Ingi Einarsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhann Ingi Einarsson vélstjóri, pípulagningamaður, leigubílstjóri fæddist 29. febrúar 1940 í Nýborg og lést 17. október 2021 í Hraunbúðum.

Jóhann Ingi Einarsson.

Foreldrar hans voru Einar Runólfsson verkamaður í Götu, f. 14. mars 1892, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir frá Ey, f. 23. janúar 1906, d. 6. september 1975.

Börn Sigríðar og Einars í Götu voru:
1. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. febrúar 1925 í Ey, d. 1939. Hann var fóstraður hjá Vilhjálmi Einari Magnússyni frá Presthúsum, ömmubróður sínum, verkamanni í Reykjavík og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur.
2. Jónína Einarsdóttir, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
3. Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1931 í Nýborg, d. 22. október 2013.
4. Rannveig Snót Einarsdóttir, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.
5. Jóhann Ingi Einarsson, f. 29. febrúar 1940 í Nýborg.

Ingi var með foreldrum sínum í Nýborg við fæðingu og síðan í Götu. Hann tók minna véstjórapróf í Eyjum 1960, lærði pípulagnir og vann við iðnina, stofnaði Áhaldaleiguna í Vestmannaeyjum. Hann gerðist leigubílstjóri í Eyjum fram að Gosi og síðan í Reykjavík, dvaldi um skeið á Dvalarheimilinu Hamri í Mosfellsbæ með Birnu konu sinni, dvaldi síðast í Hraunbúðum.
Þau Birna giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fjólugötu 1 í Eyjum, síðar á Hamri í Mosfellsbæ.
Birna lést 2019 og Einar 2021.

Kona Jóhanns Inga, (11. maí 1963), var Birna Valgerður Jóhannesdóttir frá Kirkjulundi, talsímakona í Eyjum, húsfreyja, f. 10. október 1937, d. 22. október 2019.
Börn þeirra:
1. Alda Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 10. október 1963. Maður hennar er Óskar Ólafsson.
2. Erna Sigríður Jóhannsdóttir húsfreyja, sálfræðingur í Reykjavík, f. 29. maí 1965. Fyrrum maður hennar er Gunnar Hólm Ragnarsson. Maður hennar Eggert Gottskálksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.