Tjaldur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. febrúar 2006 kl. 10:49 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. febrúar 2006 kl. 10:49 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Leiðrétt)
Fara í flakk Fara í leit

Tjaldur Haematopus ostralegus

Tjaldur

Tjaldurinn er af strandfuglaætt. Tjaldurinn er svartur að ofan og um hausinn, en niður með bringu er hann svo hvítur. Tjaldurinn er með stóran og tignarlegan gogg, rauðgulan að lit og bleikrauða sterkbyggða fætur. Fuglinn er 40-46 cm á lengd og um 570 g að þyngd. Tjaldurinn er bæði í mólendi og niður með sjó, hann er auðþekktur bæði af lit og hjóði. Tjaldinum tók að fjölga hér eftir 1920 og er nú algengur varpfugl á Íslandi. Hann er að mestu leyti farfugl þó að einhver hluti stofnsins verði eftir. Sá fugl sem fer frá Íslandi flýgur aðallega til Bretlandseyja.

Við sjóinn lifir tjaldurinn mest á kræklingi, hjartaskeljum og öðrum smákvikindum, en inn til landisins eru það ánamaðkar og skordýr sem eru aðalfæðan. Tjaldurinn heldur til við ströndina og í malarbörðum upp til landsins. Varptíminn hefst seint í apríl eða í maíbyrjun. Kvenfuglinn hefur þó oft mörg hreiður um að velja. Hreiðurgerðin er lítil sem engin, oftast laut í möl aða skeljabrotum. Eggin eru oftast 3, en geta verið á bilinu 1-4. Þau eru ljósbrún eða grá með svörtum rákum. Útungunartíminn er 21-27 dagar. Ungarnir verða svo fleygir 28-35 dögum eftir útungun og verða kynþroska 3-5 ára.