Guðjón Hjörleifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. júlí 2005 kl. 14:37 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. júlí 2005 kl. 14:37 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Hjörleifsson var bæjarstjóri Vestmannaeyja frá árinu 1990 til ársins 2002. Foreldrar hans eru Hjörleifur Guðnason múrarameistari og Inga Jóhanna Halldórsdóttir.

Guðjón hóf nám á verslunarbraut árið 1973 og var starfsmaður Verslunar Gunnars Ólafssonar & Co. hf. frá 1973 til 1975. Hann var starfsmaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 1975, fyrst sem gjaldkeri en síðan ráðinn sem skrifstofustjóri þar og var hann þar til ársins 1990 er hann var ráðinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Guðjón var í stjórn Eyverja í 11 ár og var í eitt ár formaður þess. Hann var í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Guðjón var einn stofnandi ungtemplarafélagsins Flakkarans. Hann var formaður Nemendafélagsins í Gagnfræðiskóla Vestmannaeyja. Guðjón var í stjórn Íþróttafélagsins Þórs. Hann er núna í stjórn Bridgefélags Vestmannaeyja.

Guðjón er tvíkvæntur. Fyrri konan hans heitir Rósa Elísabet Guðjónsdóttir. Núverandi kona hans er Erna Tómasdóttir.