Árni Árnason (Djúpadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður fæddist 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð og lést. 5. febrúar 1930.
Foreldrar hans voru Árni Þorláksson af Vatnsleysuströnd, sjómaður, síðar verkamaður í Eyjum, f. 18. júlí 1853, d. 1. mars 1929, og Gróa Pétursdóttir frá Hólshúsum í Flóa, húsfreyja, verkakona í Djúpadal, f. 18. febrúar 1868, d. 27. desember 1938.

Börn Gróu og Árna Þorlákssonar voru:
1. Helga Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1902 á Brimbergi á Seyðisfirðri, d. 4. ágúst 1986.
2. Árni Árnason frá Djúpadal, sjómaður, f. 13. febrúar 1911 á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð, d. 5. febrúar 1930.

Börn Gróu og Jóns Ingimundarsonar og hálfsystkini Árna í Djúpadal voru:
3. Kristmundur Jónsson sjómaður í Garðsauka, f. 8. ágúst 1895.
4. Jóna Jónsdóttir, f. 6. júní 1897, var á lífi 1901.
5. Jón Jónsson, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mrs 1975. Hann var í Djúpadal 1930, síðast á Elliheimilinu.

Börn Árna Þorlákssonar með fyrri konu sinni Helgu Kjartansdóttur og hálfsystkini Árna í Djúpadal voru:
6. Guðmundur Árnason prestur og barnaskólakennari í Kanada, f. 4. apríl 1880, d. 24. febrúar 1943.
7. Eggert Júlíus Árnason, f. 6. júlí 1885.Hann fór til Vesturheims 1903 frá Brimnesi í Seyðisfirði.
8. María Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 24. maí 1888, d. 11. janúar 1981.
9. Þorlákur Árnason verkamaður í Reykjavík, f. 20. maí 1890, d. 2. nóvember 1963.
10. Kristín Margrét Árnadóttir húfreyja í Lambhaga í Kjós og í Reykjavík, f. 23. júní 1893, d. 31. júlí 1972.
11. Kristinn Árnason bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 13. mars 1895, d. 24. júlí 1965.
12. Sigurður Árnason, f. 31. janúar 1897, d. 23. janúar 1902. Hann var í fóstri í Narfakoti í Kálfatjarnarsókn 1901.

Árni var með foreldrum sínum á Seyðisfirði, fluttist með þeim til Eyja 1917, var á Litlu-Grund 1917 og 1918, í Stafholti 1919 og 1920 og í Djúpadal 1921 til dd. Hann lést 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.