Björn Þórðarson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Björn Þórðarson


Björn Þórðarson var settur sýslumaður Vestmannaeyja frá 1909 til 1910. Björn fæddist að Móum á Kjalarnesi 6. febrúar 1879. Hann var sonur Þórðar Runólfssonar, hreppstjóra að Saurbæ á Kjalarnesi og Ástríðar Jochumsdóttur frá Skógum í Þorskafirði.

Björn var föðurbróðir Ástþórs Matthíassonar, sem lengi var forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, og Þórðar Runólfssonar fyrrverandi öryggismálastjóra.

Hann útskrifaðist sem stúdent í Reykjavík 1902 og hlaut cand. juris gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla 1908. Hann starfaði sem ritari hæstaréttar 1920 til 1928, varð síðar forsætisráðherra 1942 til 1944 og fór einnig tímabundið með félags-, heilbrigðis- og kirkjumál og ennfremur dóms- og menntamál. Kona hans var Ingibjörg Ólafsdóttir og áttu þau tvö börn, Þórð ríkissaksóknara og Dóru.

Björn lést árið 1963.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.