Ólafur Auðunsson (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ólafur Auðunsson var fæddur 29. maí 1879 og lést 31. maí 1942. Hann bjó í Þinghóli og var útgerðarmaður og verslunarmaður. Hann hafði verslun að Hnausum.

Ólafur var um tíma formaður Ísfélagsins. Hann tók við formennsku árið 1929 og gegndi henni í áratug. Í tíð hans var húsnæðið stækkað og hafist handa við byggingu hraðfrystihúss.

Ólafur bauð sig fram í fyrstu bæjarstjórnarkosningum Vestmannaeyjabæjar árið 1919 en var ekki kosinn. Hann komst þó í bæjarstjórn árið 1925 og sat þar í 17 ár. Hann hefur setið einna flesta fundi, alls 214.