„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, IV. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 125: Lína 125:
* 933. Læknistaska, hnakktaska Halldórs héraðslæknis Gunnlaugssonar. Hann notaði tösku þessa mánuðina, sem hann var héraðslæknir í Rangárvallasýslu (frá ágúst 1905 til marzm. 1906), en 1906 varð hann héraðslæknir í Vestmannaeyjum til dauðadags 16. des. 1924.
* 933. Læknistaska, hnakktaska Halldórs héraðslæknis Gunnlaugssonar. Hann notaði tösku þessa mánuðina, sem hann var héraðslæknir í Rangárvallasýslu (frá ágúst 1905 til marzm. 1906), en 1906 varð hann héraðslæknir í Vestmannaeyjum til dauðadags 16. des. 1924.
* 934. Raftæki til lækninga. Jónatan vitavörður Jónsson í Stórhöfða var starfandi hómópati, þegar hann var bóndi í Garðakoti í Mýrdal. Hann flutti til Eyja árið 1910, þegar hann réðst vitavörður á Stórhöfða. Lítið bar á hómópatastarfi hans í Eyjum, þó að margir Eyjabúar vissu getu hans eða viðleitni í þá átt. Þetta raftæki notaði hann eða lánaði sjúku fólki. sem þurfti að hressa upp á taugar sínar. Sjúklingurinn hélt um hnúðana og fékk þannig rafstraum í sig sér til styrktar, trausts og huggunar.
* 934. Raftæki til lækninga. Jónatan vitavörður Jónsson í Stórhöfða var starfandi hómópati, þegar hann var bóndi í Garðakoti í Mýrdal. Hann flutti til Eyja árið 1910, þegar hann réðst vitavörður á Stórhöfða. Lítið bar á hómópatastarfi hans í Eyjum, þó að margir Eyjabúar vissu getu hans eða viðleitni í þá átt. Þetta raftæki notaði hann eða lánaði sjúku fólki. sem þurfti að hressa upp á taugar sínar. Sjúklingurinn hélt um hnúðana og fékk þannig rafstraum í sig sér til styrktar, trausts og huggunar.
* 935. Röntgentæki. tæki til gegnumlýsingar. Tæki þetta keypti hingað Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir, þegar hann hóf að reka „''klinik''" sína í íbúðarhúsi sínu Arnardrangi við Hilmisgötu (nr. 11). Þetta er fyrsta lausa röntgentækið, sem hingað var keypt. Gefandi: Sjúkrahús Vestmannaeyja, en það eignaðist
* 935. Röntgentæki. tæki til gegnumlýsingar. Tæki þetta keypti hingað Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir, þegar hann hóf að reka „''klinik''" sína í íbúðarhúsi sínu Arnardrangi við Hilmisgötu (nr. 11). Þetta er fyrsta lausa röntgentækið, sem hingað var keypt. Gefandi: Sjúkrahús Vestmannaeyja, en það eignaðist tækið eftir fráfall héraðslæknisins, en hann lézt 6. júní 1952.
936. Sjónrannsóknargler (H. G.).
937.Sprittlampi, sótthreinsunartœki (H .G.).
938. Sprittlampi. Þessi lampi var notaður til þess að þynna loftið í blóðtökukoppi. Safninu barst þetta tæki úr dánarbúi frú Ingibjargar Jónsdóttur, húsfreyju í Suðurgarði. Gefandi: Frú Anna Svala Johnsen. dótturdóttir frú Ingibjargar.
* 939. Stólpípa (H. G.).
* 940. Stólpípustútur (H. G.).
* 941. Tannbrotajárn, notað til þess að ná tannbrotum úr gómi (H. G.).
* 942. Tann og kokspegill (H. G.).
* 943. Tanntökutangir, tanndráttartangir (H. G.).
* 944. Trekt,lyfjatrekt (H. G.).
* 945. Uppskurðarhnífur. Hnífinn átti Árni læknir Gíslason frá Gjábakka við * Bakkastíg, systursonur Jóns formanns Ingimundarsonar í Mandal. Læknirinn lézt vestur í Bolungavík árið 1917.
* 946. Vélindakúla úr fílabeini (H. G.).
* 947. Viðbragðahamar, notaður til þess að rannsaka tilfinninganæmi (H. G.).
* 948. Vöðvaskurðarhnífar, sem notaðir voru við aflimun (H. G.).
* 949. Æðabíldur. Þessi æðahnífur var notaður, þegar opna þurfti æð. taka þurfti manni blóð. Æðabíld þennan átti frú Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Suðurgarði. Gefandi: Frú Anna Svala Johnsen .dótturdóttir hennar.
 
 
                      <br><center>15. kafli</center>
<br>                 
<center>Klæðnaður</center>
 
* 950. Axlabandahlýrar. Axlabandahlýra þessa átti Kristján Ingimundarson í Klöpp við Njarðarstíg (nr. 16). Þeir voru saumaðir 1885, og notaði Kristján þá í mörg ár.
* 951. Belti. Þetta baldíraða belti átti frú Soffía Andersdóttir húsfr. í Hlíðarhúsi, kona Gísla Stefánssonar kaupmanns og bónda þar. Þau hjón voru foreldrar séra Jes A. Gíslasonar á Hóli, frú Asdísar, fyrri konu Gísla J. Johnsen og þeirra mörgu systkina frá Hlíðarhúsi. Frú Ásdís mun hafa erft beltið eftir móður sína. Börn þeirra hjóna, frú Ásdísar og Gísla, gáfu Byggðarsafninu beltið. en þau eru frú Soffía, ekkja Ísleifs heitins prófessors Árnasonar, frú Sigríður, ekkja Ástþórs heitins Matthíassonar forstjóra og Gísli Fr. Johnsen ljósmyndari.
* 952. Brúðarklæðnaður. Þennan hátíðarklæðnað saumaði frú Ragnhildur Þórarinsdóttir, kona Gísla Engilbertssonar verzlunarstjóra í Júlíushaabverzlun, þegar þau giftust árið 1868. Þá var hún 24 ára (f. 19. október 1844). Síðan var viðhafnarbúningur þessi hátíðarbúningur frúarinnar um tugi ára og oft lánaður brúði við giftingarathöfn.
 
Frú Ragnhildur Þórarinsdóttir ..í Júlíushaab" gaf á sínum tíma dótturdóttur sinni, frú Þórhildi Þorsteinsdóttur, prófastsfrú að Breiðabólstað í Fljótshlíð, þennan hátíðarklæðnað. Hún gaf hann síðan Byggðarsafninu (25. ágúst 1960).
* 953. Dagtreyja. Þessa dagtreyju átti síðast Margrét Jónsdóttir, sem um árabil var vinnukona í Norðurgarði hjá bóndahjónunum þar. Finnboga skipstjóra Björnssyni og Rósu Eyjólfsdóttur. Margrét Jónsdóttir erfði treyjuna eftir móður sína, en amma Margrétar átti hana upprunalega. Treyjan var sögð um 100 ára gömul, þegar Byggðarsafnið eignaðist hana árið 1960.
954. Embættismannahúfa, bæjarfógetahúfa, eins og þær litu út fyrir lýðveldisstofnunina árið 1944. Sigfús M. Johnsen. fyrrv. bæjarfógeti. gaf safninu.
* 955. Embættismannahúfa, bæjarfógetahúfa, eins og þær litu út eftir stofnun lýðveldisins.  S. M. J. gaf.
* 956. Handstúkur  úlnliðaskjól smokkar. Handstúkur þessar eru um það bil aldar gamlar. Upphaflegur eigandi var frú Guðný húsfreyja Ögmundsdóttir á Skækli í AusturLandeyjum. enda eru stúkurnar merktar með stöfunum G. O. Frú Auðbjörg Jónsdóttir, fyrrum húsfr. að Bólstað (nr. 181 við Heimagötu, eignaðist stúkurnar, þegar hún var unglingur.
* 957. Handstúkur, um það bil 100 ára gamlar. Árið 1876 prjónaði þær á fermingaraldri Stefanía Guðjónsdóttir frá Hamarsholti í Hreppum. síðar húsfr. að Hóli í Norðfirði um 40 ára bil (1901-1939), fósturmóðir Þ. Þ. V.
* 958. Handstúkur. Þær eru sagðar nær 200 ára gamlar. Gefandi: Frú Nikólína Eyjólfsdóttir í Laugardal við Vesturveg (nr. 5B).
 
* 959. Hanzkar. Þá átti frú Ólöf Lárusdóttir húsfr. á Kirkjubóli á Kirkjubæjum í Eyjum. Dóttir hennar, frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkjulandi við Birkihlíð (nr. 10 eða 12) gaf hanzkana safninu.
* 960. Herðahyrna, dökkblá að lit, mjög gömul. Gefandi: Frú Nikólína Eyjólfsdóttir húsfr. i Laugardal við Vesturveg (nr. 5B).
* 961. Herðahyrna, svört. Hyrnuna átti og notaði um tugi ára frú Jónína Jónsdóttir húsfr. í Gerði í Eyjum. Hún gaf hana safninu.
* 962. Herðahyrna. Sami gefandi.
* 963.Herðahyrna, svört að lit. Hyrnuna átti frú Þórunn Snorradóttir húsfr. í Hlíð við Skólaveg (nr. 4). Hyrnan er hekluð úr svokölluðu togbandi. Gefandi: Frú Ásta Jónsdóttir frá Hlíð .dóttir frú Þórunnar og Jóns útvegsbónda Jónssonar.
* 964. Íleppar, prjónaðir og fóðraðir á austfirzka vísu. Íleppana prjónaði frú Vilborg húsfr. Einarsdóttir frá Hleinargerði í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hún var kona Gríms bónda Þorsteinssonar frá Breiðavaði. Þessi hjón bjuggu á Arnoddsstöðum í Fljótsdal. Gefandi: Frú Guðrún Grímsdóttir fyrrv. húsfreyja að Oddstöðum í Eyjum. dóttir hjónanna.
* 965. Íleppar. Þessa íleppa (spjarir) átti frú Auðbjörg Valtýsdóttir á Garðstöðum við Sjómannasund (nr. 5), kona Ólafs útgerðarmanns Eyjólfssonar. Frú Auðbjörg gekk alltaf á sauðskinnsskóm til aldurtilastundar.
* 966. Kaskeiti. Á húfuna vantar derið. Kaskeitið átti Loftur póstur Ólafsson frá Neðradal í Mýrdal, hinn kunni póstur á milli Prestbakka á Síðu og Odda á Ranárvöllum á árunum 1904-1918, og svo á milli Kirkjubæjarklausturs og Garðsauka 1918-1936. Kaskeiti tóku að flytjast til landsins um miðja 19. öldina.
* 967. Konsúlsbúningur. Gísli J. Johnsen. kaupm og útgerðarm. í Eyjum, gerðist brezkur varakonsúll í kauptúninu árið 1907. Þá fékk hann þennan búning til að skarta í við hátíðleg tækifæri. Gefendur: Gísli Ísleifsson, hrl., dóttursonur G. J. J., og Gísli Friðrik ljósmyndari, sonur G. J. J.
* 968. Kvenvettlingar, útsaumaðir, gulleitir með rósum, merktir K. Th. D. 1827. Vettlinga þessa átti og notaði frú Katrín Þórðardóttir móðir frú Ragnhildar Þórarinsdóttur í Júliushaab, konu Gísla verzlunarstjóra Engilbertssonar. Frú Elínborg Gísladóttir húsfr. í Laufási við Austurveg (nr. 5), dóttir þeirra hjóna. gaf Byggðarsafninu vettlingana.
* 969. Kvenvettlingar, skrautprjónaðir. Þessa vettlinga prjónaði frú Þóra Jónsdóttir í Dalbæ (nr. 9) við Vestmannabraut. Hún gaf Byggðarsafninu þá.
* 970. „''Lundabuxur''". Þannig voru venjulegar karlmannabuxur úr garði gerðar, þegar nota átti þær við lundaveiðar. t. d. í Úteyjum. Þær voru fóðraðar utan til þess að verja þær sliti. þar sem setið var í þeim vikum saman í veiðistað, t. d.  á brúnum og bergsyllum með lundaháfinn. Þegar svo „''lundatíma''" lauk. var fóðrinu sprett af buxunum og þær voru að mestu jafngóðar eftir þessa notkun. Frú Guðrún húsfr. á Oddstöðum í Eyjum, kona Guðjóns Jónssonar bónda þar, bjó út „''lundabuxurnar''" og gaf þær síðan Byggðarsafninu.
* 971. Nautsleðurskór, „''leðurskór''", eins og þeir voru gerðir handa íslenzkum almenningi um aldir. Skóna gerði frú Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja að Hallormsstað við Brekastíg (nr. 11), kona Sigurðar smiðs Sæmundssonar, og gaf þá síðan safninu.
* 972. Peysufataslifsi, hvítt að lit. Það átti og notaði frú Þórunn Snorradóttir, kona Jóns útgerðarmanns Jónssonar í Hlíð við Skólaveg (nr. 4). Frú Ásta Jónsdóttir, Sólhlíð, dóttir þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu slifsið. Það var búið til árið 1928.
* 973. Peysufataslifsi. (Sjá fyrra númer).
* 974. Peysuföt, hinn gamli þjóðbúningur íslenzkra kvenna. Þennan peysufatabúning átti frú Néríður Ketilsdóttir, sem um langt árabil hafði hér nokkrar tekjur af því að sauma peysuföt á vestmanneyskar konur, eldri og yngri. Frú Néríður var talin slyng saumakona á þessu sviði. Peysuföt þessi gaf frú Ásta Jónsdóttir frá Hlíð (nr. 4 við Skólaveg) Byggðarsafninu nokkru eftir fráfall frú Néríðar.
* 975.Samkvæmiskjóll, gamalt snið, sem einu sinni var í tízku eða fyrir 40-50 árum. Gefandi hinn sami og að fyrra númeri.
* 976. Sauðskinnsskór með útprjónuðum íleppum (börðum, spjörum). Sauðskinsskó þessa átti frú Auðbjörg Valtýsdóttir húsfr. að Garðstöðum við Sjómannasund (nr. 5). (Sjá nr. 965 hér framarl. Tómthúsið Garðstaðir var rifið til grunna árið 1971. Jón Guðleifur Ólafsson, sonur frú Auðbjargar, gaf safninu skóna eftir fráfall móður sinnar.
* 977. Sauðskinnsskór með rósaleppum. Frú Jónína Jónsdóttir, húsfr. i Gerði, gerði skóna og prjónaði íleppana og gaf hvorttveggja Byggðarsafninu.
* 978. Silkiklútur. Þessi hálsklútur mun vera um það bil 100 ára gamall.
Þessa og þvílíka hálsklúta notuðu konur við stakkpeysur sínar áður fyrr, áður en slifsin voru tekin í notkun. Frú Ingibjörg Olafsdóttir, fyrrv. húsfr. í Bólstaðarhlíð við Heimagötu, gaf Byggðarsafninu klútinn.
* 979. Slifsi. Þetta er peysufataslifsi. Það átti frú Þórunn Snorradóttir húsfr. í Hlíð nr. 41 við Skólaveg, kona Jóns útgerðarmanns Jónssonar. Dóttir þeirra hjóna, frú Ásta, Sólhlíð 6, gaf Byggðarsafninu.
* 980. Slifsi. Sjá fyrra nr.
* 981. Skotthúfa með skúfhólki. Frú Marta Jónsdóttir húsfr. i Baldurshaga við Vesturveg (nr. 5) prjónaði húfuna og notaði hana sjálf við peysufötin sín um árabil. Frú Ingibjörg Högnadóttir frá Baldurshaga,
232

breytingar

Leiðsagnarval