Birkir Huginsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 16:14 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2006 kl. 16:14 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Birgir Huginsson fæddist 12. mars 1964 í Vestmannaeyjum. Hann lést 7. apríl 1997. Foreldrar hans eru Albína Elísa Óskarsdóttir og Huginn Sveinbjörnsson, málarameistari. Sambýliskona Birkis um tíma var Þóra Guðný Sigurðardóttir og með henni á hann eina dóttur Elísu.

Birkir vann við húsamálun um tíma, auk þess að vera hljóðfæraleikari og hafði hann tónlist að atvinnu um tíma. Hann spilaði í mörgum hljómsveitum og það var spilamennska hans í skólahljómsveitum sem vakti fyrst virðingu mína fyrir honum. Árið 1985 stofnaði hann ásamt fleirum hljómsveitina 7-und sem spilaði út um allt land hverja helgi í fjögur ár.

Birkir greindist ungur með MS-sjúkdóminn sem dró hann að lokum til dauða.