„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 145: Lína 145:
* 870. Tesía. Hún er erlend að uppruna. Tesíu þessa áttu verzlunarstjórahjónin við Garðsverzlun í Eyjum, frú Sigríður Guðmundsdóttir og Anton verzlunarstjóri Bjarnasen.
* 870. Tesía. Hún er erlend að uppruna. Tesíu þessa áttu verzlunarstjórahjónin við Garðsverzlun í Eyjum, frú Sigríður Guðmundsdóttir og Anton verzlunarstjóri Bjarnasen.
* 871. Tindiskur. Hann kom upp úr botni Vestmannaeyjahafnar við dýpkun hennar fyrir nokkrum árum. Líklegt er, að diskur þessi hafi fallið í höfnina, e. t. v. á 18. eða 19. öld af dönsku verzlunarskipi, sem þá lágu jafnan innan við hafnarmynnið. Leiðina, meðan þau voru afgreidd. Skipshöfnin á dýpkunarskipinu Vestmannaey gaf Byggðarsafninu diskinn.
* 871. Tindiskur. Hann kom upp úr botni Vestmannaeyjahafnar við dýpkun hennar fyrir nokkrum árum. Líklegt er, að diskur þessi hafi fallið í höfnina, e. t. v. á 18. eða 19. öld af dönsku verzlunarskipi, sem þá lágu jafnan innan við hafnarmynnið. Leiðina, meðan þau voru afgreidd. Skipshöfnin á dýpkunarskipinu Vestmannaey gaf Byggðarsafninu diskinn.
* 872. Tréskeið. Þessi litla tréskeið var lengi notuð á Vestri-Oddstöðum, heimili hjónanna frú Guðrúnar
* 872. Tréskeið. Þessi litla tréskeið var lengi notuð á Vestri-Oddstöðum, heimili hjónanna frú Guðrúnar Grímsdóttur og Guðjóns líkkistusmiðs Jónssonar. Skeiðin er sögð mjög gömul.
* 873. Teskeið. Hún fannst í jörðu suður af Oddstaðabæjum. Finnandi og gefandi er frú Guðbjört Guðbjartsdóttir húsfr. á Einlandi.
* 874. Tréskál, stór, gjörð úr rótarviði.  Þegar fyrsta konungsverzlunin í Vestmannaeyjum, einokunarverzlun hins danska einvalds, sem stofnuð var árið 1552, var seld fjórum kaupmönnum í Kaupmannahöfn árið 1600, voru þar meðal annarra tækja 11 tréskálar, sem seldar voru kaupmönnum með öðrum gögnum og tækjum verzlunarinnar. Þessi skál mun vera ein þeirra. Hún fannst í einu verzlunarhúsi Brydeverzlunarinnar í Eyjum á s. 1. öld og var síðan ávallt geymd þar sem helgur gripur til minja um liðna tíð. Síðast hékk skál þessi undir súð á lofti Kornloftsins á Skansi, sem var byggt 1830.  Það hús fór undir hraun í eldgosinu á Heimaey árið 1973.
 
Þegar Einar Sigurðsson „''hinn ríki''" keypti verzlunarhúsin á Skansi af Kf. Fram 31. des. 1940 (sjá Blik 1974), sendi hann Byggðarsafninu skálina að gjöf.
Þessara 11 tréskála er getið í eignaskrá hinnar dönsku konungsverzlunar árið 1600.
* 875. Vatnsdæla, vatnspóstur. Frá því byggð hófst í Eyjum urðu Eyjabúar að safna regnvatni til heimilisnota. ef þeir höfðu ekki aðstöðu til að sækja neyzluvatn í Daltjörnina eða Vilpu. Á síðari hluta seinustu aldar tóku framtakssamir dugnaðarmenn að grafa vatnsbrunna við hús sín og hlaða þá innan og slétta sementi milli steinanna í veggjunum. Þannig fengu þeir brunna sína vatnshelda. Regnvatnið rann síðan af þökunum í brunna þessa. Hús þau, sem ekki voru með torfþaki, voru lögð eins konar spæni á þaki, svo sem Landakirkja og hús einokunarverzlunarinnar. Auðvelt var að safna vatni af þeim  húsum með rennum.
 
Konur sóttu vatn í tunnur, vatnsþrær eða brunna með því að sökkva fötum í þá. Þannig var það um langan aldur. En svo kom tæknin til sögunnar a. m. k. hjá kaupmannafólkinu. Þessi vatnsdæla er hin fyrsta, sem hingað fluttist. Það gerði danski einokunarkaupmaðurinn á síðari hluta síðustu aldar. En galli var á! Leggurinn var of stuttur og engin tækni til í Eyjum eða tök á að lengja hann með járnpípu. Þess vegna var gripið til þess úrræðis að lengja hann með tréstokk.
* 876. Vatnsdæla. Þessi dæla var á brunni Lyfjabúðarinnar hjá Sigurði lyfsala Sigurðssyni frá því að hann stofnaði hér lyfjabúð árið 1913.
* 877. Vatnsgrind. Til þess að létta sér vatnsburð í fötum notaði fólk almennt þessar vatnsgrindur, sem svo voru kallaðar. Þessa grind smíðaði Þorsteinn smiður Ólafsson í Fagradal (nr. 16) við Bárustíg árið 1906. Kristján Gunnarsson, fyrrum kunnur bræðslumaður í kaupstaðnum, Oddeyri (nr. 14) á Flötum, gaf Byggðarsafninu vatnsgrind þessa.
 
* 878. Öðuskel. Þessi öðuskel var á sínum tíma notuð í stað skeiðar eða spóns. Eftir hörðu árin, sultarárin 1881 og 1882, fluttust sárafátæk hjón til Vestmannaeyja með stóran barnahóp. Fjölskyldufaðirinn átti hvorki spón eða skeið til þess að borða með spónamatinn. Til þess notaði hann þessa öðuskel. Það mun ekki hafa verið einsdæmi hér á landi á þeim árum. Öðuskel þessi var geymd hér í ónefndu húsi um tugi ára til minja um bágindi þessarar fjölskyldu. Barnabarn hinna sárafátæku hjóna gaf Byggðarsafninu skelina, en það var búsett hér til aldurtilastundar. Sá einstaklingur lézt fjörgamall i mjög góðum efnum.  Engin nöfn verða hér nefnd samkvæmt ósk gefandans.
* 879. Ölkanna. Hún er bornhólmsk að uppruna og hún er sögð mjög gömul. Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti hér í Eyjum, gaf Byggðarsafninu könnuna.
232

breytingar

Leiðsagnarval