Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Minning látinna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. janúar 2017 kl. 11:12 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. janúar 2017 kl. 11:12 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Minning látinna
Líknargjafinn þjáðra þjóða
, :::::þú sem kyrrir vind og sjó
. :::::Ættjörð vor í ystu höfum
 :::::undir þinni miskunn bjó
. :::::Vertu með oss, vaktu hjá oss
, :::::veittu styrk og hugarró
. :::::Þegar boðinn heljar hækkar
, :::::herra, lægðu vind og sjó

.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
::::: brimið heyrist yfir fjöll.
::::: Þegar hendir sorg við sjóinn,
::::: syrgir, tregar þjóðin öll.
::::: Vertu ljós og leiðarstjarna,
::::: lægðu storm og boðaföll,
 :::::líknargjafinn þjáðra þjóða,
::::: þegar lokast sundin öll.

Halldór Jónsson
F. 28. ágúst 1919 - D. 17. maí 1982.

Halldór Jónsson var fæddur og alinn upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Faðir hans,Jón Níelsson, lést 1953, en móðir hans, Guðlaug Halldórsdóttir, er enn á lífi, á Sólvangi í Hafnarfírði, á tíræðisaldri. Þau Jón og Guðlaug eignuðust níu börn, tvö dóu í bernsku en sjö komust til fullorðinsára. Tvö þeirra systkina hafa lifað og starfað hér í Vestmannaeyjum, Dóri (eins og tengdafaðir minn var jafnan kallaður) og Kristín, kona Óskars Ólafssonar pípulagningarmanns.
Í Hafnarnesi vandist Dóri við öll algeng störf til sjávar og sveita enda byggðist afkoma manna þar jöfnum höndum á útgerð og búskap. Hann lærði fljótt að bjarga sér enda vinnusemi og samviskusemi honum í blóð borin. Það átti þó ekki fyrir Dóra að liggja að verða útvegsbóndi í Hafnarnesi. Hinn 4. júlí 1944 giftist Dóri eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Erlendsdóttur, og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði fram til ársins 1952. Þar fæddust börn þeirra þrjú, Jóhann, skipstjóri og útgerðarmaður á Andvara, giftur undirritaðri, og Brynja, gift Haraldi Benediktssyni skipstjóra á skuttogaranum Klakki; eitt barn misstu þau í bernsku. Barnabörnin eru orðin átta, og eitt þeirra, Ernu, dóttur Brynju, ólu þau Anna og Dóri upp að öllu leyti.
Dóri kom fyrst til Vestmannaeyja 1935 á vertíð, en fluttist með fjölskyldu sinni hingað 1952. Hér reistu þau sér hús, á Boðslóð 16, og bjuggu þar þangað til þau fluttust að Hásteinsvegi 60 fyrir fjórum árum.
Eftir að til Vestmannaeyja kom stundaði Dóri sjó, fyrst í stað var hann á Ver með Jóni Guðmundssyni, en gerði síðan út Skuldina með þeim Bergþóri og Guðjóni í Hlíðardal, eða þar til hann seldi hlut sinn og fór í land vegna magasárs 1962. Vann hann eftir það lengst af í Fiskimjölsverksmiðjunni h.f.
Dóri var tíður gestur á bryggjunum, fylgdist vel með einkum syni og tengdasyni; þar var hans líf og yndi.
Árið 1973, gosárið, kenndi Dóri fyrst þess sjúkdóms sem átti síðar eftír að draga hann til dauða. Hann átti eftir að þjást mikið, en kvartaði aldrei og bar sjúkdóm sinn af einstakri karlmennsku og æðruleysi. Í upphafi sl. árs brá enn til hins verra og var þá ákveðið að hann gengist undir mikla hjartaaðgerð í London. Sú aðgerð heppnaðist ekki og lést Dóri þar á sjúkrahúsi langt um aldur fram.
Dóri var fríður maður í útliti, fremur lágvaxinn og snaggaralegur í hreyfingum. Hann var skapgóður og glaðlyndur, hjálpfús og laghentur. Hann var félagslyndur og sat í stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja um árabil.
Dóri reyndist mér eins og besti faðir þegar ég kom inn á heimili þeirra Önnu fyrst. Fyrir það er ég honum þakklát, og tel mikið lífslán að hafa átt samfylgd með honum. Og börn mín hafa sannarlega misst sinn besta vin. Með Halldóri Jónssyni er genginn góður og heiðarlegur maður.
Aðalbjörg Bernódusdóttir.


Magnús Guðmundsson
F. 22. mars 1964 — D. 11. júlí 1982

Á einu augnabliki er líf ungs drengs hrifsað úr faðmi fjölskyldu og vina. Eftir er sár söknuður, bitur raunveruleikinn að hið mannlega er ekki ódauðlegt afl. En í skauti hugans fæðist endurminning og hún leysir úr læðingi myndir, sem verða svo lifandi og tærar á slíkum stundum. Og ljúft er að minnast, þegar sorg og tregi hefur búið um sig í brjósti vina og ættmenna.
Magnús hét hann, og var sonur Guðmundar Loftssonar og Ásu Magnúsdóttur. Sín bernskuár átti Magnús heima á Búastöðum. Sumarfagurt var á Búastöðum og eyjunni austur þar og sást vel til Bjarnareyjar og Elliðaeyjar er hvíldu með græna kolla í dimmbláum sænum. Við aftanskin speglaðist á rúðum veiðimannakofanna þar. Hann vissi að einhverntíma yrði hann sjálfur veiðimaður eins og forfeður hans. Og þegar árin liðu hélt hann til fjallanna sinna, stoltur, ungur drengur. Hann sagði að fjöllin hér væru fegurri og grasið grænna en annars staðar. Magnús naut sín vel í útiverunni og unni sinni heimabyggð.
Að grunnskólagöngu lokinni lagði hann fyrir sig trésmíðar og starfaði síðan með Helga móðurbróður sínum, jafnframt námi í Iðnskóla. Smíðavinna var starf sem honum líkaði vel enda í blóð borinn arfur frá öfum sínum. Eitt það síðasta sem hann starfaði við var smíði minnismerkis um Oddgeir heitinn Kristjánsson.
Sá sem þetta ritar átti þess kost að kynnast Magnúsi gegnum árin, og sjá hann þroskast úr litlum drenghnokka í fullmótaðan ungling með heilsteyptan hugsunargang. Í minningu daganna bregður fyrir mynd af ljóshærðum dreng, sem var trúr sinni sannfæringu. Og nú þegar sætið hans er autt vil ég þakka honum fyrir allt það góða og göfuga sem hann lét í té á stuttu æviskeiði sínu. Hann kvaddi þetta líf í blóma með bjartar vonir sem hann ól í brjósti.
Á vængjum morgunsroðans sveif sál hans að fótskör þess almættis sem við biðjum til á erfiðum tímum og þar munu liljur vallarins lýsa honum leið að lindum lifsins þar sem allir hittast að jarðlífí loknu.
Fari vel minn ungi vinur.
Minning hans geymist í muna klökkum.
Kristinn V. Pálsson.


Stefán Valdason
F.18. mars 1908 — D. 24. júlí 1982.
Stefán var fæddur 18. mars 1908 að Miðskála undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru þau Valdi Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir. 1911 fluttust þau Valdi og Guðrún með börn sín til Vestmannaeyja. Alls urðu systkinin níu, en auk bess átti Valdi 4 börn áður.
Fljótlega eftir að þau fluttust til Eyja byggði Valdi húsið Sandgerði við Vesturveg. Þar ólst Stefán upp í stórum systkinahópi. Þar átti hann sín léttu spor. Ljúfar minningar æskuáranna yljuðu honum um hjartarætur æ síðar og glöddu hug hans. Þar hafði hann alist upp, og bakgrunnurinn var kliður bjargfuglanna, gjálfur glitbárunnar og hinn ógnþungi niður brimsins, þegar jafnvel björgin titra af lotningu. Svo mikið unni hann Eyjunum sínum, að ef hann þurfti að dveljast annars staðar um tíma var hann ekki í rónni fyrr en hann var kominn aftur heim.
Stebbi Valda, eins og hann var gjarnan kallaður, var harður af sér, duglegur og ósérhlífínn. Hann var drengur góður og lét engan eiga neitt hjá sér. Honum skildist það fljótt að ekki var sóst eftir því að hafa liðleskjur í vinnu hvort sem það var til sjós eða lands. Hann byrjaði ungur að vinna og fljótlega fór hann á sjóinn, sem hann stundaði af og til auk annarar landvinnu.
Stebbi Valda var með afbrigðum vinnusamur maður. Hann var að lundarfari léttur og skemmtilegur og allir sem kynntust honum urðu fljótt varir þessara mannkosta hans.
Mér er það enn minnisstætt hvað ég gladdist þegar ég heyrði fyrst sagt við mig: „Það er gott að vinna með honum Stebba", og varla fá menn betra hrós, þegar það er sagt á þennan hátt og það af mönnum, sem ég vissi að voru orðlagðir fyrir dugnað og seiglu.
Stebbi var um tvítugt þegar hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Bjarnadóttur frá Siglufirði. Þau eignuðust 5 börn og eru 3 þeirra á lífi. Fljótlega byggði Stebbi hús við hlið föðurhúsa að Sandgerði og bjó þar til ársins 1963 er hann byggði sér nýtt hús að Bröttugötu 4 og bjó þar til dauðadags.
Stebbi varð fyrir miklu áfalli 1972 er hann slasaðist í vinnu við uppskipun svo að honum var vart hugað líf. Hann náði sér aldrei að fullu eftir þetta og varð að hætta vinnu. Þetta tók mjög á Stebba, sem aldrei gat hugsað sér að vera verkefnalaus.
Að ævikvöldi getur Stefán Valdason hvílt í friði að loknu góðu dagsverki.
Agnar Angantýsson.

Friðrik Garðarsson
frá Baldurshaga
F. 21. mars 1931 — D. 4. ágúst 1982.
Friðrik var fæddur á Sauðárkróki 21. mars 1931. Ungur að árum hleypti hann heimdraganum og hélt til Vestmannaeyja til þess að stunda þar sjóinn, eins og svo margur ungur maður gerði hér fyrr á árum, er minna var um atvinnu úti á landsbyggðinni en nú er.
Fljótlega eftir komu sína til Eyja kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sesselju Andrésdóttur frá Baldurshaga, en við Baldurshaga var hann oftast kenndur upp frá því. Friðrik og Sesselja hófu búskap, fyrst í Baldurshaga og síðar að Litlu Fagurlist við Urðaveg. Þeim varð tveggja barna auðið og eru þau bæði uppkomin og búin að eignast sín eigin heimili. Friðrik og Sesselja fluttust frá Eyjum fáum dögum fyrir náttúruhamfarimar miklu, fyrst til Grindavíkur, þar sem hann vann við netagerð, og síðar til Hafnarfjarðar þar sem hann gerðist kaupmaður.
Ég undirritaður kynntist Friðriki fyrst er við urðum samskipa á m.b. Maggý með hinum kunna aflamanni Guðna Grímssyni. Margar vertíðar og fleiri úthöld vorum við saman á m.b. Maggý, enda voru menn ekki að hlaupa úr slíku skipsrúmi að ástæðulausu, enda fór svo, að þegar Friðrik fór af þeim bát var það til þess að gerast stýrimaður á öðrum. Friðrik stundaði sjóinn allan sinn tíma hér í Eyjum, lengst af hjá öðrum, en síðustu árin á eigin útgerð, er hann, ásamt Jóni Ingólfssyni frá Mandal, keyptu m.b. Metu og gerði út í nokkur ár.
Kynni þau er ég hafði af Friðriki á m.b. Maggý entust þar til hann kvaddi þennan heim svo snögglega og langt um aldur fram,4. ágúst síðastliðinn, aðeins 51 árs gamall.
Eins og áður sagði fluttust Friðrik og Sesselja til Grindavíkur, er þau fóru frá Eyjum, og þegar ég, ásamt fjölskyldu minni, urðum að yfirgefa Heimaey, gosnóttina forðum, eins og allir aðrir, og leita verustaðar á fastalandinu, hefur það sjálfsagt ráðið miklu um þá ákvörðun okkar að flytjast til Grindavíkur, að þar voru þau hjónin fyrir.
Friðrik var ekki aðeins góður sjómaður, heldur var hann fyrst og fremst góður maður, léttur í lund og spaugsamur. Friðrik var ekki vinamargur en sannur vinur vina sinna og var ég svo heppinn að fá að njóta vináttu þeirra hjóna. Um leið og við hjónin þökkum Friðriki samfylgdina, sendum við eiginkonu hans og börnum þeirra, ásamt tengdabörnum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Adólf Sigurgeirsson frá Stafholti.


Birgir Traustason
F. 9. júní 1959 — D. 4. ágúst 1982.
Mig langar að minnast mágs míns, Birgis Traustasonar, með örfáum orðum, en hann lést 4. ágúst sl. sumar, aðeins 23 ára að aldri, og var sár harmur kveðinn að fjölskyldu hans við svo snöggt kall.
Birgir fæddist í Vestmannaeyjum 9. júní 1959, sonur hjónanna Sjafnar Ólafsdóttur og Trausta Marinóssonar, elstur fjögurra bræðra. Ég kynntist Birgi árið 1977 þegar ég tengdist fjölskyldu hans og áttum við oft á tíðum mjög góðar samverustundir. Því miður átti Birgir við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin, sem svo margan góðan dreng hefur lagt að velli. Heimurinn er harður dómari, en oft gætir fólk ekki að því að undir hjúp kæruleysis slær heitt hjarta sem hrópar á hjálp í angist. Það kom oft fram, er við áttum tal saman, að hann þráði annað og betra líf og aldrei heyrði ég hann hallmæla öðrum. Mikil var gleði hans, þegar við létum drenginn okkar heita nafni hans, og sýndi hann honum ávalt mikinn kærleika og ástúð.
Birgir stundaði sjómennsku og þótti liðtækur til þeirra starfa.
Ég kveð elskulegan mág með miklum söknuði og þeirri fullvissu að við eigum eftir að hitta hann aftur. Guð blessi minningu hans.
Svava Gísladóttir.


Pétur Guðjónsson
frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
F. 12. júlí 1902 — D. 21. ágúst 1982
Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, hin síðari ár búsettur í Garði suður, andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík hinn 21. ágúst 1982.
Pétur á Kirkjubæ var einn þeirra manna, sem setti svip á samtíð sína í Vestmannaeyjum og verður samferðamönnum minnisstæður. Hann var alla ævi síkvikur af krafti og fjöri, vel gefinn, hnyttinn í svörum, hinn besti granni og félagi ágætur hvort sem var á sjó eða í fjöllum, en sérstakan svip setti hann á úteyjalífið í Eyjum. Pétur var nær samfellt í 70 sumur við lundaveiðar í Ellirey og mun slíkt fátítt og áreiðanlega einsdæmi á þessari öld a.m.k.
Fyrst fór hann í Ellirey með föður sínum sumarið 1909, en síðasta sumardvöl hans var sumarið 1981 og höfðu þá aðeins fallið 3 sumur úr veru hans í Ellirey síðan 1909.
Pétur Guðjónsson var fæddur á Oddstöðum í Vestmannaeyjum 12. júlí 1902, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar líkkistusmiðs og bónda frá Túni í Eyjum og fyrri konu hans Guðlaugar Pétursdóttur frá Þorlaugargerði. Hann var næstelstur systkina sinna, en systkinahópurinn stækkaði ört, átti Guðjón 12 börn með fyrri konu sinni, en 4 með seinni konu sinni Guðrúnu Grímsdóttur.
Það varð því fljótt að taka til hendi og systkinin tóku virkan þátt í lífsbaráttunni. Eins og á öðrum jarðaheimilum í Vestmannaeyjum stunduðu menn jöfnum höndum sjómennsku og fjallaferðir með búskapnum, en mikilvægast búsílagið á hverri jörð var vetrarforði af söltuðum fugli, fýl, lunda og súlu.
Pétur á Oddstöðum eins og hann var einnig oft kallaður og kenndur við æskuheimili sitt, ólst frá blautu barnsbeini upp við þá öru þróun og má segja byltingu, sem varð í Vestmannaeyjum á fyrstu tugum aldarinnar, breytingar sem voru ævintýri líkastar. Á rúmlega einum áratug meira en tvöfaldaðist íbúatala, frá 600 skömmu eftir aldamót og í rúm 1300 árið 1913.
Pétur Guðjónsson tók frá unga aldri þátt í þessu ævintýri, sér og sínum til framfæris, og um fermingaraldur, 12 - 13 ára gamall byrjaði hann jafnframt námi í barnaskólanum að beita hjá föðurbróður sínum Vigfúsi í Holti. Hann fór síðan á sjóinn strax og hann hafði aldur til og byrjaði sjómennsku á Nansen VE 102, sem Jóhann Jónsson frá Brekku, föðurbróðir hans var með. Þeir voru þar skipsfélagar Pétur og Binni í Gröf, sá frægi sjómaður.
Heimili föður síns vann Pétur fram á fullorðinsár. Hann var prýðilegur sjómaður og orðlagður lagningsmaður, en það var eitt mikilvægasta sjómannsstarfið á línubátum áður en lagningsrennan kom til Vestmannaeyja árið 1929 og höfðu lagningsmenn aukahlut fyrir starf sitt.
Haustið 1924 sótti Pétur skipstjóra- og stýrimannanámskeið, sem Sigfús Scheving í Heiðarhvammi veitti forstöðu og lauk prófi með ágætum árangri. Hann var síðan eina vertíð formaður með vélbátinn Faxa og þá Hjálparann í 2 vertíðir, en hætti formennsku og fór í úrvalsskiprúm á Eyjaflotanum.
Lengi var hann með Valdimar Bjarnasyni á Lagarfossi VE 234, og mat hann ávallt mikils. Pétur stundaði sjóinn á hverri vetrarvertíð allt fram til 1958 og var síðustu 15 árin með Þorgeiri Jóelssyni á Lunda VE 141, en þar voru þeir saman um árabil Oddstaðabræðurnir Pétur, Kristófer og Jón. Var þar mikill samhugur um borð. Báðir þessir formenn, Valdimar og Þorgeir voru aflakóngar Eyjamanna á sinni tíð og skiprúm hjá þeim eftirsótt.
Á þessum miklu athafnaárum, tímum uppbyggingar og nýrrar tækni í vaxandi kaupstað, voru oft talsverðar sviptingar í félagsmálum; verkalýðs- og sjómannafélög Vestmannaeyja voru að taka sín fyrstu skref.
Pétur Guðjónsson var alla ævi félagslyndur maður og tók virkan þátt í þjóðfélagsbaráttunni. Hann fylgdi alla tíð Sjálfstæðisflokknum að málum og lét sig verkalýðsmál miklu varða.
Pétur var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Vestmannaeyja 9. desember 1939 og varð fyrsti ritari félagsins í stjórn Páls Þorbjörnssonar, en árin 1946-1947 og aftur árin 1951- 1953 var Pétur formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og sat á Alþýðusambandsþingum.
Pétur Guðjónsson hóf búskap á Kirkjubæ árið 1932 og tók við Eystri-Staðarbænum þá um vorið af Magnúsi Eyjólfssyni, sem þar hafði búið hálfa öld. Pétur kvæntist árið 1926 Guðrúnu Rannveigu Guðjónsdóttur ættaðri úr Breiðdal á Austurlandi og átti með henni 5 börn. Guðrún andaðist úr skæðri lungnabólgu, sem herjaði Eyjarnar árið 1938.
Hinn 2. janúar árið 1943 kvæntist Pétur síðari konu sinni Lilju Sigfúsdóttur, ættaðri frá Eyrarbakka og lifir hún mann sinn.
Eftir að Pétur hætti sjómennsku og búskap, hóf hann störf sem skrifstofumaður hjá Vestmannaeyjabæ og var í fyrstu hafnargjaldkeri, en tók brátt að sér umfangsmeiri störf og sá um alla reikninga Sjúkrahússins, því að hann var reikningsglöggur og prýðilega skýr á öllum sviðum.
Árið 1949 hafði Pétur reist myndarlegt tveggja hæða hús austan við bæjarþyrpinguna á Kirkjubæ. Það stóð austast húsa á Heimaey. Þau undu þarna vel hag sínum, þó að stundum blési all hressilega með sjávardrifi á veturna, en húsið var aðeins 2 steinköst frá sjávarbakkanum — Urðum. Óvíða var svo sumarfallegt í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæ, vor- og sumarmorgnar einstæðir að fegurð og útsýni. Þar ætluðu þau að una ævi sinnar daga.
Hús Péturs og Lilju var fyrsta húsið, sem varð jarðeldunum 23. janúar 1973 að bráð og brann húsið snemma morguns á öðrum degi hamfaranna. Þarna misstu þau hjón nær allt sitt innbú og fluttu þennan gosvetur suður í Garð. Þar tókst þeim að koma aftur upp miklu myndarheimili, snyrtilegu og hlýlegu. Þangað var ávallt gott að koma, gestrisni og alúð í fyrirrúmi hjá húsráðendum, en grönnum sínum vom þau hjón mjög hjálpleg.
Sem fyrr segir var Pétur alla tíð mikill bjargveiðimaður og fór á yngri árum og fram eftir í allar fjallaferðir í leigumála Oddstaða í Ellirey og síðan Kirkjubæjarjarða, sem áttu m.a. nytjar í Suðurey og Brandi.
Hann var góður fjallamaður og annálaður lundaveiðimaður. Eitt sinn veiddi hann á einum degi 9 kippur eða 900 lunda í Skoru í Ellirey.
í Elliðaey eða Ellirey eins og hann, sem þekkti þessa eyju best allra manna, vildi kalla hana og rökstuddi prýðilega og vakti með því mig og fleiri til umhugsunar um nafnið, átti Pétur á Kirkjubæ ógleymanlegar ánægjustundir. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og sumardvölin í Ellirey var hans líf og yndi, sem hann hlakkaði til strax og hann kvaddi eyjuna á síðsumri.
Pétur skrifaði skemmtilegt lítið kver um eyjuna, lundaveiðistaði og örnefni og bjargaði með því mörgu frá gleymsku. Ég held, að í hugum flestra Vestmanneyinga, sem voru samtíða Pétri á Kirkjubæ verði Ellirey og hann tengd svo sterkum og órjúfanlegum böndum, að þegar hugsað er til hans kemur eyjan í hugann.
Þegar ég kveð Pétur á Kirkjubæ verður mér hugstæð mynd af þeim Oddstaðabræðrum þar sem þeir sigla léttir í lund og með einlægum fögnuði frá Bæjarbryggjunni á litilli trillu út til eyjunnar sinnar fögru á miðsumri, þegar sólin skín hvað heitast á hvít og tignarleg Háubæli, iðandi af svartfugli og arri.
Pétur Guðjónsson var kynsæll eins og hann átti ætt til og átti orðið fjölda barnabarna.
Péturs á Kirkjubæ er gott að minnast. Til nær hinstu stundar var hann reifur og lífsglaður maður, sem lagði hverjum manni gott.
Hann var jarðsunginn frá Útskálakirkju Garði að viðstöddu fjölmenni hinn 4. september 1982.
Guðjón Armann Eyjólfsson.

Guðlaugnr Þórarinn Helgason frá Heiði F. 13. nóvember 1928 — D. 23. sept. 1982. Guðlaugur var fæddur í Vestmannaeyjum 13. nóvember 1928.


Hér í Eyjum sleit hann barnsskónum og hér átti hann heima til dauðadags. Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnadóttir og Helgi Guðlaugsson. Guðlaugur ólst upp í foreldra-húsum ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Bjama. Guðmundur dó um tvítugt. Móðir Guðlaugs lést árið 1971. Ungur fór Guðlaugur að stunda sjóinn, var hann á ýmsum bátum, en um sjö ára skeið á m.b. Halkion með Stefáni í Gerði. Skömmu eftir að Fiskiðjan hóf rekstur varð Guðlaugur starfsmaður þar, lengst af sem verkstjóri í tækjunum, allt þar til hann fékk sjúkdóm þann, sem hann barðist við í hart nær tvö ár og lagði hann að lokum að velli. Guðlaugur andaðist á sjúkrahúsinu hér 23. september 1982. Guðlaugur giftist Lilju Jensdóttur árið 1950. Eignuðust þau sex börn, sem nú eru öll búin að stofna sín eigin heimili, nema Erna, 13 ára, sem býr hjá móður sinni. Guðlaugur og Lilja hófu búskap að Heimagötu 30, en er fjölskyldan stækkaði byggðu þau sér yndis-legt hús að Kirkjubæjarbraut 22. Það hús fór undir hraun í gosinu 1973. Um tíma bjó fjölskyldan á Eyrarbakka, en Guðlaugur vann hér. m 12. júlí 1902, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar Vigfússonar líkkistusmiðs