Maggý Helga Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Maggý Helga Jóhannsdóttir.

Maggý Helga Jóhannsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja fæddist 26. apríl 1924 og lést 29. mars 2003.
Foreldrar hennar voru Jóhann Kristinsson frá Grafargerði í Skagafirði, sjómaður, verkamaður, f. 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Brimnesi í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 31. desember 1882, d. 18. mars 1965.

Börn Sigríðar og Jóhanns:
1. Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja á Siglufirði og í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974. Maður hennar Guðjón Helgi Kristjánsson.
2. Kornelía Jóhannsdóttir, f. 1. júní 1907, d. 18. október 1996. Maður hennar Angantýr Einarsson.
3. Kristín Helga Jóhannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði, f. 6. júlí 1909, d. 6. janúar 1994. Maður hennar Bjarni Júlíus Ólafsson.
4. Kristinn Júlíus Jóhannsson sjómaður, f. 18. desember 1911, síðast í Reykjavík, d. 22. febrúar 1986.
5. Jóhann Jóhannsson, f. 1913, lést átta mánaða.
6. Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja á Ólafsfirði, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996. Maður hennar Magnús Guðmundsson.
7. Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður í Eyjum, f. 14. september 1915, d. 23. október 1996. Kona hans Petrea Guðmundsdóttir.
8. Sigurlína Ása Jóhannsdóttir verkakona, f. 14. október 1917, d. 26. febrúar 2008. Maður hennar Engilbert Jónsson.
9. Guðmundur Gunnólfur Jóhannsson, f. 2. apríl 1920, d. 26. júní 1940.
10. Guðleif Jóhannsdóttir fyrrum Drake húsfreyja í Hull á Englandi, f. 7. nóvember 1922, d. 19. apríl 2006. Fyrrum maður hennar Harrry Albert Drake múrari.
11. Maggý Helga Jóhannsdóttir, síðast í Kópavogi, f. 26. apríl 1924 á Siglufirði, d. 29. mars 2003. Maður hennar Tómas Jónsson.
12. Gunnar Jóhannsson sjómaður á Siglufirði, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 23. apríl 2015. Kona hans Valey Jónasdóttir.
Barn Jóhanns:
13. Sigurður Vilhjálmur Jóhannsson sjómaður á Ólafsfirði, f. 13. desember 1902, d. 29. janúar 1978. Kona hans Sigríður Gísladóttir.

Maggý var með foreldrum sínum, á Siglufirði, í Eyjum og aftur á Siglufirði.
Hún flutti til Reykjavíkur, vann á skrifstofu Sjálfsbjargar og var fulltrúi á þingum hennar, rak um skeið grímubúningaleigu.
Maggý eignaðist barn með Robert Kirjavski.
Þau Tómas giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en síðari ár í Kópavogi.
Maggý lést 2003 og Tómas 2021

I. Barnsfaðir Maggýjar Robert Kirjavski frá Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
1. Helen Sandra Róbertsdóttir, f. 20. ágúst 1944. Barnsfaðir hennar Matthías Ragnarsson. Maður hennar Helgi Sævar Björnsson.

II. Barnsfaðir Maggýjar var Rögnvaldur Þorsteinn Guðlaugur Ólafsson, f. 10. desember 1919, d. 25. mars 2007.
Barn þeirra:
2. Ólafur Jóhann Rögnvaldsson sjómaður, f. 9. janúar 1947, d. 11. ágúst 1974.

III. Maður Maggýjar, (19. ágúst 1950), var Tómas Jónsson úr Breiðholt, bifvélavirki, f. 17. ágúst 1929, d. 7. október 2021. Foreldrar hans voru Jón Ingimarsson, f. 16. apríl 1894, d. 8. janúar 1964 og Katrín Eyjólfsdóttir, f. 18. janúar 1891, d. 14. júní 1982.
Börn þeirra:
3. Margrét Tómasdóttir skrifstofumaður, fulltrúi hjá Tryggingastofnun Ríkisins, f. 6. desember 1950. Maður hennar Arnar Jósefsson.
4. Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður, starfsmaður leikskóla, f. 1. desember 1952. Maður hennar Guðjón Sverrisson.
5. Jóhann Tómasson búfræðingur, byggingaverktaki, f. 9. febrúar 1957. Sambúðarkona hans Sigurlaug Sæmundsdóttir.
6. Helga Tómasdóttir prentsmiður, kennari, f. 12. mars 1963. Maður hennar Ingvi Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.