„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 438: Lína 438:
Það er maðurinn, sem öll versta spilling<br>
Það er maðurinn, sem öll versta spilling<br>
hefur gagntekið.<br>
hefur gagntekið.<br>
Það er maðurinn, sem reynir að eitra og spilla hverri einustu mannssál, er hann kemst í kynni við, og kennir mönnum að heimta allt af öðrum, en ekkert af sjálfum sér.
Það er maðurinn, sem ekki þekkir neitt það, sem er fagurt eða göfugt.
Það er maðurinn, sem notar hvert einasta tækifæri til að tala um vonzku og spillingu annarra, en sjálfur er hann verri en nokkur skepna, sem lífsanda dregur.
Hann reynir af öllum lífs- og sálarkröftum að gera unga og gamla líka sér sjálfum.
Skyldleika og tryggðabönd fótum treður hann og vanvirðir á allan hátt. Hann hikar ekki við að gera hvern þann, er af honum nemur, að svikara og ódreng.
Það er maðurinn, sem brýzt inn í helgidóm musterisins.
Hann lætur sálir svíkja sín helgustu loforð, sem gefin voru á helgri stund og stað.
Sæll er sá maður, sem ekki þekkir hann."
(Hamar, 9. tbl. 6. júní 1937).
'''Erfiður fjórhagur — Launakúgun — Valdníðsla'''
Við hjónin áttum mjög erfitt uppdráttar fjárhagslega. Ég hafði vænzt þess, að hið alls ráðandi vald í bæjarfélaginu léti ekki kné fylgja kviði á mér um laun mín fyrir starfið, þótt á milli bæri ýmislegt. En þetta reyndist mjög á annan veg.
Með bréfi dags. 7. des. 1932 tilkynnti sóknarnefndarformaður mér,
að meiri hluti fjárhagsnefndar bæjarins gæti ekki á það fallizt, að ég fengi hækkuð laun mín í samræmi við árslaun gagnfræðaskólastjóra í landinu. Eg skyldi vissulega verða að sætta mig við að bera minna úr býtum. Ég átti að fá að halda grunnkaupi mínu, sem var kr. 3000,00 á ári og svo dýrtíðaruppbót eins og lög stóðu til. Jafnframt tilkynnti skólanefndarformaðurinn mér, að grunnkaup gagnfræðaskólastjórans á Ísafirði væru kr. 4000,00 og á Akureyri kr. 4200,00. Þannig sá þingmaður kjördæmisins um það með fylgifiskum sínum í fjárhagsnefnd, að árslaun mín urðu afráðin rúm 70% af árslaunum hinna gagnfræðaskólastjóranna.
Við þessa launakúgun urðum við hjónin að búa til ársins 1946, en þá urðu fastir starfsmenn gagnfræðaskólanna í landinu ríkisstarfsmenn. Þessi undirokun olli því m. a., að við misstum íbúðarhús okkar Brekku (nr. 4 við Faxastíg), sem við festum kaup á þetta ár (1932). Við gátum ekki staðið í skilum.
Af sömu ástæðum fékk ég enga greiðslu fyrir alla aukakennsluna mína og aðra vinnu við skólann næstu 10 árin. Ég kenndi alltaf um 30 stundir á viku hverri. Þannig var hinu pólitíska valdi beitt gagnvart mér og starfi mínu.
Og ég get nefnt þess dæmi, að góðir kennslukraftar voru hraktir frá skólanum með þessari launakúgun, því að ekki gátu bæjarvöldin afráðið þeim hærri árslaun en skólastjór¬anum. Þeir urðu allra hluta vegna að vera skör lægri. Þeir hurfu burt úr bænum.
,,Heill hverjum sól- og sumarhug ..."
011 friðsælu árin eftirminnilegu vann ég sleitulaust að áhugamálum mínum. Ég efldi Byggðarsafn bœjarins af fremstu getu með hjálp nemenda minna. Og ég skrifaði um þörf þess, að það eignaðist einhvers staðar samastað í bænum, að það yrði flutt af hanabjálkalofti okkar hjóna, þar sem það var geymt í kössum. En ég hætti brátt þeim skrifum, því að þau þóttu kjánaleg. Hugsa sér þá bíræfni að ætlast til þess, að bæjarsjóður leigði húsnæði fyrir eitthvert „bölvað drasl", sem þessum „hugsjónaangurgapa" kæmi til hugar að safna!
Ég skrifaði greinar um hina miklu þörf á því, að kaupstaðurinn hefðist handa og byggði gagnfræðaskólahús í bænum. Fleiri tóku undir það mál mitt, t. d. Helgi Sæmundsson, fyrrv. nemandi minn, nú landskunnur ritstjóri. Hann hafði brennandi áhuga á málefnum skólans.
Ég vann að því með nemendum mínum að safna fé í sjóð, sem við kölluðum Byggingarsjóð Gagnfræðaskólans. Við efndum til happdrættis Og hlutaveltu í þessu skyni. Þeim sjóði var síðan breytt í Styrktarsjóð nemenda. Tveir fyrrv. nemendur skólans hafa hlotið styrk úr þeim sjóði til framhaldsnáms, svo að ég viti. Ef til vill eru þeir fleiri.
Á þessum friðsemdartímum feng¬um við aðstöðu til að reka matsveinanámskeið á vegum gagnfræðaskólans, árin 1937 og 1938 (sjá bls. ..). Þar framleiddum við matsveina á hina stærri Eyjabáta. Með þessu starfi fullnægðum við að dálitlu leyti brýnum þörfum útvegsins á lærðum matsveinum. Við nutum styrks frá Fiskifélagi Íslands til þessarar starfsemi og frá bæjarsjóði kaupstaðarins. Ég kenndi þar t. d. íslenzku ókeypis. 1 barnaskap mínum hélt ég, að sú fórn leiddi til þess, að ég fengi að halda bæjarstyrknum áfram til þess að reka þetta bráðnauðsynlega námskeið næstu árin. En það dæmi misreiknaði ég herfilega. Þegar sýnt var, að ég ætlaði ekki að þiggja baunadiskinn, var styrkurinn tekinn af, og þannig lagðist starf þetta niður af sjálfu sér. Þá skrifaði ég þessi orð og fékk þau birt í flokksblaðinu: „Það er leitt til þess að vita, að valdhafar bæjarfélagsins skuli við samþykkt síðustu fjárhagsáætlunar hafa skorið niður þennan lítilfjörlega styrk til matsveinanámskeiðsins, þrátt fyrir gildi þess og hina brýnu þörf og þrátt fyrir ókeypis kennslu mína við það, sem að öllu leyti var aukastarf. Ég hélt í sannleika sagt og af barnaskap, að sú þátttaka mín í rekstri þess myndi duga til þess að það fengi að tóra eitt árið enn eða þar til við hefðum fullnægt brýnustu þörfum útvegsins hér um nýta matsveina. En það brást. (Víðir 27. maí 1939).
Þannig launaði valdaklíkan í bænum mér fórnfúst starf í þágu at¬vinnulífsins. Og nú blöstu líka við ný viðhorf hjá forustuliði Flokksins, því að G. G. hafði lokið fyrsta áfanga til undirbúnings blaðamennsku sinni fyrir flokkinn og var tekinn að skrifa um „Framsóknar-hvolpana" í Flokksblaðið.
Meðan á námskeiði þessu stóð, skrifaði ritstjóri Víðis, Flokksblaðsins, vinsamlega grein um gagnfræðaskólann og námskeiðið. Það var Magnús Jónsson, skipstjóri. Hann segir m. a.: „... Að kennsla sé í góðu lagi hér (í gagnfræðaskólanum) sanna unglingar, sem leitað hafa héðan að loknu námi til æðri skóla . .. Eins og undanfarin ár veitir gagnfræðaskólinn tilsögn í iðnaði. Stúlkur læra ýmiss konar útsaum og náttfatasaum. Piltar fá tilsögn í smíði og útskurði, og auk þess læra þeir nú í sérstökum tímum undirstöðuatriði raffræðinnar. Ætlunin er, að þeir læri einnig í þeim kennslustundum að skilja gang bifvélar og algengustu raf- og mótorvéla ... Eins og áður er sagt, hefur það sýnt sig, að hann stendur ekki að baki öðrum gagnfræðaskólum í landinu um bóklega fræðslu, en veitir meiri verklega kennslu en sumir hinir skólarnir gera ... Matsveinanámskeið er nú starfrækt hér í sambandi við gagnfræðaskólann fyrir pilta, sem hug hafa á því að gerast matreiðslumenn á fiskiskipum eða öðrum skipum, sem útilegur stunda .. .
Víðir gægðist á dögunum inn á námskeiðið og hafði tal af kennaranum. Vænti hann góðs árangurs af námskeiðinu og dáðist að áhuga nemendanna og framkomu allri. Þökk sé þeim, sem komu þessu í framkvæmd. Það er ekki vansalaust að sækja í önnur byggðarlög menn til matreiðslu á sjónum, þar sem nóg er af atvinnulitlum mönnum heima, sem geta orðið vel hæfir til starfans. Það hefur sannast, að hjá góðum matreiðslumönnum verður fæði skipverja þriðjungi ódýrara heldur en hjá þeim, sem lítið eða ekkert kann að matbúa, en þó betra.
Þeir, sem áhuga hafa á því að gerast matreiðslumenn á bátum hér, ættu að sækja námskeið þetta, því að eðlilega ganga þeir fyrir öðrum til matreiðslu, sem góða tilsögn hafa fengið í starfinu. Sú tilsögn fæst hér nú."
Eins og grein þessi ber með sér, voru nú ekki maðkarnir í mysunni varðandi gagnfræðaskólann og kennslu - og skólastjórastarfið mitt. Allt var það viðurkennt að væri með ágætum. Og við ruddum brautir í verklegu fræðslustarfi eins og ritstjóri Víðis viðurkennir og gleðst yfir.
Ég birti hrafl úr grein þessari, svo að þú megir bera orð ritstjórans og hugsun gagnvart skólastarfi mínu saman við þau ósköp, sem yfir dundu 3-4 árum síðar, þegar útséð var um baunadiskinn. Magnús ritstjóri Jónsson, var hægur og íhugull náungi. ofstækislaus drengskaparmaður og velviljaður öllum góðum málefnum, sem horfðu til framfara og eflingar menningu og atvinnulífi í bænum.
Á þessum fjárkrepputímum, sem þá gengu yfir íslenzku þjóðina og allan heiminn, var mikið atvinnuleysi ríkjandi hjá æskulýðnum, ekki minnst í Vestmannaeyjum. Hann ranglaði um svo að segja allt sumarið atvinnu- og eirðarlaus, ef hann gat ekki fengið að vinna fyrir fæði sínu í sveit.
Við Þorsteinn Einarsson, samkennari minn, síðar íþróttafulltrúi. fengum leyfi bæjarvaldanna til að stofna til vinnuskóla tvö vor (1938 og 1939), eins og við kölluðum starfsemi þessa. Við bjuggum þá með 30 piltum í heimavist að Breiðabliki. leiguhúsnæði gagnfræðaskólans. Við unnum síðan með piltunum ýmisleg nytsemdarstörf vestur í Hrauni. og hann, íþróttakennarinn, æfði piltana og þjálfaði í margs konar íþróttum að loknu verki í Hrauninu næstum dag hvern. Piltarnir báru úr býtum ókeypis fæði og laun kr. 1,00 á dag. Þetta þóttu þá ágæt kjör og sanna meira en þau segja um ástandið, eins og það þá var á þeim fjárkrepputímum.
Eftir þessi tvö vor klippti valdaklíkan einnig fyrir styrkinn til vinnuskólans, og var honum komið fyrir kattarnef. Enn var það baunadiskurinn, sem olli þessari ógæfu.
A þessu tímaskeiði friðarins hófum við útgáfu á Bliki okkar. Við. segi ég, því að nemendur mínir stóðu fast í ístaðinu með mér að útgáfu þessari, þó að ég greiddi hallann af henni frá fyrstu tíð. Vitaskuld stóð útgáfa ritsins ekki undir sjálfri sér fjárhagslega í þessu smáa umhverfi. Ritið hefur komið út síðan nema styrjaldarárin skelfilegu.
Fátækt Eyjafólks á kreppuárunum var mikil og hjá sumum átakanleg. Margir foreldrar höfðu ekki efni á að kaupa námsbækur handa unglingum sínum, svo að þeir gætu sótt gagnfræðaskólann. Þá hlupu nokkrir vinir mínir undir bagga með mér og hjálpuðu mér að stofna bókakaupasjóð. Og svo létu stjórnarvöldin í bænum það afskiptalaust, þó að ég verði nokkrum hundruðum króna árlega af rekstrarfé skólans til þessara bókakaupa. Við leigðum síðan námsbækur þessar nemendum skólans fyrir 10% af verði þeirra. Til skamms tíma hafa verið á hanabjálkalofti gagnfræðaskólabyggingarinnar nokkrir kassar fullir af þessum gömlu námsbókum, sem lagðar hafa verið þar til geymslu að lokinni notkun.
Við kennararnir unnum mikið að félagsmálum nemenda og bindindismálum.
Við héldum árshátíð skólans 1. desember ár hvert það hefur ávallt verið gert síðan 1. des. 19271. Við höfðum þá jafnan mikinn viðbúnað og tjölduðum því, sem til var í hinu þrönga og ófullkomna leiguhúsnæði skólans. Þarna voru flutt minni, svo sem minni íslenzku þjóðarinnar, skólans, Eyjanna, piltanna í skólanum, námsmeyjanna o. s. frv. Við lékum leikþætti, sem nemendur tóku stundum saman sjálfir o. fl. o. fl.
Allt lék í lyndi fyrir okkur og nemendafjöldinn fór vaxandi ár frá ári.
Á árshátíð skólans 1. desember 1937 barst okkur heillaskeyti úr bænum eins og oftar. Eitt skeytið var erindi, sem Loftur Guðmundsson, rithöfundur, þá barnakennari i Eyjum, sendi okkur. Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta erindi Lofts kennara. Það túlkar á ýmsa lund þann anda, sem ríkti í gagnfræðaskólanum yfirleitt öll starfsárin mín þar, og þá hugmynd, sem fjölmargir Eyjabúar gerðu sér um skólann, ríkjandi hug þar og starfsblæ, anda og áhrif.
Erindið í skeytinu var þetta:
Heill hverjum sól- og sumarhug,<br>
sem setur markið hátt, -<br>
sem þroskar vilja, vit og dug,<br>
sem velur sínum vængjum flug<br>
um vorloft draumablátt<br>
í trúnni á guð og traust á eigin mátt.<br>
{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval