„Hátíðir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
Vestmannaeyjar hafa sætt verulegri einangrun í gegnum aldirnar, en Eyjamenn hafa ekki látið það eftir sér að sitja aðgerðalausir meðan aðrir skemmta sér - hátíðir og uppákomur af öllum stærðargráðum eru á hverju strái þegar Vestmannaeyjar eru annars vegar, og mikið er að gerast í Eyjum allt árið um kring. Vinsælt er meðal ferðamanna að sækja Eyjarnar heim þegar sérstakir viðburðir eru, en nokkrir þeirra bera af í vinsældum:


== Þjóðhátíð í Eyjum ==
''Sjá aðalgrein:[[Þjóðhátíð]]''
[[Þjóðhátíðin]] er alla jafna haldin fyrstu helgi í ágúst. Hátíðin er af gömlum grunni eða frá því árið 1874 þegar Íslendingar fjölmenntu á Þingvöll í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi. Sökum veðurs var ógjörningur fyrir Eyjamenn að sækja hátíðina, þannig að þeir komu sér upp sinni eigin hátíð.
Í dag er þjóðhátíðin í Eyjum stór og mikil hátíð þar sem [[ÍBV|ÍBV íþróttafélag]] byggir upp ævintýralega smáborg í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]]. Sú borg hverfur svo nánast sporlaust fjórum dögum síðar. Þar er boðið upp á tónlistarveislu þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins hverju sinni stíga á stokk og gleðja hátíðargesti allan sólarhringinn. Flugeldasýning, brenna á [[Fjósaklettur|Fjósakletti]] og [[brekkusöngur]] er meðal þess sem boðið er upp á. Hin sérstæðu hvítu hústjöld setja líka sterkan svip sinn á dalinn þar sem heimamenn setja upp tjöld sín á skipulagðan hátt þar sem hver röð tjalda myndar götu og hvert tjald hefur númer eða nafn. Þar hafast menn við hvernig sem viðrar og næra sig á lunda og kjötsúpu. Þar er oft á tíðum dvalið fram í dagrenningu við gítarspil og söng.
== Sjómannadagurinn ==
[[Sjómannadagur| Sjómannadagurinn]] í Vestmannaeyjum hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1940. Hann er haldinn fyrstu helgina í júní ár hvert, hátíðahöld standa yfir í tvo daga, laugardag og sunnudag. Á síðustu árum hefur föstudeginum einnig verið bætt við þar sem haldið hefur verið sjómannagolfmót, knattspyrna og söngkvöld með [[Árni Johnsen|Árna Johnsen]].
Á laugardeginum fara hátíðahöld aðallega fram við [[Friðarhöfn]] þar sem bryggjur og skip eru fánum skreytt, þar er m.a. kappróður, koddaslagur, reiptog, spretthlaup og margt fleira. Þá er fastur liður á þessum degi skákmót milli sjómanna og landkrabba. Að kvöldi er svo hátíðarsamkoma með fjölbreyttum skemmtiatriðum, og ekki má gleyma dansleiknum þar sem dansað er fram undir morgun. Á sunnudeginum sem er hinn eiginlegi Sjómannadagur er bærinn allur fánum skreyttur, dagskrá hans hefst ávallt með sjómannamessu í [[Landakirkja|Landakirkju]], strax eftir messu er minningarathöfn í umsjá [[Snorri Óskarsson|Snorra Óskarssonar]] um  hrapaða og drukknaða. Hátíðardagskrá er svo á [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúni]] þar sem [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]] hefur ávallt spilað, hátíðarræða dagsins flutt, sjómenn heiðraðir, verðlaunaafhendingar, og ekki hvað síst hefur verið góð barnadagskrá.
Um kvöldið er kvöldskemmtun í Höllinni með vandaðri dagskrá og  hátíðarmatseðli Hallarinnar sem settur er upp sérstaklega fyrir gesti sjómannadagsins. 
Í tilefni dagsins er gefið út veglegt [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]] og hefur það komið út á hverju ári síðan 1947 ef undan er skilið gosárið 1973.
== Goslokahátíðin ==
[[Mynd:Goslok.jpg|thumb|300px|Goslokahátíðin í Skvísusundi.]][[Goslokahátíðin]] er haldin hátíðleg fyrstu helgina í júlí. Þá er [[Heimaeyjargosið|goslokanna á Heimaey]] minnst með ýmsum hætti, svo sem harmonikkuleik og öðru skralli í krónum í [[Skvísusund]]i. Þessi hátíð er minni í sniðum en þjóðhátíðin, en mun nánari og fjölskylduvænni. Gamlir Eyjamenn snúa aftur frá meginlandinu til þess að endurnýja gömul kynni, og viðstöðulausri dagskrá er haldið uppi víða um bæinn með málverkasýningum, leikrænum tilburðum og öðrum listrænum gjörningum.
== Íþróttaviðburðir ==
=== Shellmót og Vöruvalsmót ===
Peyja- og pæjumót í knattspyrnu eru haldin í júní þar sem yngri flokkar af öllu landinu hittast og keppa í fótbolta á [[Hásteinsvöllur|Hásteinsvelli]], [[Þórsheimilið|Þórsvelli]] og [[Týsheimilið|Týsvelli]]. Mótin standa yfir í þrjá til fjóra daga og börnin fá einnig tækifæri til að upplifa margt það sem Eyjarnar hafa upp á bjóða, til dæmis [[sprang]]a og fara í [[Bátsferð með Ása í Bæ|siglingu umhverfis Eyjuna]] og sjá svartfuglinn í berginu. Setningarhátíð peyjamótsins hefur öðlast mikilvægan sess í hjörtum gestanna sem þar koma, enda er nóg af skemmtilegum föstum liðum þar.
=== Golfævintýri===
[http://bjarnarey.eyjar.is/golf/avintyri/default.htm Golfævintýri] er spennandi golfmót og golfkennsla fyrir börn og unglinga. Ævintýrið stendur í fimm daga og er öllum krökkum opið.
=== Volcano open ===
Volcano open er stórt golfmót sem haldið er í byrjun júlí og er opið öllum - stundum hefur þetta golfmót runnið saman við goslokahátíðina með góðum árangri. Gjarnan er mjög fjölmennt á Volcano open, enda er fátt betra að gera á björtum degi í júlí en að spila golf langt fram eftir nóttu.
== Pysjuævintýri ==
[[Pysjur|Pysjuævintýrið]] hefst um miðjan ágúst. [[Lundi#Lundapysjur|Lundapysjan]] flýgur í átt að ljósunum í bænum, lendir þar á götum og milli húsa og finnur sér enga leið til bjargar — sagt er að lundinn geti ekki flogið nema hann sjái til sjávar.
Þá hefst hið mikla og skemmtilega ævintýri barna og fullorðinna að bjarga pysjunum frá siðmenningu mannfólksins. Börn og fullorðnir fara um bæinn seint á kvöldin með vasaljós og kassa undir hendinni í von um að finna pysjur. Næsta dag er pysjunum sleppt í fjörunni þar sem hún syndir út og kafar eftir æti. Þar með hefur pysjunum verið bjargað.
== Lundaball ==
[[Lundaballið]] er haldið að hausti ár hvert, en þá mætast lundaveiðimenn allra eyjanna og halda saman uppskeruhátíð. Félögin um hverja úteyju eða veiðistað skiptast á að halda ballið og er mikill metnaður lagður í að toppa ballið frá árinu áður. Á Lundaböllum er boðið upp á lunda með alls kyns matreiðsluaðferðum en einnig er boðið upp á annars konar villibráð. Lundaböll voru hér áður fyrr einungis fyrir lundaveiðimenn og þeirra frúr en hafa á síðari árum verið opin öllum.
== Þrettándinn ==
[[Mynd:Trettandinn DSCF2083.jpg|thumb|200px|Þrettándinn er haldinn hátíðlegur og m.a. gengið upp Illugagötu.]]
Þrettándi og síðasti dagur jóla er haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum. Þrettándaganga er farin um bæinn í fylgd Grýlu, Leppalúða, jólasveinanna og ýmissa skelfilegra trölla, en samkvæmt hefðinni hefst hún nálægt [[Skiphellar|Skiphellum]] þar sem jólasveinarnir koma niður af [[Háhá|Hánni]]. Gangan heldur þaðan upp á stóra malarvöllinn í [[Löngulág]]. Þar er dansað í kringum brennu með álfum, púkum og alls kyns kynjaverum. Að lokum eru jólin kvödd um miðnætti með flugeldasýningu.
[[Flokkur:Menning]]

Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2006 kl. 13:27