Gunnar Haraldsson (Nikhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gunnar Haraldsson.

Gunnar Þorbjörn Haraldsson frá Nikhól, vélstjóri, húsvörður fæddist þar 21. apríl 1928 og lést 30. desember 2010 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Haraldur Þorsteinsson frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, verkamaður í Nikhól og á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974, og kona hans Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, d. 31. mars 1976.

Börn Matthildar og Haraldar:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Litla-Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nikhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nikhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nikhól, d. 5. júní 2018.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, fyrst í Nikhól, en síðan á Grímsstöðum.
Hann lauk minna mótorvélstjóraprófi 1950 og 2. stigi í Vélskóla Íslands 1968.
Gunnar var vélstjóri á Erlingi VE-325 1950-1953, Ófeigi II. VE-324 og Ófeigi III. VE-325 1955-1962. Þá kom hann í land og vann vélstjórn í Ísfélagi Vestmannaeyja. Þá var hann vélstjóri á Gideon VE 7 1967-1969, á Halkion VE-205 1969-1974 og á Gullbergi VE 292 1975-1982.
Þegar hann hætti á sjó varð hann húsvörður í Hamarsskóla. Þar vann hann til starfsloka. Þau Jórunn giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum til 1957, á Illugagötu 9 1957 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík um skeið eftir Gosið, en fluttust þá til Eyja og bjuggu um skeið á Heiðarvegi 42, þá á Dverghamri 30, voru þar 1986, en bjuggu á Áshamri 33 við andlát Gunnars.
Gunnar lést 2010. Jórunn býr á Eyjahrauni 2.

I. Kona Gunnars, (31. maí 1952), var Jórunn Guðný Helgadóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 11. júní 1929.
Börn þeirra:
1. Helgi Benóný Gunnarsson stýrimaður, bóndi, verkstjóri á Hellu, f. 3. október 1952.
2. Haraldur Þorsteinn Gunnarsson smiður, verkamaður í Eyjum, f. 1. maí 1956.
3. Matthildur Gunnarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Kópavogi, f. 15. október 1958.
4. Nanna Björk Gunnarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 16. ágúst 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.