„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, IV. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 181: Lína 181:
* 979. Slifsi. Þetta er peysufataslifsi. Það átti frú Þórunn Snorradóttir húsfr. í Hlíð nr. 41 við Skólaveg, kona Jóns útgerðarmanns Jónssonar. Dóttir þeirra hjóna, frú Ásta, Sólhlíð 6, gaf Byggðarsafninu.
* 979. Slifsi. Þetta er peysufataslifsi. Það átti frú Þórunn Snorradóttir húsfr. í Hlíð nr. 41 við Skólaveg, kona Jóns útgerðarmanns Jónssonar. Dóttir þeirra hjóna, frú Ásta, Sólhlíð 6, gaf Byggðarsafninu.
* 980. Slifsi. Sjá fyrra nr.
* 980. Slifsi. Sjá fyrra nr.
* 981. Skotthúfa með skúfhólki. Frú Marta Jónsdóttir húsfr. i Baldurshaga við Vesturveg (nr. 5) prjónaði húfuna og notaði hana sjálf við peysufötin sín um árabil. Frú Ingibjörg Högnadóttir frá Baldurshaga,
* 981. Skotthúfa með skúfhólki. Frú Marta Jónsdóttir húsfr. i Baldurshaga við Vesturveg (nr. 5) prjónaði húfuna og notaði hana sjálf við peysufötin sín um árabil. Frú Ingibjörg Högnadóttir frá Baldurshaga, dóttir frú Mörtu, gaf Byggðarsafninu skotthúfuna. (Sjá nr. 602).
* 982. Skotthúfa. Þessa skotthúfu prjónaði frú Ragnhildur Þórarinsdóttir verzlunarstjórafrú í Júliushaab árið 1880 og notaði um tugi ára. Frú Elínborg Gísladóttir í Laufási (nr. 5 við Austurveg9, dóttir frú Rafnhildar, gaf safninu húfuna.
* 983. Svunta, brúnleit. Hún er mjög gömul, líklega um það bil 100 ára. Frú Nikólína Eyjólfsdóttir húsfr. í Laugardal (nr. 5 B l við Vesturveg), gaf Byggðarsafninu svuntuna. Hún erfði hana eftir ömmu sína, en sjálf var frú Nikólína fædd árið 1888.
* 984. Sönghúfa. Eitt sinn var við barnaskólann í Vestmannaeyjum nafngetinn söngflokkur. sem ferðaðist til meginlandsins og gat sér góðan orðstír fyrir söng sinn í Reykjavík og víðar. Helgi Þorláksson, kennari við barnaskólann, stofnaði þennan kór árið 1944 og stjórnaði honum. Kórinn hlaut nafnið „''Smávinir''". Þarna á Byggðarsafnið sýnishorn af sönghúfum kórsfélaganna.
* 985. „''Tyrkjahnappurinn''". Nokkru eftir síðustu aldamót fannst hnappur
þessi, þegar pældur var kálgarður Jóns formanns Ingimundarsonar í Mandal í námunda við íbúðarhúsið (nr. 18 við Njarðarstíg). Hnappurinn er með hálfmána og stjörnu, sem mótað er á hann. Þannig er hann merktur ræningjunum norðurafrík-
önsku 1627. Við köllum hann þess vegna „''Tyrkjahnappinn''".
Vafalaust hefur hann slitnað af ræningjajakka í átökunum hér í námunda við hafnarvoginn 17. og 18. júlí 1627, þegar ræningjarnir drápu fólk eða rændu og fluttu út á skip.
* 986. Upphlutsbúningur. Bolinn. pilsið og beltið gaf Byggðarsafninu frú Jórunn Ingimundardóttir, Brekastíg 15 hér í bæ, til minningar um vinkonu sína frú Bjarghildi Einarsdóttur, síðast til heimilis að Miðstræti 24 hér í bæ.
* 987. Upphlutsskyrta og upphlutssvunta. Frú Elín Halldórsdóttir, kona Ágústs Sigfússonar, Landagötu 16, gaf þessa hluti Byggðarsafninu.
* 988. Upphlutsnál. Nál þessa smíðaði Ólafur bóndi Guðmundsson, sem bjó á Kirkjubæ á fyrri hluta síðustu aldar. Síðari kona hans var frú Guðrún yngri Pálsdóttir prests og skálds Jónssonar að Kirkjubæ. Afkomandi Ólafs bónda Guðmundssonar og fyrri konu hans, frú Helgu Ólafsdóttur, gaf Byggðarsafninu nálina. Hún er frú Ingibjörg Guðmundsdóttir kennari, Rauðarárstíg 3, Rvík. Ólafur bóndi Guðmundsson var vopnasmiður Herfylkingar Vestmannaeyja á árunum 1857 1860. (Ó. G. lézt 1869).
* 989. Viðhafnarvesti séra Brynjólfs Jónssonar, sóknarprests að Ofanleiti (1860-1884). Þegar prestur lézt árið 1884, erfði frú Jónína húsfr. á Löndum. dóttir sóknarprestsins, vesti þetta. Þegar hún lézt árið 1904, erfði
Brynjúlfur Sigfússon, organisti og síðar söngstjóri, sonur frúarinnar.
vestið eins og hvern annan ættargrip. Ekkja hans, frú Ingrid Sigfússon.
gaf Byggðarsafninu vestið.
232

breytingar

Leiðsagnarval