréttumanns, Guðrúnar húsfreyju, d. 23. ágúst 1797, Hallgrímsdóttur.
Móðir Páls á Arnardrangi og kona sr. Jóns (4. október 1781) var Guðný húsfreyja, f. 1757 á Hellum í Mýrdal, d. 4. júlí 1839 á Blómsturvöllum í Fljótshverfi, Jónsdóttur prests Steingrímssonar.
Páll Jónsson var bróðir sr. Jóns Austmanns að Ofanleiti.
Móðir Sigurðar Pálssonar og barnsmóðir Páls á Arnardrangi var Sigríður, þá vinnukona á Núpum í Fljótshverfi, f. 2. maí 1791 í Hörgsdal, d. 22. maí 1825 í Hólmi í Landbroti, Jónsdóttir bónda í Fagurhlíð í Landbroti, f. 1770, d. 7. nóvember 1837 í Fagurhlíð, Guðbrandssonar og barnsmóður Jóns, Sigríðar vinnukonu, líklega í Hörgsdal, síðar húsfreyju á Núpum, konu Þórðar bónda Ólafssonar, f. 1764, d. 1. júlí 1826, Jónsdóttur.

Móðir Ingibjargar í Þorlaugargerði og kona Sigurðar Pálssonar í Aurgötu var (16. júní 1848) Guðný húsfreyja, f. 6. mars 1823 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 13. janúar 1911 í Reykjavík, Bjarnadóttir bónda á Mið-Hvoli, f. 1781, d. 20. júní 1864, Einarssonar.
Móðir Guðnýjar og síðari kona Bjarna á Mið-Hvoli var Kristín húsfreyja, f. 1792 í Steinasókn undir Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1855 á Mið-Hvoli, Jónsdóttir bónda í Hlíð í Steinasókn, f. 6. desember 1759, d. 15. júní 1825, Vigfússonar, og konu Jóns í Hlíð, Ingibjargar húsfreyju, f. 1769, Skúladóttur.

Ingibjörg var systir Guðlaugar móður Þorláks Guðmundssonar skósmiðs í Eyjum og Páls Sigurðssonar trésmiðs föður Jóhanns Pálssonar skipstjóra hér, sem kvæntur var Ósk Guðjónsdóttur Jónssonar bónda og líkkistusmiðs á Oddsstöðum.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í Pétursey til ársins 1856, fór þá í vist að Kárhólmum í Mýrdal, á Þykkvabæjarklaustur og að Borgarfelli í Skaftártungu. Til Eyja kom hún 1868. Hún var vinnukona í Jómsborg 1870, húsfreyja í Þorlaugargerði 1890, gift vinnukona í Þorlaugargerði hjá Jóni Péturssyni stjúpsyni sínum og Rósu Eyjólfsdóttur 1901 og 1910. Síðan dvaldi hún og Pétur þar til dauðadags.

Maður Ingibjargar í Þorlaugargerði, (10. október 1886), var Pétur Benediktsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 10. febrúar 1841, d. 16. október 1921. Ingibjörg var síðari kona hans.
Börn þeirra Ingibjargar og Péturs hér:
1. Andvana fæddur drengur 31. desember 1886.
2. Oktavía Kristín Pétursdóttir, f. 31. desember 1887, d. 8. desember 1944, kona Einars Einarssonar á Reynivöllum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.