Björn Þórðarson (sýslumaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Björn Þórðarson


Björn Þórðarson var settur sýslumaður Vestmannaeyja frá 1909 til 1910. Björn fæddist að Móum á Kjalarnesi 6. febrúar 1879. Hann var sonur Þórðar Runólfssonar, hreppstjóra að Saurbæ á Kjalarnesi og Ástríðar Jochumsdóttur frá Skógum í Þorskafirði.

Björn var föðurbróðir Ástþórs Matthíassonar, sem lengi var forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, og Þórðar Runólfssonar fyrrverandi öryggismálastjóra.

Hann útskrifaðist sem stúdent í Reykjavík 1902 og hlaut cand. juris gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla 1908. Hann starfaði sem ritari hæstaréttar 1920 til 1928, varð síðar forsætisráðherra 1942 til 1944 og fór einnig tímabundið með félags-, heilbrigðis- og kirkjumál og ennfremur dóms- og menntamál. Kona hans var Ingibjörg Ólafsdóttir og áttu þau tvö börn, Þórð ríkissaksóknara og Dóru.

Björn lést árið 1963.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.