Súla

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 08:21 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júlí 2005 kl. 08:21 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar
Súla með unga sinn, Eyjar í baksýn

Súla, sula bassana er algeng í Vestmannaeyjum. Næst stærsta súlnabyggð á Íslandi er í Súlnaskeri


Súlnaveiði

Súlan er tilkomumesti og tignarlegasti fuglinn í björgum Vestmannaeyja og er oft kölluð ,,drottning Atlantshafsins". Hún verpir á beru berginu og setur hreiðrið upp í háan hrauk, sem hún safnar í stundum alls konar dóti. Súlan hugsar vel um ungann sinn og ælir upp í hann síld og ýmsu öðru góðgæti sem hún veiðir í kringum eyjarnar. Stærsta samfellda súlnabyggðin er uppi á Súlnaskeri, Útsuðursbreiðan. Súla veiðist í fjórum eyjum, Súlnaskeri, Brandinum, Geldungi, og Hellisey. Veiðin er mest í Súlnaskeri. Súlan er nýtt til matar á ýmsan hátt en í dag er hún mest söltuð og reykt.

Aðfarir við veiðarnar

Súlnaveiðar teljast ekki fagrar aðferðir. Veiðimenn læðast að súlnabreiðunni frá öllum áttum og gæta þess sérstaklega að súlan komist ekki að brún. Um leið og forystumaður gefur merki þá hlaupa allir að súlnabreiðunni og veiðimenn fara í vígaham og slá ótt og títt til súlnaunganna en fullorðna súlan flýgur ógjarnan upp. Nú upphefst mikið garr. Veiðmenn vaða í skít og leðju upp á i mjóalegg. Eftir um hálftíma verður breiðan aðsótt með sex göngumönnum. Og veiðimennirnir róast svo niður, móðir og dasaðir. Þá er komið að því að verka afurðirnar.

Verkun og nýting súlunnar

Allur nytjafugl, lundi, fýll og súla er borðaður nýr, saltaður og reyktur. Fuglinn var alltaf nýttur til hins ýtrasta Súlan var borðuð ný í súpu eða steikt í seinni tíð, söltuð eða reykt og þykir hún enn ljúffengust þannig. Hausinn, vængir og lappir voru sviðin og þótti það herramannsmatur. Fremri hluti súluvængsins var, eins og vængir af lunda, notaður í sópa. Hálsinn var svo notaður í súlublóðmör. Einnig var súlulifrin hökkuð og var það kallað að gera súlublóðmör en var í raun lifrarpylsa.