Árndís Lára Óskarsdóttir

Árndís Lára Óskarsdóttir (Dídí) húsfreyja, skrifstofustjóri í Reykjavík, fæddist 4. ágúst 1933 í Eyjum.

Dídí drífur einn í dansinn í Gagnfræðaskólanum.

Foreldrar hennar voru Óskar Ástvaldur Lárusson, f. 1911 og k.h. Sigríður Árnadóttir, f. 1910.
Árndís Lára (Dídí) var alin upp í Neskaupstað. Hún var í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1950-1951. Þar var hún drifkraftur í félagslífinu og söng m.a. í kvintett nemenda.
Eiginmaður (25. desember 1952): Friðrik Jón Sigurðsson verkstjóri í Neskaupstað, síðan starfsmaður Álfélagsins í Straumsvík, f. 25. sept. 1931 í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Sigurður Evert Jensson bakarameistari í Neskaupstað, d. 3. nóv. 1960 og k.h. Nikolína Dagbjört Jónsdóttir, d. 15. ágúst 1972.
Börn þeirra eru:

  1. Sigurbjörg Ósk, f. 28. des. 1952,
  2. Lína Dagbjört, f. 10. des. 1954,
  3. Árni Óli, f. 15. ágúst 1956.

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Copyright © Vestmannaeyjabær 2005


... þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig ...