Bjarni Björnsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. apríl 2013 kl. 21:52 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. apríl 2013 kl. 21:52 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarni Björnsson''' bóndi á Miðhúsum fæddist 1752 í Ásgarði í Landbroti í V-Skaft. og lést 23. nóvember 1827.<br> Faðir hans var Björn Steinsson bóndi í Ásgar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Björnsson bóndi á Miðhúsum fæddist 1752 í Ásgarði í Landbroti í V-Skaft. og lést 23. nóvember 1827.
Faðir hans var Björn Steinsson bóndi í Ásgarði, f. 1695. Móðir er ókunn, f. um 1721.
Kona Bjarna var Halldóra húsfreyja, f. 1774 í Þykkvabæ í Landbroti, d. 1. maí 1822, Pétursdóttir bónda í Þykkvabæ, en síðar á Gjábakka, f. 1738, d. 27. september 1792, Vilhjálmssonar.
Pétur flúði undan „Eldinum“, (Skaftáreldum), til Eyja og gerðist bóndi á Gjábakka.
Móðir Halldóru og kona Péturs var Sigríður húsfreyja, f. 1740, d. 28. september 1786 á Gjábakka, Eiríksdóttir.

Börn þeirra Halldóru voru:
1. Þuríður Bjarnadóttir, f. 1805 á Miðhúsum.
2. Elín Bjarnadóttir, f. 1806 á Miðhúsum.
3. Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 1810, d. 24. janúar 1855. Hún var í Garðinum 1835, vinnukona í Dölum 1845, skilin vinnukona í Kornhól 1850.
4. Sigríður Bjarnadóttir vinnukona á Oddsstöðum 1835, húsfreyja í Kornhól 1855, f. 25. júní 1814 í Eyjum, d. fyrir manntal 1860.

Bjarni lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Við dvöl Gilpins sjóræningja og manna hans í Eyjum á hann að hafa hvatt til þess, að þeir yrðu drepnir. Hann mun hafa átt forláta byssu, sem hann ætlaði að nota á liðið.


Heimildir