„Blik 1976/Hjónin í Klöpp“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 50: Lína 50:
Árið 1895 gerðist váglegur atburður í Vestmannaeyjum, sem lengi var minnzt í byggðarlaginu. Og ver hefði farið, ef Kristján Ingimundarson í Klöpp og hásetar hans hefðu ekki sýnt og sannað hetjulund sína og snarræði, þegar hættan steðjaði að og um líf og dauða var að tefla.<br>
Árið 1895 gerðist váglegur atburður í Vestmannaeyjum, sem lengi var minnzt í byggðarlaginu. Og ver hefði farið, ef Kristján Ingimundarson í Klöpp og hásetar hans hefðu ekki sýnt og sannað hetjulund sína og snarræði, þegar hættan steðjaði að og um líf og dauða var að tefla.<br>
Aðfaranótt 9. janúar var [[sexæringurinn Hannibal|sexæringnum Hannibal]] ýtt úr vör við Nausthamar í Eyjum og róið til fiskjar með handfærin vestur fyrir Eyjar.
Aðfaranótt 9. janúar var [[sexæringurinn Hannibal|sexæringnum Hannibal]] ýtt úr vör við Nausthamar í Eyjum og róið til fiskjar með handfærin vestur fyrir Eyjar.
Á bátnum voru sjö menn. Þegar líða tók á daginn, tók að vinda af austri og ýfa sjó. Þá fannst skipshöfninni á sexæringnum ekki lengur til setu boðið og tók til áranna. Hún barði gegn stormi og kviku austur fyrir Yzta-klett og sveigði síðan inn að hafnarmynninu, Leiðinni. Hún reyndist vissulega ekki girnileg til umferðar, þegar bátinn bar að henni. Innan við eyraroddana sitt hvoru megin við hafnarmynnið var sandrif, sem kallað var [[Hnykillinn]]. Utanvert við hann var einnig klettur, sem leyndist undir sjávarmálinu. Sögnin sagði, að hafís hefði skilið hann þarna eftir einhverntíma á seinni öldum. Þessar hindranir á [[Leiðinn|Leiðinni]] eða í hafnarmynninu bjuggu sjómönnum grand eða gátu gert það í austan stormum með brimi og boðaföllum.<br>
Kristján Ingimundarson og skipshöfn hans var komin heil í höfn og hafði sett bát sinn til hlunns í [[Hrófin]] vestan við [[Nausthamar|Nausthamarinn]]. En það var enginn asi á Kristjáni fremur en fyrri daginn. Rólegur og íhugull. Það var engu líkara en að honum byði í grun. „Við skulum staldra við piltar,“ sagði hann.<br>
Og alda reis og alda hneig. Og í ólögunum braut á Hnyklinum, svo að ölduskúmið þeyttist vestur eftir kyrrlátum sjávarfletinum innan við Hnykilinn.<br>
Og þarna sást bátur nálgast Leiðina. Um stund beið hann lags. Og svo var tekið til áranna og róið eins og aflið frekast leyfði. En það dugði ekki til. Þegar báturinn nálgaðist Hnykilinn, sandgrynningarnar, reið alda yfir. Það skipti engum togum. Bátnum hvolfdi og sjö menn svömluðu þarna í sjónum, allir ósyndir. Kristján og sjómenn hans hrundu fram báti sínum í dauðans ofboði. Þeim tókst að bjarga fimm drukknandi mönnum en tveir létu lífið, [[Lárus Jónsson]], bóndi og hreppstjóri á Búastöðum, og [[Bjarni Jónsson]], vinnumaður á Kirkjubæ.<br<
Björgunarafrek þetta var lengi í minnum haft í Vestmannaeyjum.<br>
Lengst af er formannsstarf Kristjáns í Klöpp tengt útgerð hins opna skips, [[Björg yngri|Björgu yngri]], sem þeir áttu í félagi feðgarnir Kristján í Klöpp og Ingimundur bóndi á Gjábakka. Hún var hin mesta happafleyta.<br>
Eftir að vélbátaútvegurinn hófst í Eyjum, eignaðist Kristján í Klöpp hlut í tveim vélbátum, [[v/b Hekla|v/b Heklu]] árið 1908 og [[v/b Íslending|v/b Íslendingi]] árið 1912. Báðir voru þetta litlir vélbátar eins og þeir voru algengastir. V/b Hekla var 6,47 og v/b Íslendingur 10,9 rúmlestir.  Um árabil hafði Kristján í Klöpp atvinnu sína af því eins og margir eldri sjómenn í Eyjum að gera að aflahlutnum af vélbáti sínum og verka fiskinn að fullu. Vélbát hvern í Eyjum áttu þá venjulega 5—7 menn í sameign.<br>
Árið 1904 var Kristján Ingimundarson ráðinn fiskimatsmaður í Eyjum. Því trúnaðarstarfi gegndi hann af stökustu kostgæfni fram á síðustu æviárin sín.<br>
Um áratugi var þessi sami maður hringjari í Landakirkju og annaðist það starf af árvekni og trúmennsku eins og önnur störf sín.<br>
Frú Sigurbjörg Sigurðardóttir, húsfreyja í Klöpp, andaðist 10. marz 1931. Eftir það annaðist fósturdóttir þeirra hjóna heimilið í Klöpp og var hin styrka stoð fósturföður síns næstu tvo áratugina.<br>
Kristján Ingimundarson lézt 10. apríl 1952 og skorti hann þá tvo mánuði á áttatíu og fimm ára aldurinn. Á sumri hverju stundaði hann fuglaveiði í Klettunum gegnt kaupstaðnum hvert sumar og líka síðasta sumarið, sem hann lifði.
Íbúðarhúsið Klöpp. Það var talið nr. 16 við Njarðarstíg enda þótt það stæði við Strandveginn gegnt hraðfrystistöð [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélags Vestmannaeyja]], sem nú hefur byggt stóra steinbyggingu á „Klapparlóðinni“.<br>
Í fyrstu var íbúðarhús þetta ekki svo stórt, eins og það sýndist á myndinni. Nokkru eftir aldamótin stækkaði eigandinn það að mun og bjuggu þá tvær fjölskyldur í húsinu. T. d. var [[Friðrik Jónsson]], síðar kenndur við íbúðarhús sitt [[Látrar|Látra]] (nr. 44 við Vestmannabraut) leigjandi hjá Klapparhjónunum árið 1908. Þá var hann formaður á v/b Heklu, VE 115, sem þeir áttu saman með fleirum.<br>
Íbúðarhúsið Klöpp var flutt í heilu lagi austur á [[Urðir]] árið 1968 og gert þar að hesthúsi. Þá stunduðu vissir menn í Eyjum hrossarækt! Þar rann svo hraun yfir húsið í marzmánuði 1973.
   
   




 
LEIÐRÉTTING
(Á bls. 205 árið 1974 var skakkt skráð nafn þessa manns í Bliki. Ritið biður velvirðingar á þeirri leiðinlegu skekkju).
Sigurður Örn Einarsson, skrifstofustjóri Seðlabanka Íslands.


   
   


 
{{Blik}}
{{Blik}}
232

breytingar

Leiðsagnarval