„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 381: Lína 381:
== Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar' ==
== Hitler talar. Kaupfélag Eyjabúa „setur upp tærnar' ==


Og nú tóku við nýstárlegir tímar í Eyjum. Hitler hafði flutt hina miklu æsingaræðu sína 8. apríl 1933, þegar nazisminn í Þýzkalandi var að ryðja sér til rúms. Og ræðan var brátt þýdd og birt í blaði Flokksins í Vestmannaeyjum, enda rak þingmaðurinn „þýzkt konsúlat" í bænum. Hákot er stórt orð, sagði karlinn og spýtti mórauðu.
Ungir Eyjamenn í flokknum lutu höfði og létu ánetjast. Það kom mér persónulega ekki á óvart, því að flokksuppeldi þeirra margra hafði verið í þeim anda (sbr. skrif S. S. S.) og jarðvegurinn frjór.
Árið eftir ósköpin, sem yfir mig dundu, var Kaupfélag Eyjabúa gjaldþrota. Ábyrgðarmennirnir urðu að greiða fúlgur fjár fyrir fjárhagsleg axasköpt kaupfélagsstjórans - samvinnuskólapiltsins, sem ekki kunni fótum sínum forráð, og ef til vill sízt á sviði félagsmála og viðskiptalífsins. Og svo kom annað til: Gerð fólksins, hugsunarháttur og þroski. Allur þorri þess reyndist mér heiðarlegt fólk og vel gert, þó það fylgdi Flokknum blint að málum. Mjög mörgum hinna óbreyttu flokksmanna hafði ofboðið svo þessi skrif S. S. S.
kaupfélagsstjóra, að þeir höfðu ekki hug eða lund til að verzla við kaupfélag Flokksins, hættu því, fengu skömm á sinni eigin kaupfélagsverzlun.
Útvegsbankinn seldi Kaupfélagi verkamanna hústóft Kaupfélags Eyjabúa að Bárustíg 6, þar sem Kaupfélag Vestmannaeyja er nú til húsa öðrum þræði.
Í árásum þessum, sem ég hef nú drepið á, var treyst á dómgreindarskort Eyjafólks í heild. En fólkið reyndist íhugult og heilbrigt og lét skynsemina ráða og svo reynsluna í hinu daglega lífi sínu.
Kaupfélag Flokksins var orðið gjaldþrota. Ályktunargáfa kaupfélagsstjórans hafði líka reynzt með afbrigðum á viðskiptasviðinu, eins og þegar hann ályktaði um námsafköst gagnfræðaskólanemendanna á tveim vetrum, væri kennsla og skólastjórn eins og þar ætti að vera eða gæti verið, ef allt væri með felldu.
Og sjötti bæjarfulltrúinn var fallinn!
Ekki vil ég fullyrða, að skammirnar á mig og skólann, hinn ósvífni atvinnurógur, hafi átt drýgstan þátt í því tapi. Fokksforingjunum hafði verið klórað illa og harkalega undir uggum. Það eitt er víst. Og ekki vil ég fullyrða heldur, að saklaus hafi ég verið í þeim gæluleik.
Þá var eftir að ná af flokknum fimmta bæjarstjórnarfulltrúanum, svo að tök yrðu á að hefja byggingarframkvæmdir við gagnfræðaskólahúsið í kaupstaðnum.
Eftir húðstrýkinguna miklu var S. S. S. látinn hætta að skrifa í flokksblaðið. Eftir að Kaupfélag Eyjabúa settu upp tærnar, sást nafn hans ekki í blaðinu nema undir Pfaff-auglýsingum, en það umboð var honum einhver tekjulind.
Svo fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu fjögur árin (1934-19381, enda átti flokksforustan engan tilkippilegan mann til skítkastsins eins og á stóð. Ungur og efnilegur skriffinnur var að búa sig undir þjónustuna. Hann tók við starfi því árið 1938, ef ég man rétt. Hann birtist þér svo bráðum á sjónarsviðinu.


'''Friðmæli Flokksblaðsins'''
Eftir að allt var komið í hundana hjá árásarliðinu og víst var, að flokkurinn hafði tapað sjötta bæjarfulltrúanum við bæjarstjórnarkosningarnar 1934, vildi ritstjóri flokksblaðsins auðsýnilega friðmælast. Þá skrifaði hann í blað sitt: „Piltar og stúlkur, sem ekki eru yfirhlaðin störfum, ættu að nota tækifærið og sækja Gagnfræðaskólann, því að þó að gamla sagan segi, að bókvitið verði ekki í askana látið, þá er sú saga fyrir löngu dauðadæmd. Sá, sem mest lærir og mest veit, verður venjulegast mesti maðurinn. Minnist þess ungu piltar og stúlkur.
Gagnfræðaskólinn er, að því er séð verður, í góðu lagi, og eftir því sem blaðið veit bezt, eru kennarakraftar góðir, og af reynslunni skuluð þér þekkja þá."
Þannig orðaði ritstjórinn friðmæli sín. Nú voru ekki maðkarnir í mysunni lengur! Og við hlógum mörg og skemmtum okkur dásamlega


'''Ég var utanílokka. Baunadiskurinn'''
Ég á í fórum mínum búna til birtingar sögu Kaupfélags alþýðu hér í bæ.
Rúmið í Bliki leyfir ekki, að saga þess sé birt hér í ritinu að þessu sinni. Mér er þó nauðsynlegt að geta þess hér til nánari skýringar, að við vorum fjórir reknir úr stjórn þess af því við fundum að starfsemi framkvæmdastjórans og töldum hana leiða félagsskapinn til tortímingar eins og kom á daginn.
Eftir að við fjórir vorum reknir úr stjórn kaupfélagsins að ráði málsmetandi manna innan flokksforustunnar í Reykjavík og án vitundar foringjans Jóns heitins Baldvinssonar, taldi ég mig ekki eiga heima í Alþýðufl. lengur. Þar var eitthvað meira en lítið sorugt bak við tjöldin að okkar reynslu og dómi. Okkur var öllum þar ofaukið. Þá bar þar mikið á alls kyns ungum skýjaglópum, gáfuðum labbakútum, prinsum, eins og við kölluðum þá okkar á milli. Þeir æsktu frama á vegum flokksins og góðrar atvinnu, án þess að gera sér grein fyrir skyldum sínum eða ábyrgð. Óregla var þar líka með í för.
Forusta alræðisvaldsins hér í bænum hafði fengið nasasjón af þessu stríði okkar við hin ógæfusamlegu öfl í Alþýðuflokknum og vissu, að við fjórir vildum ekki þýðast starf hans og stjórn lengur.
'''Ég samlagast Framsóknarflokknum'''
Ég hafði alltaf unnað bændastétt landsins og þakkað henni í hjarta mínu allt, sem hún frá fyrstu stundum íslenzkrar tilveru hafði verið menningu og frama íslenzku þjóðarinnar. Þessi hugsun festi enn styrkari rætur innra með sér, er ég hlustaði á fyrirlestra norskra fræðimanna um íslenzkar fornbókmenntir og íslenzka menningu í heild á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þá hreifst ég og gladdist. - Faðir minn var bóndi og ég búfræðingur. Og samvinnumaður var ég fæddur. Það fann ég. Til vinstri við Alþýðuflokkinn gat ég ekki átt heima.
I baráttu minni fyrir hugsjónum mínum í bænum, gat ég ekki staðið utan flokka. Ég hélt samt vinsamlegum tengslum við flesta framámenn hinna vinstri flokkanna í bænum. Og þó að eitthvað bjátaði á og ég fengi íhreytur frá sumum þeirra, lét ég það land og leið af skiljanlegum ástæðum. Þegar „múrinn mikli" hafði verið unninn, varð ég að treysta á vinsemd vinstri foringjanna hugsjónum mínum til fulltingis.
'''Dálítið sýnishorn'''
Eftir að S. S. S. hafði skrifað sig „í hel", fékk ég nokkurn veginn starfsfrið næstu 4-5 árin. Flokkurinn átti þá engan skriffinn, sem vildi láta nota sig í skitverkin mér og starfi mínu til hnekkis. - Mikið var nú skrifað samt og skammast í blöðum bæjarins. Og ýmsar persónulegar svívirðingar las maður á prenti. Hérna sendi ég þér eilítið sýnishorn af skrifum eins af embættismönnum Flokksins í forustuhlutverki. Sýnishorn þetta á að geta hjálpað þér eilítið í sálfræðilegum rannsóknum þínum á umhverfinu, sem við lifðum í, þar sem lífið sjálft hafði falið mér að starfrækja uppeldisstofnun, svo að mark væri að. Þessar svívirðingar fékk einn af verkalýðsforingjunum árið 1937, þegar ég bjó við þennan líka indælis starfsfrið, svo að ég kunni mér naumast læti.
„Opið bréf til (ég læt nafnið falla<br>
niður).
Þekkirðu manninn?<br>
Það er maðurinn, sem hefur skrif-<br>
að flest níðskrif.<br>
Það er maðurinn, sem ort hefur<br>
flestar níðvísur.<br>
Það er maðurinn, sem leggur í ein<br>
-elti alla sér betri menn.<br>
Það er maðurinn, sem spillir og<br>
afvegaleiðir alla æsku.<br>
Það er maðurinn, sem prédikar<br>
lygar og kallar þær sannleika.<br>
Það er maðurinn, sem æsir menn<br>
til óvináttu.<br>
Það er maðurinn, sem elskar deil-<br>
ur og sundrung og gerir þær að sín- <br>
um atvinnuvegi.<br>
Það er maðurinn, sem svívirðir<br>
öll trúarbrögð og treður á helgustu<br>
tilfinningum mannanna.<br>
Það er maðurinn, sem öll versta spilling<br>
hefur gagntekið.<br>
{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval