Ágúst Pétursson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Ágúst Pétursson)
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Pétursson.

Ágúst Pétursson kennari fæddist 12. maí 1953 á Sólhlíð 21.
Foreldrar hans voru Pétur Ágústsson sjómaður, múrarameistari, f. 6. febrúar 1929 í Berufirði, S.-Múl., 8. júní 1999, og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir frá Stað, húsfreyja, saumakona, f. 25. ágúst 1929, d. 3. janúar 2014.

Ágúst nam við Laugarnesskóla, lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti 1969, varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð (félagsfræðideild) 1973. Hann nam sálarfræði í H.Í. 1974-1981, lauk kennaraprófi 1983.
Ágúst var stundakennari í Fellaskóla í Rvk frá 1975-1983, fastráðinn kennari þar 1983-2001, kennari í Vogaskóla 1983-2019.
Rit:
Þýðing á nokkrum sakamálasögum fyrir Fjölva.
Þau Kolbrún giftu sig 1980, eignuðust tvö börn.

I. Kona Ágústs, (1. maí 1980), er Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir fyrrv. alþingismaður og ráðherra, f. 31. júlí 1955. Foreldrar hennar Halldór Viðar Pétursson, f. 29.september 1928, d. 21. mars 2009, og kona hans Halldóra Sigrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1926, d. 6. febrúar 2006.
Börn þeirra:
1. Orri Huginn Ágústsson leikari, leikstjóri, kennari, f. 25. maí 1980. Kona hans Hrafnhildur Ólafsdóttir.
2. Alma Ágústsdóttir M.A-þýðingafræði, f. 26. apríl 1995.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágúst.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.