Ingibjörg Ólafsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ingibjörg Ólafsdóttir bústýra, húskona fæddist 21. júlí 1829 og lést líklega 1896 í Utah.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi á Melnum í Djúpárhreppi í Rang., f. 3. nóvember 1794, d. 18. júlí 1849 og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1805, d. 28. janúar 1892.

Bróðir Ingibjargar var Ólafur Ólafsson vinnumaður á Oddsstöðum og víðar, f. 28. ágúst 1834.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona á Sandhólaferju í Djúpárhreppi 1845, í Eystri-Tungu í V-Landeyjum 1850, í Vesturhjáleigu þar 1855.
Hún var bústýra hjá Sveini Hjaltasyni á Vesturhúsum 1860-1864, vinnukona þar 1865-1866, bústýra 1867-1871, húskona á Löndum 1872-1873, bústýra hjá Eyjólfi Jónssyni þar 1874, húskona þar 1875, lausakona á Kirkjubæ 1876, húskona í Grímshjalli 1877, sjálfrar sín í Hólshúsi 1878-1879, lausakona þar 1880-1886, sjálfrar sín þar 1887.
Hún naut sveitarstyrks í Frydendal 1890.
Ingibjörg var skráð meðal útflytjenda til Utah frá Frydendal 1891.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.