Óskar Lárusson (útgerðarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. ágúst 2015 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Óskar Ástvaldur Lárusson útgerðarmaður og umboðsmaður, fæddist 13. des. 1911 og lézt 29. maí 2002.
Foreldrar hans voru Lárus útvegsbóndi og sjómaður í Sjávarborg í Neskaupstað, f. 9. sept. 1886 á Karlsstöðum í Vöðlavík, S. Múl., d. 15. sept. 1974, Ásmundar bónda í Vöðlavík, Jónssonar og konu Ásmundar, Þórunnar Halldórsdóttur. Móðir Óskars Ástvaldar og kona Lárusar (27. nóv. 1910) var Dagbjört húsmóðir, f. 16. apríl 1885 á Krossi í Mjóafirði eystri, d. 6. sept. 1977, Sigurðar bónda á Krossi Þorsteinssonar, Hinrikssonar og konu Sigurðar, Solveigar húsfreyju á Krossi, Gísladóttur, Eyjólfssonar.
Óskar Ástvaldur og Sigríður bjuggu í Eyjum í 3 ár, í Neskaupstað í nær 40 ár, síðan í Mosfellssveit, en að síðustu í Reykjavík.

Kona hans var Sigríður Árnadóttir, f. 1910.
Börn þeirra:

  1. Árndís Lára, f. 1933, búsett í Reykjavík,
  2. Óskar Sigurður, f. 8. júní 1941 í Neskaupstað, búsettur í Noregi,
  3. Ólafur, f. 21. marz 1946 í Neskaupstað, búsettur í Mosfellsbæ.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.