Oktavía Kristín Pétursdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oktavía Kristín Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja fæddist 31. desember 1887 og lést 8. desember 1944.
Foreldrar hennar voru Pétur Benediktsson bóndi, f. 10. febrúar 1841, d. 16. október 1921, og síðari kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. október 1847, d. 20. desember 1936.

Hálfsystkini Oktavíu Kristínar, börn af fyrra hjónabandi föður hennar, voru:
1. Guðmundur Pétursson sjómaður í Grindavík, f. 20. janúar 1866, fórst í sjó 31. október 1900. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar var móðir hans Kristín, ógift vinnukona. Þess má geta, að sonur Guðmundar var Magnús faðir Guðmundar föður þeirra Magnúsar Tuma prófessors í jarðeðlisfræði og Más seðlabankastjóra.
2. Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 21. júlí 1868, d. 18. júní 1932. Hann var tökubarn hjá ekkjunni móðurmóður sinni á Búðarhóli 1870. Þar er móðir hans Kristín, ógift vinnukona.
3. Kristín Pétursdóttir, f. 17. nóvember 1875, d. 25. nóvember 1875 úr barnaveiki.
4. Martea Guðlaug Pétursdóttir, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921, fyrri kona Guðjóns á Oddsstöðum.
5. Kristín Magnúsína Pétursdóttir verkakona, húsfreyja á Brekku 1910, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.
6. Kristín Pétursdóttir, f. 9. apríl 1881, d. 10. júní 1881 úr „barnaveikindum“.

Oktavía Kristín var með foreldrum sínum 1890, með þeim hjá Jóni bróður sínum þar 1901. Oktavía Kristín og Einar giftu sig 1909, voru húsfólk í Þorlaugargerði í lok ársins, en voru á Eystri-Vesturhúsum (Ásavegi 35) 1910, höfðu reist Reynivelli (Kirkjuveg 66) 1911 og bjuggu þar enn 1921, en farin þaðan 1922.
Þau munu hafa flust úr Eyjum 1922.
Einar lést 1925 af slysförum, jarðs. í Reykjavík.
Oktavía bjó síðast í Reykjavík og lést 1944.

Maður Oktavíu Kristínar, (30. október 1909), var Einar Einarsson sjómaður á Reynivöllum, f. 14. ágúst 1881, d. 8. febrúar 1925.
Börn þeirra hér:
1. Lydia Einarsdóttir, f. 2. desember 1909 í Þorlaugargerði, d. 1. febrúar 1910.
2. Lydia Anika Einarsdóttir, f. 13. ágúst 1912, d. 20. apríl 1969, jarðs. í Eyjum.
3. Jón Pétursson Einarsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 27. september 1914, d. 29. október 1994.
4. Emil Ingi Einarsson, f. 12. október 1919, d. 14. september 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.