Ómar Kristmannsson (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 14:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 14:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ómar Kristmannsson. '''Ómar Kristmannsson''' frá Skjaldbreið, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, skrifstofumaður fæddist þar 5. október 1949.<br> Foreldrar hans voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir (Skjaldbreið)|Sigríður R...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ómar Kristmannsson.

Ómar Kristmannsson frá Skjaldbreið, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, skrifstofumaður fæddist þar 5. október 1949.
Foreldrar hans voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Rósa Sigurðardóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja, verkakona, hannyrðakona, f. 29. júlí 1915, d. 3. júlí 2000.

Börn Sigríðar Rósu og Kristmanns:
1. Hólmfríður Kristmannsdóttir húsfreyja, bóndi í Vopnafirði, f. 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
2. Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941 á Skjaldbreið, d. 30. nóvember 2022.
3. Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
4. Ómar Kristmannsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu, f. 5. október 1949 á Skjaldbreið.
5. Magnús Kristmannsson húsasmíðameistari, kennari við fjölbraut, f. 6. september 1953 á Vallargötu 12.
6. Ólafur Kristmannsson húsasmíðameistari, f. 7. ágúst 1955 á Vallargötu 12.
7. Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, f. 17. október 1958.
8. Birgir Kristmannsson málarameistari, f. 17. október 1958.

Ómar var með foreldrum sínumm, á Skjaldbreið og Vallargötu 12.
Hann lauk fiskimannapróf 2. stigs í Stýrimannaskólanum í Eyjum 11. maí 1974.
Ómar var sjómaður frá 19 ára aldri á vélbátum frá Eyjum, var síðar stýrimaður á Álsey VE 502, síðar útgerðarmaður og skipstjóri með Skúla fógeta í 10 ár..
Þau Sonja fluttu í Kópavog og Ómar varð starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu í 15 ár og eftir sameiningu við Vegagerðina hjá henni í 5 ár.
Þau Sonja giftu sig 1977, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Boðaslóð 23, byggðu Smáragötu 20 og bjuggu þar, búa nú í Mosfellsbæ.

I. Kona Ómars, (2. júlí 1977), er Sonja Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1954. Foreldrar hennar Gabríel Kristmann Hilmar Jensson kona hans Agnes Auðunsdóttir húsfreyja hreingerningakona, f. 17. apríl 1924, d. 16. febrúar 1991, f. 21. janúar 1926, d. 28. mars 2007.
Börn þeirra:
1. Kristmann Ómarsson, rafeindavirki, starfsmaður Íslandsbanka, f. 27. nóvember 1976. Kona hans Vigdís Jensdóttir.
2. Hilmar Ómarsson, orkuverkfræðingur, f. 13. júlí 1978. Hann vinnur hjá COWI í Danmörku. Fyrrum sambúðarkona hans Ann Edvardsen. Fyrrum sambúðarkona Elísabet Viðarsdóttir.
3. Sævar Ómarsson, sjúkraþjálfari, f. 9. júní 1983. Fyrrum sambúðarkona hans Anna Sigríður Sigurjónsdóttir.
4. Bjarki Ómarsson verkfræðingur hjá Faxaflóahöfnum, f. 5. ágúst 1988. Kona hans Þórdís Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Ómar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.