Þorsteinn Kristinn Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. maí 2024 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. maí 2024 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þorsteinn Kristinn Þorsteinsson''' verkamaður, járnsmíðameistari fæddist 21. ágúst 1936 í Hfirði og lést 22. apríl 1998.<br> Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 18. janúar 1896, fórst 9. ágúst 1936, og Sveinsína ''Helga'' Sveinsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1911, d. 22. febrúar 1998. Faðir Þorsteins fórst með línuveiðaranum Erninum, áður en Þorsteinn fæddist. Hann var með móður sinni, m.a. á Staðarfelli í Dölum,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Kristinn Þorsteinsson verkamaður, járnsmíðameistari fæddist 21. ágúst 1936 í Hfirði og lést 22. apríl 1998.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 18. janúar 1896, fórst 9. ágúst 1936, og Sveinsína Helga Sveinsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1911, d. 22. febrúar 1998.

Faðir Þorsteins fórst með línuveiðaranum Erninum, áður en Þorsteinn fæddist. Hann var með móður sinni, m.a. á Staðarfelli í Dölum, en síðar í Görðum á Álftanesi með henni og Guðmundi Björnssyni stjúpföður sínum.
Þorsteinn var verkamaður í Eyjum við fæðingu Jens Kristins, en lærði síðar járnsmíðar og öðlaðist meistararéttindi.
Hann starfaði víða við iðn sína, m.a. um 5 ára skeið í Svíþjóð og Noregi. Síðustu árin starfaði hann í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Þau Guðrún voru í sambúð eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Boðaslóð 26, en skildu.
Þau Oddný giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Svanhildur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti áður tvær dætur.

I. Sambúðarkona Þorsteins Kristins var Guðmunda Guðrún Jensdóttir frá Einidrangi við Brekastíg 29, húsfreyja, f. 13. september 1936, d. 1. apríl 2022.
Barn þeirra:
1. Jens Kristinn Þorsteinsson, sjómaður í Garðabæ, f. 7. september 1955 í Eyjum. Kona hans Hrafnhildur Hafnfjörð Þórisdóttir.

II. Kona Þorsteins Kristins, skildu, var Oddný Jónasdóttir, húsfreyja, f. 7. nóvember 1940, d. 8. ágúst 1997. Foreldrar hennar Jónas Þorbergur Guðmundsson, f. 4. júlí 1908, d. 1. október 1979, og Ólafía Ingibjörg Þorgilsdóttir frá Þórshamri í Sandgerði, húsfreyja, f. 23. september 1913, d. 2. október 1993.
Barn þeirra:
2. Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, býr í Svíþjóð, f. 22. nóvember 1965. Maður hennar Elias Vairaktaridis frá Grikklandi.

III. Kona Þorsteins Kristins var Svanhildur Petra Þorbjarnardóttir, húsfreyja, f. 19. febrúar 1938, d. 30. september 2017. Foreldrar hennar voru Þorbjörn Eiríksson, f. 22. ágúst 1889, d. 18. ágúst 1948, og Unnur Pétursdóttir, f. 31. október 1908, d. 6. júlí 1994.
Börn Svanhildar:
1. Birna Arinbjarnardóttir, f. 2. maí 1958, d. 16. nóvember 2021.
2. Edda Arinbjarnardóttir, f. 1. október 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Þosteins.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.