„Blik 1976/Hjónin í Klöpp“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
Árið 1892 fengu þau loks inni í einum „hjallinum“ þarna í námunda við Voginn eða höfnina sunnanverða. Hjallurinn stóð sunnan við Strandveginn, götutroðningana fram með ströndinni sunnanverðri, þar sem tómthús þurrabúðarmannanna í verstöðinni stóðu í hnapp eða hvert þeirra í námunda við annað, og svo eilitlu krærnar, fiskhúsin, þar „innanum og samanvið“. Þessi hjallur hafði staðið þarna um það bil 60 ár og oftast verið notaður til íbúðar, þ. e. a. s., íbúðarkytran var undir þakinu, uppi á loftinu, en niðri voru rimlaveggir. Þar var hertur matfiskur og þurrkaður hákarl, og svo geymd handfæri og önnur tæki, sem notuð voru við bjargræðið. Þetta hús var kallað „Helgahjallur“ og bar nafn af manninum sem byggði það árið 1834. Þarna undir súðinni hafði hver fjölskyldan af annarri orðið að hýrast í fátækt sinni og umkomuleysi undanfarna sex áratugi við fæðuöflun í verstöðinni og hin frumstæðustu lífskjör.
Árið 1892 fengu þau loks inni í einum „hjallinum“ þarna í námunda við Voginn eða höfnina sunnanverða. Hjallurinn stóð sunnan við Strandveginn, götutroðningana fram með ströndinni sunnanverðri, þar sem tómthús þurrabúðarmannanna í verstöðinni stóðu í hnapp eða hvert þeirra í námunda við annað, og svo eilitlu krærnar, fiskhúsin, þar „innanum og samanvið“. Þessi hjallur hafði staðið þarna um það bil 60 ár og oftast verið notaður til íbúðar, þ. e. a. s., íbúðarkytran var undir þakinu, uppi á loftinu, en niðri voru rimlaveggir. Þar var hertur matfiskur og þurrkaður hákarl, og svo geymd handfæri og önnur tæki, sem notuð voru við bjargræðið. Þetta hús var kallað „Helgahjallur“ og bar nafn af manninum sem byggði það árið 1834. Þarna undir súðinni hafði hver fjölskyldan af annarri orðið að hýrast í fátækt sinni og umkomuleysi undanfarna sex áratugi við fæðuöflun í verstöðinni og hin frumstæðustu lífskjör.
* * *
* * *
Og nú verð ég að biðja þig, lesari minn góður, að leyfa mér dálítinn útúrdúr í frásögn minni.<br>
Og nú verð ég að biðja þig, lesari minn góður, að leyfa mér dálítinn útúrdúr í frásögn minni.<br>
Piltur úr „Hlíðinni“ [[Helgi Jónsson]] að nafni, og stúlka úr Hvolshreppi. [[Ragnhildur Jónsdóttir]] að nafni, rugluðu saman reytum sínum í ást og innileik og afréðu að flytja til Vestmannaeyja. þar sem hann gæti fleytt þeim fram á sjávarfangi, þar sem þau voru umkomulítil og eignalaus.<br>
Piltur úr „Hlíðinni“ [[Helgi Jónsson]] að nafni, og stúlka úr Hvolshreppi. [[Ragnhildur Jónsdóttir]] að nafni, rugluðu saman reytum sínum í ást og innileik og afréðu að flytja til Vestmannaeyja. þar sem hann gæti fleytt þeim fram á sjávarfangi, þar sem þau voru umkomulítil og eignalaus.<br>
Lína 29: Lína 30:
Mörg hjallanöfn eru kunn úr sögu Vestmannaeyja, svo sem [[Ömpuhjallur]], [[Dalahjallur]], [[Þorkelshjallur]], [[Björnshjallur]], [[Hólmfríðarhjallur]] og [[Sæmundarhjallur]].<br>
Mörg hjallanöfn eru kunn úr sögu Vestmannaeyja, svo sem [[Ömpuhjallur]], [[Dalahjallur]], [[Þorkelshjallur]], [[Björnshjallur]], [[Hólmfríðarhjallur]] og [[Sæmundarhjallur]].<br>
Hjallurinn hlaut venjulega nafn af manni þeim, sem byggði hann og notaði fyrst, og hélt hjallurinn því nafni, meðan hann var við lýði, þó að eigendaskiptin ættu sér títt stað. (Teikning af hjalli er birt í Bliki árið 1969, bls. 357).<br>
Hjallurinn hlaut venjulega nafn af manni þeim, sem byggði hann og notaði fyrst, og hélt hjallurinn því nafni, meðan hann var við lýði, þó að eigendaskiptin ættu sér títt stað. (Teikning af hjalli er birt í Bliki árið 1969, bls. 357).<br>
Árið 1836 höfðu hjónin sem sé lokið við að byggja sér íbúðarhúsið, sem þau kölluðu Helgahús. En af því að það var byggt með sama sniði og aðrir „hjallar“, þá hlaut það brátt nafnið [[Helgahjallur]]. Og þannig er
Árið 1836 höfðu hjónin sem sé lokið við að byggja sér íbúðarhúsið, sem þau kölluðu Helgahús. En af því að það var byggt með sama sniði og aðrir „hjallar“, þá hlaut það brátt nafnið [[Helgahjallur]]. Og þannig er það skráð í opinberum heimildum næstu 60 árin eða þar um bil.<br>
Þegar ungu hjónin, Helgi og Ragnhildur, höfðu búið í Helgahjalli sex ár, fengu þau byggingu fyrir annarri Búastaðajörðinni. Þá seldu þau „hjallinn“ sinn. Það var árið 1840. Síðan gekk hann kaupum og sölum næstu áratugina.<br>
Ú * a
 
Árið 1892 festi Kristján Ingimundarson á Gjábakka kaup á Helgahjalli. Þar vildi hann stofna til sjálfstæðs heimilis með unnustu sinni.<br>
Þegar hjónaefnin höfðu þangað flutt, tóku þau að undirbúa brúðkaup sitt. Vildu ekki búa lengur í „hneykslanlegri sambúð“!  Brúðkaupsvígslan fór svo fram í Landakirkju 14. okt. um haustið, eins og ég gat um. Að henni lokinni var myndin tekin sunnan við kirkjuna.<br>
Brúðurin er klædd hátíðlegum, íslenzkum þjóðbúningi. Þetta eru brúðkaupsklæði frú Ragnhildar Þórarinsdóttur, verzlunarstjórafrúar í Juliushåb. fyrrverandi húsmóður brúðarinnar. Frúin saumaði sjálfri sér þennan klæðnað, þegar hún giftist Gísla verzlunarstjóra Engilbertssyni árið 1868. Nú hafði hún lánað hann fyrrverandi vinnukonu sinni. Og hún var vissulega ekki sú einasta fyrir utan eigandann, sem gift var í búningi þessum. Mörg brúðarefnin í Eyjum fengu hann lánaðan bæði fyrr og síðar. (Búningur þessi er nú i eigu Byggðarsafns Vestmannaeyja. Sjá nr. 952 í Minjaskrá Byggðarsafnsins).<br>
Kristján Ingimundarson varð með árunum sjósóknari mikill og hin mesta aflakló. Honum græddist brátt nokkurt fé sökum aflasældar og fjárhyggju, sem var honum meðfædd. Ungu hjónin í Helgahjalli þóttust því brátt hafa efni á því að rífa Helgahjall og byggja sér gott íbúðarhús á lóðinni.<br>
Þessi hugsjón þeirra varð að veruleika árið 1894. Þá byggðu þau sér lítið og snoturt íbúðarhús og kölluðu það [[Klöpp]]. Undir því var kjallari að hálfu leyti í jörðu, hlaðinn úr grjóti og sementi slett milli steinanna, eins og tíðkaðist þá svo víða með okkar þjóð.
 
•Cr * Cr
 
Þegar hér er komið sögu þessara hjóna, er Kristján 27 ára að aldri. frú Sigurbjörg 33 ára og Sigurjón sonur þeirra 8 ára gamall.<br>
Árið 1899 fæddist þeim hjónum dóttir, sem var brátt vatni ausin og skírð Guðfinna. Hún varð á sínum tíma kunn heimasæta í Klöpp. Þegar hún náði þroskaaldri, giftist hún [[Georg Gíslason|Georg Gíslasyni]], síðar kaupmanni í Eyjum, syni hjónanna í [[Stakkagerði]]. Gísla gullsmiðs og frú Jóhönnu Árnadóttur. Synir þeirra eru kunnir Vestmannaeyingar, Kristján skrifstofumaður í Vestmannaeyjum og Theodór héraðsdómslögmaður í Reykjavík.<br>
Eina stúlku ólu þau upp, hjónin í Klöpp. Hún heitir [[Sigríður Sigurðardóttir]], og er bróðurdóttir frú Sigurbjargar húsfreyju. Hún er fædd 1898 og er enn á lífi.<br>
Á unglingsárum tók Kristján Ingimundarson að stunda sjóinn. Þá byrjaði hann, eins og svo margir jafnaldrar hans þá í Eyjum, að stunda færið sitt að sumrinu á litla sumarbátnum hans pabba síns, julinu, eins og þær smáu fleytur voru oftast nefndar. fjórrónar, og stundum með tveim aukaræðum við skutinn eða fyrir aftan austurrúmið. Og svo hóf hann þátttöku sína í vetrarvertíðinni, og var hann þá fyrst hálfdrættingur á vertíðarskipi föður síns, Ingimundar bónda.<br>
Fyrir tekt var Kristján á Gjábakka farinn að bera við að veiða lunda með háf. Hann var aðeins átta ára, þegar fyrsti lundaháfurinn fluttist til Eyja frá Færeyjum. Áður var þetta áhald óþekkt í Vestmannaeyjum. Og strákarnir hrifust og tóku brátt að smíða sköft, tegla spækjur og riða net í lundaháf. Veðihugurinn gagntók sál og sinni. Ekkert annað komst að.  Og svo var hafizt handa, þegar lundatíminn gekk í garð.<br>
Og síðan stundaði Kristján Ingimundarson lundaveiðar með háfinn sinn hvert sumar fram á níræðisaldurinn. Og það er mér óblandin ánægja að vita háfinn hans svarta og veiðisæla geymdan á Byggðasafni Vestmannaeyja til sýnis gestum og gangandi.<br<
Árið 1895 gerðist váglegur atburður í Vestmannaeyjum, sem lengi var minnzt í byggðarlaginu. Og ver hefði farið, ef Kristján Ingimundarson í Klöpp og hásetar hans hefðu ekki sýnt og sannað hetjulund sína og snarræði, þegar hættan steðjaði að og um líf og dauða var að tefla.<br>
Aðfaranótt 9. janúar var [[sexæringurinn Hannibal|sexæringnum Hannibal]] ýtt úr vör við Nausthamar í Eyjum og róið til fiskjar með handfærin vestur fyrir Eyjar.
 
 
   
   


232

breytingar

Leiðsagnarval