Guðleif Jóhannsdóttir (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. desember 2022 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. desember 2022 kl. 14:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðleif Jóhannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðleif Jóhannsdóttir frá Vinaminni við Urðaveg 5, húsfreyja á Englandi og á Siglufirði fæddist 7. nóvember 1922 og lést 19. apríl 2006.
Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinsson frá Grafargerði í Skagafirði, sjómaður, verkamaður á Siglufirði, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 31. desember 1882, d. 18. mars 1965.

Guðleif Jóhannsdóttir.

Börn Sigríðar og Jóhanns:
1. Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Maður hennar Guðjón Helgi Kristjánsson.
2. Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 18. október 1996. Maður hennar Angantýr Einarsson.
3. Kristín Helga Jóhannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Maður hennar Bjarni Júlíus Ólafsson.
4. Kristinn Júlíus Jóhannsson sjómaður, f. 18. desember 1911, síðast í Reykjavík, d. 22. febrúar 1986.
5. Jóhann Jóhannsson, f. 1913, lést átta mánaða.
6. Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Maður hennar Magnús Guðmundsson.
7. Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður í Eyjum, f. 14. september 1915, d. 23. október 1996. Kona hans Petrea Guðmundsdóttir.
8. Sigurlína Ása Jóhannsdóttir verkakona, f. 14. október 1917, d. 26. febrúar 2008. Maður hennar Engilbert Jónsson.
9. Guðmundur Gunnólfur Jóhannsson, f. 2. apríl 1920, d. 26. júní 1940.
10. Guðleif Jóhannsdóttir húsfreyja í Hull á Englandi og á Siglufirði, f. 7. nóvember 1922, d. 19. apríl 2006. Maður hennar Harry Albert Drake múrari. Maður hennar Gísli Anton Pétur Þorsteinsson.
11. Maggý Helga Jóhannsdóttir, síðast í Kópavogi, f. 26. apríl 1924 á Siglufirði, d. 29. mars 2003. Maður hennar Tómas Jónsson.
12. Gunnar Jóhannsson sjómaður á Siglufirði, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 23. apríl 2015. Kona hans Valey Jónasdóttir.
Barn Jóhanns:
13. Sigurður Vilhjálmur Jóhannsson sjómaður á Ólafsfirði, f. 13. desember 1902, d. 29. janúar 1978. Kona hans Sigríður Gísladóttir.

Guðleif giftist Harry 1942 á Siglufirði. Þau fluttu til Englands, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Hún giftist Gísla, eignaðist með honum eitt barn og kjörson. Gísli lést 1966.
Guðleif giftist aftur Harry Drake 1980. Hún lést í Grimsby 2006.

I. Maður Guðleifar, (9. mars 1942 á Siglufirði, skildu), var Harry Albert Drake múrari í Hull. Hann var frá Pecham í London.
Börn þeirra:
1. Georg Drake, f. 15. apríl 1942 á Siglufirði. Hann býr í Kópavogi.
2. Carol Ann Robinson, býr í Englandi, f. 25. maí 1946 á Englandi.
3. Vuvienn Evelyn Burkett, f. 5. júlí 1947 á Englandi. Hún býr í Bandaríkjunum.

II. Maður Guðleifar var Gísli Anton Pétur Þorsteinsson bifreiðastjóri á Siglufirði, f. 12. september 1930, d. 2. september 1966. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gottskálksson, f. 2. desember 1896, d. 6. mars 1985, og Jóna Aðalbjörnsdóttir, f. 17. ágúst 1900, d. 22. ágúst 1983.
Barn þeirra:
4. Hafdís Eyland Gísladóttir, f. 5. mars 1958.
Kjörsonur:
5. Sverrir Eyland Gíslason, f. 8. febrúar 1963. Móðir hans var Aðalheiður Sólveig Þorsteinsdóttir systir Antons, f. 26. mars 1925, d. 13. janúar 2000.

III. Þau Harry Drake giftu sig aftur 1980, bjuggu í Grimsby.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.