Guðrún Kristjánsdóttir (Stað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Kristjánsdóttir (Lilla á Stað) fæddist 25. ágúst 1929. Foreldrar hennar voru Kristján Egilsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.

Guðrún
Guðrún
Fjölskyldan á Stað
Lilla á Stað

Æskuheimili hennar var Staður, Helgafellsbraut 10. Þar bjó hún til 20 ára aldurs. Þann 11. febrúar 1950 gengu hún og Pétur Ágústsson múrari í hjónaband. Börn þeirra eru Sigurbjörg, Ágúst, Kristján, Elí og Lára.

Guðrún lærði kjólasaum og starfaði við það á heimili sínu meðfram heimilisrekstri. Þau hjón byggðu sér hús að Helgafellsbraut 27 og bjuggu þar frá 1956 til júní 1966 er þau fluttu til Reykjavíkur.

Guðrún bjó seinasta árið á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík, þar sem hún lést þ. 3. janúar 2014.



Heimildir Börn Guðrúnar

  • Samantekt: Kristján Pétursson