„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
* 731. Diskur. Þessi diskur er 90 ára gömul brúðargjöf, gefinn Ölöfu Lárusdóttur heimasætu á Búastöðum, þegar hún giftist Guðjóni Björnssyni, bóndasyninum á Kirkjubæ, árið 1885. Frú Lára á Kirkjulandi, dóttir þeirra hjóna. gaf Byggðarsafninu diskinn.
* 732. Drykkjarfantur, leirkrukka án handarhalds. Þessi drykkjarílát voru mjög algeng á árum fyrstu vélbátanna til Þess að drekka úr kaffi eftir að litlu eldavélarnar (,.kabyssurnar") voru teknar í notkun í vélbátunum.
* 733. „''Efilskífupanna''" úr dánarbúi héraðslæknishjónanna Halldórs Gunnlaugssonar og frúar, Kirkjuhvoli. Börn þeirra gáfu Byggðarsafninu gripinn.
* 734. Eggjabikar. Þessi eggjabikar var keyptur í Kaupmannahöfn árið 1902 ásamt þrem öðrum af sömu gerð. Dr. Valtýr Guðmundsson var þingmaður Vestmannaeyinga á árunum 1894-1901. Þegar hann hætti þingmennsku fyrir Eyjabúa, sendi hann einum áhrifamesta fylgifiski sínum í Eyjum fjóra eggjabikara að gjöf fyrir hjálp og fylgispekt. Hér á Byggðarsafnið einn þeirra.
* 735.Eirketill. Þennan kaffiketil átti Sigurður Ólafsson, formaður og útgerðarmaður í Bólstað (nr. 18) við Heimagötu. Hann notaði ketilinn um 30 ára bil, þegar hann var formaður á áraskipinu Fortúnu, sem hann gerði út með öðrum, fyrst frá Eyjafjallasandi, síðan Landeyjasandi og síðast héðan frá Eyjum og þá eftir aldamótin, áður en vélbátaútvegurinn hófst. Ketillinn var fyrst notaður í hákarla.„''túrum''", en til hákarlaveiða fór Sigurður formaður iðulega á yngri formannsárum. Frú Auðbjörg Jónsdóttir. kona Sigurðar formanns, gaf Byggðarsafninu ketilinn. Hann mun vera um 100 ára gamall. Hann er íslenzk smíði.
* 736. Eirketill. Þessi kaffiketill á merka sögu. Magnús Oddsson. bóndi á Kirkjubæ, hafnsögumaður og skipstjóri hér í byggð, átti ketilinn og notaði hann á þilskipi sínu, Helgu. sem fórst með allri áhöfn árið 1867. Þá varð ketillinn í landi einhverra hluta vegna. Síðar eignaðist Frydendalsheimilið ketil þennan og notaði um árabil. Sigfús M. Johnsen erfði ketilinn eftir móður sína, frú Sigríði Árnadóttur í Frydendal, og gaf hann Byggðarsafninu.
* 737. Eirketill. Upprunalega átti Helgi trésmiður Jónsson í Garðfjósi við Kornhól hér í Eyjum ketil þennan. Það var um miðja síðust öld. Helgi Jónsson drukknaði við Elliðaey 17. júní 1896.
Sonur Helga Jónssonar trésmiðs var Jónas bóndi í Nýjabæ. Hann erfði ketilinn eftir föður sinn og átti hann og notaði um tugi ára. Kona hans var Steinvör Jónsdóttir (systir Ingibjargar húsfreyju í Suðurgarði). Dóttir frú Salvarar og Jónasar bónda Helgasonar var Jóhanna húsfr. í Nýjabæ. kona Sigurðar Þorsteinssonar. Frú Jóhanna gaf Byggðarsafninu ketilinn, sem um árabil var notaður á hákarlaskipi, sem gert var út í Eyjum á árunum 1870-1890. Þegar þetta
er skráð, hefur Byggðarsafnið átt ketil þennan í 35 ár.
* 738. Eirkelill.
* 739. Eirketill.
* 740. Eirpottur. Þennan pott áttu hjónin í Nýlendu (nr. 42) við Vestmannabraut, frú Jenný Jakobsdóttir og Jón Sveinsson. Þau höfðu eignazt hann á styrjaldarárunum (1939-1945), en setuliðsmenn notuðu pottinn þá hér í Vestmannaeyjum, að sagt er.
* 741. Eldavél (kolaeldavél), sem er smelt utan. Þessa eldavél áttu hjónin á Nýlendu (nr. 42) við Vestmannabraut, frú Jenný Jakobsdóttir og Jón Sveinsson.
* 742. Eldavél (kolavél). smelt eða „emaleruð" utan. Þessa vél áttu hjónin á Eystri-Oddstöðum, frú Halldóra S. Sigurðardóttir og Einar smiður Vilhjálmsson.
* 743. „''Fantur''", kaffidrykkjarkanna (sjá nr. 732).
* 744. Físibelgur. Hann var notaður til þess að blása með í glæður, þegar eldur var falinn að kvöldi og tekinn upp, glæddur, að morgni, eins og algengt var í gömlu hlóðareldhúsunum, meðan eldspýtur voru óþekktar eða lítið þekktar með þjóðinni.
* 745. Fiskasleggja. Hertur fiskur (harðfiskur) var um aldir dagleg fæða fólks hér á landi til sjávar og sveita. Fiskinn þurfti að berja, áður en hans var neytt .Til þess voru notaðar svokallaðar fiskasleggjur, táknræn tæki í málmsnauðu landi, þar sem sleggjuhausinn var steinn með gati.
Hausinn af þessari fiskasleggju fannst í öskuhaug hjónanna Guðríðar húsfreyju Símonardóttur („Tyrkja-Guddu", eins og hún er uppnefnd í sögu þjóðarinnar) og Eyjólfs Sölmundarsonar. Þau bjuggu í Stakkagerði hinu vestara, og stóð þá bær þeirra norðarlega í Stakkagerðistúni (gegnt húseigninni Arnardrangi við Hilmisgötu). Í maímánuði 1968 var Hilmisgatan breikkuð til suðurs. Þá fannst þessi fiskasleggjuhaus í öskuhaug þeirra hjóna. sem þá hafði verið hulinn jarðvegi og grasi frá ómunatíð, e. t. v. um aldir. Svo sem sagan greinir, þá rændu sjóræningjarnir frá Alsír húsfreyjunni í Stakkagerði hinn 17. júlí 1627.
* 746. Fiskasleggja. Sú sögn fylgir sleggjuhaus þessum, að hann hafi átt upprunalega séra Guðmundur Högnason að Kirkjubæ hér í Eyjum, en hann var sóknarprestur hér 1742-1792. Bændafólk á Kirkjubæ notaði fiskasleggju þessa mann fram af manni og geymdist hún síðan þar í gömlu útihúsi um tugi ára. Sleggjan barst Byggðarsafninu með fyrstu munum þess árið 1932.
* 747. Fiskasleggja. Hún er merkt á skafti H. S. Við vitum engin deili á henni.
* 748. Fiskasleggja. Þessa fiskasleggju geymdi bóndi á Kirkjubæ í Eyjum um tugi ára. Sú sögn fylgdi henni, að hana hefði átt séra Bernharður Guðmundsson bónda og kóngssmiðs að Þórlaugargerði Eyjólfssonar. Séra Bernharður var sóknarprestur í Vestmannaeyjum 1792-1821. Prestur þessi var fæddur 1755. Móðir hans var frú Þorgerður Einarsdóttir, húsfr. í Þórlaugargerði, kona Guðmundar kóngssmiðs.
* 749. Fiskasleggja.
* 750. Flautuketill úr látúni. Hann er ekki gamall en er „''genginn úr tízku''" fyrir 20-30 árum Í stútnum er flauta, sem lætur í sér heyra, þegar vatnið síður í katlinum.
* 751. Flautuketill úr blikki. Nokkru eftir aldamót fengust þessir katlar í verzlunum hér og voru almennt notaðir fram yfir 1940.
* 752. „''Færslufata''"'. Á vissu árabili var algengt að færa verkamönnum, sem unnu fjarri heimili sínu og ekki gátu af þeim sökum snætt heima ,t. d. hádegisverð, matinn á vinnustað í „''fötum''" þessum. Frú Unnur Magnúsdóttir, húsfreyja í Reykholti (nr. 11) við Urðaveg. gaf Byggðarsafninu „''fötu''" þessa.
* 753. Grautarausa með íslenzku lagi. Hún er gjöf frá einu Gerðisheimilinu.
* 754. Grautarausa með islenzku lagi. ársett 1933. Hún var aldrei notuð. Hún var smíðuð á Kirkjubæ og áttu hana hjónin Guðjón bóndi Björnsson og frú Ólöf Lárusdóttir.
* 755. Grautarausa úr málmi, smelt. Hún er úr dánarbúi héraðslæknishjónanna frú Önnu Pétursdóttur Gunnlaugsson og Halldórs Gunnlaugssonar.
* 756. Grautarsleif. Munurinn á ausu og sleif fólst í mismunandi lengd á skaftinu. Grautarsleifin var jafnframt notuð til að hræra með í grautarpottinum. Ausa og þvara í einu og sama áhaldinu.
* 757. Grautarsleif. Þessa grautarsleif átti og notaði hin kunna sæmdarkona í tómthúsinu Skel (nr. 12 við Sjómannasund) frú Þorgerður Gísladóttir, fyrri eiginkona Sigurðar hreppstjóra Sigurfinnssonar og móðir Högna vélstjóra Sigurðssonar í Vatnsdal (nr. 30) við Landagötu.
* 758. Grautarskál. Þessar stóru grautarskálar voru oft kallaðar „''spilkomur''", sem er afbökun af danska orðinu spölkumme. Þessa skál átti og notaði hinn þekkti bóndi hér í Eyjum á sínum tíma, Pétur Lárusson á Búastöðum. Grautarskálarnar komu í stað askanna, „''leystu þá af hólmi''". Gefandi: Frú Júlíana Sigurðardóttir, ekkja Péturs heitins.
* 759. Grautarskálar, tvær litlar, rósóttar. Þær eiga þessa sögu: Á Kirkjubóli, einni af Kirkjubæjajörðunum á Heimaey, bjuggu hjónin Guðjón bóndi Björnsson (f. 2. maí 1861) og frú Ólöf Lárusdóttir frá Búastöðum (f. 19. des. 1862). Þau eignuðust fjögur börn. Elzt þeirra var Þórður (f. 28. september 1892; drukknaði 4. marz 1914). Nokkru eftir fæðingu hans var önnur skálin keypt handa honum.  
* 759. Grautarskálar, tvær litlar, rósóttar. Þær eiga þessa sögu: Á Kirkjubóli, einni af Kirkjubæjajörðunum á Heimaey, bjuggu hjónin Guðjón bóndi Björnsson (f. 2. maí 1861) og frú Ólöf Lárusdóttir frá Búastöðum (f. 19. des. 1862). Þau eignuðust fjögur börn. Elzt þeirra var Þórður (f. 28. september 1892; drukknaði 4. marz 1914). Nokkru eftir fæðingu hans var önnur skálin keypt handa honum.  
Hún er þessvegna 83 ára, þegar þetta er ritað.
Hún er þessvegna 83 ára, þegar þetta er ritað.

Leiðsagnarval