„Blik 1936, 1. tbl. /Sumardagur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: SUMARDAGUR Sumarmorguninn, bjartan og fagran, gekk ég upp á svo kallaðan Hrafnaklett, sem er lítið eitt ofar á Borgarnesi en kauptúnið sjálft. Veðrið var yndislega gott, blak...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


Sumarmorguninn, bjartan og fagran, gekk ég upp á svo kallaðan Hrafnaklett, sem er lítið eitt ofar á Borgarnesi en kauptúnið sjálft. Veðrið var yndislega gott, blakti ekki hár á höfði, og Hafnarfjall, sunnanvert við fjörðinn, speglaði sig í dúnalygnum firðinum. Inn af Hafnarfjalli er Skarðsheiði hin syðri. En niðri á undirlendinu litið eitt, innar er sveit, sem heitir Andakíll. Fyrir augum mér blasir hinn frægi staður, Hvanneyri, þar sem Skalla-Grímur gaf land Grími hinum háleyska. Þar er nú bændaskóli, og best byggði bær á Vesturlandi.
Sumarmorguninn, bjartan og fagran, gekk ég upp á svo kallaðan Hrafnaklett, sem er lítið eitt ofar á Borgarnesi en kauptúnið sjálft. Veðrið var yndislega gott, blakti ekki hár á höfði, og Hafnarfjall, sunnanvert við fjörðinn, speglaði sig í dúnalygnum firðinum. Inn af Hafnarfjalli er Skarðsheiði hin syðri. En niðri á undirlendinu litið eitt, innar er sveit, sem heitir Andakíll. Fyrir augum mér blasir hinn frægi staður, Hvanneyri, þar sem Skalla-Grímur gaf land Grími hinum háleyska. Þar er nú bændaskóli, og best byggði bær á Vesturlandi.
Á firðinum er bátur að koma með lax ofan úr Hvítá.
Inn af Andakílnum ganga margir dalir. Þeir eru þessir: Skorradalur, Flókadalur, Lundareykjadalur og Reykholtsdalur, en inn af honum gengur Hálsasveitin. Lengra inn á hálendinu sé ég Ok, Eiríksjökul og Langjökul. Eiríksjökull er mjög einkennilega lagaður, og svo fallegur, að útlendingar, sem sjá hann, standa hugfangnir. Hann er einstæður jökull fyrir vestan langjökul. Margir hafa líkt honum við skál á hvolfi. Á norðri blasir Baula við himinn, strýtulagaður tindur, 934. m hár og ekki hægt með góðu móti að komast upp á hann nema á einum stað. Ég sá mörg fjöll, sem ekki er rúm til að lýsa hér. Þó vil ég nefna konung Snæfellsnesfjallgarðsins, Snæfellsjökul, sem ég sá vegna þess, að skyggni var með afbrigðum gott. Hann er gamalt eldfjall yzt á Snæfellsnesi. Efst á honum eru tvær jökulþúfur, og engar ár falla frá honum.
Skammt í burtu sé ég bæinn Borg, þar sem hinn frægi landnámsmaður Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam land og byggði bæ. Fyrir ofan bæinn er borgin, sem bærinn dregur nafn af. Á Borg er gamalt prestssetur.
Hugurinn hvarflar að Hvíta. Hún er mjög vatnsmikil, og falla í hana margar ár. Mest þeirra er Norðurá, sem rennur í hana að vestan, og kemur norðan af Holtavörðuheiði. Eftir að Norðurá er fallin í Hvítá, er hún skipgeng, en svo miklar grynningar og sandbleytur eru í firðinum, að sæta verður sjávarföllum til að komast upp í ósinn.  Um fjöru eru eyrar
533

breytingar

Leiðsagnarval