Sætún

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. nóvember 2012 kl. 15:59 eftir Þórunn (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. nóvember 2012 kl. 15:59 eftir Þórunn (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Sætún stóð við Bakkastíg 10 það var byggt árið 1916. Húsið fór undir hraun árið 1973 í eldgosinu á Heimaey.

Jón Hjálmarsson byggir húsið. Árið 1953 búa Ólafur Ingibergsson og Hulda Marinósdóttir ásamt börnum sínum Inga Ólafssyni og Birnu Ólafsdóttur, Sigurður Höskuldsson og Elísabet Sigurðardóttir, Kjartan Ólafs Tómasson, Málfríður Sigurðardóttir, Guðmundur Pálsson og Margrét Jónsdóttir, Guðný Fríða Einarsdóttir, Kristján Georgsson og Helga Björnsdóttir og börn þeirra Georg Þór Kristjánsson, Björn Kristjánsson og Guðfinna S Kristjánsdóttir.

Alþingismaðurinn Þórarinn Sigurjónsson, sem var á þingi á áttunda og níunta áratugnum, fæddist í Sætúni.

Hjónin Guðmundur Pálsson og Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Gunnar Erlingsson og hjónin Kristinn Þ. Sigurðsson og Ásta Úlfarsdóttir og dóttir þeirra Ragnheiður bjuggu í húsinu þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973.



Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.

  • Verkefni Húsin undir hrauninu 2012.