Ásta Einarsdóttir (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2023 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2023 kl. 17:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Einarsdóttir (Reykjadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Einarsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, húsfreyja fæddist þar 7. október 1915 og lést 8. júlí 2005 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi, f. 21. febrúar 1877 á Högnastöðum í Hrunamannahreppi, d. 18. september 1974, og kona hans Pálína Jónsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 23. október 1885, d. 26. nóvember 1985.

Ásta Einarsdóttir.

Ásta var með foreldrum sínum og 11 systkinum.
Hún vann um skeið í Fiskiðjunni.
Þau Kort Ármann giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Ásta réðst til starfa á heimili Gunnars Ólafssonar í Vík við Bárustíg 13, er hún var 18 ára og var síðar um skeið vinnukona hjá Steingrími Benediktssyni kennara.
Ásta vare hagyrðingur og skar út í tré.
Þau Kort giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Klömbru u. Eyjafjöllum, en fluttu til Eyja 1953 og bjuggu í Uppsölum-vestri við Vestmannabraut 51B.
Ásta bjó að síðustu í Hraunbúðum.
Kort lést 1986 og Ásta 2005 á Sjúkrahúsinu.

I. Maður Ástu, (1936), var Kort Ármann Ingvarsson frá Klömbru u. Eyjafjöllum, bóndi, verkamaður, f. 6. janúar 1908, d. 7. apríl 1986.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Júlía Kortsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 21. október 1936 í Klömbru. Maður hennar Grímur Jóhannesson.
2. Elín Gréta Kortsdóttir kennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1943 í Klömbru. Maður hennar Sigurður Sigurðsson Bogasonar frá Stakkagerði


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.