Jón Guðmundsson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 09:09 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 09:09 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Guðmundsson, sýslumaður 1798 til 1801. Foreldrar hans voru síra Guðmundur Jónsson að Krossi í Landeyjum og kona hans Guðrún Halldórsdóttir Einarssonar prests að Stað í Steingrímsfirði. Stundaði nám í Skálholtsskóla í þrjá vetur, fór utan og tók stúdentspróf frá Hróarskelduskóla og lauk prófi í lögum frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1798. Fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu sama ár, og sat hana til 1801, er hann fékk veitingu fyrir Vestur-Skaftafellssýslu. Kona hans var Ragnhildur Guðmundsdóttir í Fljótsdal, Nikolássonarm, sýslumanns Magnússonar. Þau bjuggu í stakkagerði. Börn þeirra voru fjögur.