Jón Guðmundsson (sýslumaður)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Guðmundsson


Jón Guðmundsson var sýslumaður Vestmannaeyja frá 1798 til 1801. Foreldrar hans voru séra Guðmundur Jónsson að Krossi í Landeyjum og Guðrún Halldórsdóttir frá Stað í Steingrímsfirði. Jón stundaði nám í Skálholtsskóla í þrjá vetur, fór svo utan og tók stúdentspróf frá Hróarskelduskóla. Jón lauk prófi í lögum frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1798. Hann fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu sama ár og sat hana til ársins 1801. Hann fékk veitingu fyrir Vestur-Skaftafellssýslu árið 1801. Kona hans var Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Fljótsdal. Þau bjuggu í Stakkagerði. Börn þeirra voru fjögur.Heimildir