Þorkell Jónsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. október 2014 kl. 09:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. október 2014 kl. 09:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorkell Jónsson bóndi í Draumbæ fæddist 1790 og lést 26. júlí 1842.

Þorkell var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1819, er hann kvæntist ekkjunni Ástríði Þorláksdóttur. Þau fluttust að Draumbæ 1828 og bjuggu þar meðan þeim entist líf.
Þorkell dó 1842 úr taugaveiki.

I. Kona Þorkels, (1819), var Ástríður Þorláksdóttir á Vilborgarstöðum, þá ekkja eftir Árna Guðmundsson bónda þar.
Þau Ástríður voru barnlaus.

II. Barnsmóðir Þorkels var Elín Guðmundsdóttir, þá gift Guðmundi Þorgeirssyni tómthúsmanni í Hólshúsi, en hún bjó þá með Steinmóði Vigfússyni tómthúsmanni í Steinmóðshúsi.
Barn þeirra var
1. Jón Þorkelsson, f. 23. júlí 1827, d. 31. júlí 1827 „af Barnaveikin“.


Heimildir