Guðrún Margrét Einarsdóttir
Guðrún Margrét Einarsdóttir, áfengis- og vímuráðgjafi, dagskrárgerðarstjóri í Hlaðgerðarkoti, fæddist 16. desember 1949.
Foreldrar hennar voru Einar J. Gíslason forstöðumaður, f. 31. janúar 1923, d. 14. maí 1998, og kona hans Guðný Sigurmundsdóttir, húsfreyja, tónlistarmaður, f. 1. janúar 1926, d. 6. október 1963.
Börn Guðnýjar og Einars:
1. Guðrún Margrét Einarsdóttir meðferðarfulltrúi, f. 16. desember 1949.
2. Guðni Einarsson blaðamaður, f. 23. febrúar 1953. Kona hans Guðfinna Helgadóttir.
3. Sigmundur Gísli Einarsson forstöðumaður Viking Tours, skipstjóri, f. 26. september 1957. Kona hans er Unnur Ólafsdóttir.
Barn Einars og síðari konu hans:
4. Guðný Einarsdóttir, f. 15. mars 1965. Maður hennar Robert Pearson.
Guðrún Margrét eignaðist barn með Jóni Ægi 1975.
Hún eignaðist barn með Kristjáni 1982.
I. Barnsfaðir Guðrúnar Margrétar var Jón Ægir Jónsson sjómaður, f. 20. ágúst 1940, d. 30. maí 2004.
Barn þeirra
1. Edda Jónsdóttir markþjálfi, f.20. september 1975.
II. Barnsfaðir Guðrúnar Margrétar er Kristján Sveinbjörnsson skipasmiður, f. 21. maí 1948.
Barn þeirra:
2. Kristján Örn Kristjánsson framkvæmdastjóri, f. 11. janúar 1982.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðni.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.