Harpa Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. maí 2024 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. maí 2024 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Harpa Sigurjónsdóttir''', húsfreyja, verkakona fæddist 2. janúar 1951 á Skjaldbreið við Urðaveg 36.<br> Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson frá Engey, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923, d. 8. október 1991, og kona hans Bjarnveig Ólafsdóttir, frá Siglufirði, húsfreyja, f. 30. janúar 1924, d. 23. mars 1964. Börn Bjarnveigar og Sigurjóns:<br> 1. Harpa Sigurjónsdótt...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Harpa Sigurjónsdóttir, húsfreyja, verkakona fæddist 2. janúar 1951 á Skjaldbreið við Urðaveg 36.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson frá Engey, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923, d. 8. október 1991, og kona hans Bjarnveig Ólafsdóttir, frá Siglufirði, húsfreyja, f. 30. janúar 1924, d. 23. mars 1964.

Börn Bjarnveigar og Sigurjóns:
1. Sigríður Harpa Sigurjónsdóttir, verkakona, húsfreyja á Selfossi, f. 2. janúar 1951 á Skjaldbreið. Fyrrum maður hennar Lýður Ægisson. Maður hennar Héðinn Konráðsson.
2. Ragnar Sigurjónsson, ljósmyndari, blaðamaður í Mosfellsbæ, verslunarmaður á Selfossi, f. 14. júní 1952 á Skjaldbreið. Fyrrum kona Margrét Klara Jóhannsdóttir. Kona hans Sigríður Oddný Stefánsdóttir.
3. Hrönn Sigurjónsdóttir, húsfreyja, starfsmaður á leikskóla í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1954. Fyrrum maður hennar Guðbrandur Jónatansson. Fyrrum sambýlismaður Gestur Páll Gunnbjörnsson. Maður hennar Sigurður Már Sigurðsson.
4. Sigurjón Sigurjónsson, verkstjóri, f. 29. desember 1958. Fyrrum kona hans Erna Ólöf Óladóttir.
5. Bylgja Sigurjónsdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. september 1962. Fyrrum sambýlismaður Dagur Bjarnason.

Þau Lýður giftu sig, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barn. Þau skildu. Harpa bjó á Fífilgötu 3 1986.
Þau Héðinn giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann átti eitt barn áður. Þau búa á Selfossi.

I. Maður Hörpu, (1969, skildu), var Lýður Ægisson, f. 3. júlí 1948, d. 20. mars 2019.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Lýðsson, umsjónarmaður, f. 13. mars 1969. Kona hans Hrönn Harðardóttir.
2. Finnbogi Lýðsson, iðnaðarmaður, verktaki, f. 20. apríl 1974.
3. Sigurjón Lýðsson, tölvunarfræðingur, f. 17. september 1976. Kona hans Þórey Ágústsdóttir.
4. Ófeigur Lýðsson, ljósmyndari, f. 22. mars 1983. Kona hans Kristjana Hlín Valgarðsdóttir.
Fósturdóttir þeirra:
5. Selma Hrönn Maríusdóttir, framkvæmdastjóri, f. 18. ágúst 1969, dóttir Gylfa Ægissonar. Maður hennar Smári Sæbjörnsson.

II. Maður Hörpu, (17. júní 1990), er Héðinn Konráðsson, f. 20. febrúar 1954 í Dalseli u. V.-Eyjafjöllum. Foreldrar hans Konráð Óskar Auðunsson bóndi á Búðarhóli í A.-Landeyjum, f. 26. nóvember 1916, d. 28. apríl 1999, og kona hans Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1931.
Barn hans:
6. Einar Karl Héðinsson, f. 19. desember 1985 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.