„Georg Þór Kristjánsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (setti inn hvar Georg bjó, í Klöpp og í Vík og inn mynd frá SJ)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
Georg Þór Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést 11. nóvember 2001. Foreldrar hans voru Helga Björnsdóttir frá Seyðisfirði og Kristján Georgsson frá Vestmannaeyjum. Systkini Georgs Þórs eru: [[Björn Krisjánsson|Björn]], [[Guðfinna Kristjánsdóttir|Guðfinna]], [[Margrét Kristjánsdóttir|Margrét]], [[Mjöll Kristjánsdóttir|Mjöll]], [[Drífa Kristjánsdóttir|Drífa]], [[Óðinn Kristjánsson|Óðinn]] og [[Þór Kristjánsson|Þór]]. Árið 1976 kvæntist Georg [[Harpa Rútsdóttir|Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur]]. Börn þeirra eru [[Kristján Georgsson|Kristján]], [[Ragnheiður Rut Georgsdóttir|Ragnheiður Rut]] og [[Helga Björk Georgsdóttir|Helga Björk]] en áður átti Georg [[Lilja Georgsdóttir|Lilju]].
Georg Þór Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést 11. nóvember 2001. Foreldrar hans voru Helga Björnsdóttir frá Seyðisfirði og Kristján Georgsson frá Vestmannaeyjum. Systkini Georgs Þórs eru: [[Björn Krisjánsson|Björn]], [[Guðfinna Kristjánsdóttir|Guðfinna]], [[Margrét Kristjánsdóttir|Margrét]], [[Mjöll Kristjánsdóttir|Mjöll]], [[Drífa Kristjánsdóttir|Drífa]], [[Óðinn Kristjánsson|Óðinn]] og [[Þór Kristjánsson|Þór]]. Árið 1976 kvæntist Georg [[Harpa Rútsdóttir|Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur]]. Börn þeirra eru [[Kristján Georgsson|Kristján]], [[Ragnheiður Rut Georgsdóttir|Ragnheiður Rut]] og [[Helga Björk Georgsdóttir|Helga Björk]] en áður átti Georg [[Lilja Georgsdóttir|Lilju]].


Georg var yfirleitt kenndur við hús sitt þar sem hann bjó í [[Klöpp]], og var hann í daglegu tali kallaður  ''Goggi í [[Klöpp]]'' en síðari ár sín bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í húsinu [[Vík|Vík (hús)]].
Georg var yfirleitt kenndur við hús sitt þar sem hann bjó í [[Klöpp]], og var hann í daglegu tali kallaður  ''Goggi í [[Klöpp]]'' en síðari ár sín bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í húsinu [[Vík (hús)|Vík]].


Georg var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar [[Íþróttafélagið Þór|Íþróttafélagsins Þórs]] og í stjórn Knattspyrnudeildar [[ÍBV]] 1976-1978. Georg starfaði í [[Skátafélagið Faxi|skátafélaginu Faxa]] 1962 til 1969. Hann var varaformaður [[Eyverjar|Eyverja]], félags ungra sjálfstæðismanna frá 1980 til 1985.  
Georg var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar [[Íþróttafélagið Þór|Íþróttafélagsins Þórs]] og í stjórn Knattspyrnudeildar [[ÍBV]] 1976-1978. Georg starfaði í [[Skátafélagið Faxi|skátafélaginu Faxa]] 1962 til 1969. Hann var varaformaður [[Eyverjar|Eyverja]], félags ungra sjálfstæðismanna frá 1980 til 1985.  

Útgáfa síðunnar 31. júlí 2006 kl. 09:44

Georg Þór Kristjánsson

Georg Þór Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést 11. nóvember 2001. Foreldrar hans voru Helga Björnsdóttir frá Seyðisfirði og Kristján Georgsson frá Vestmannaeyjum. Systkini Georgs Þórs eru: Björn, Guðfinna, Margrét, Mjöll, Drífa, Óðinn og Þór. Árið 1976 kvæntist Georg Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur. Börn þeirra eru Kristján, Ragnheiður Rut og Helga Björk en áður átti Georg Lilju.

Georg var yfirleitt kenndur við hús sitt þar sem hann bjó í Klöpp, og var hann í daglegu tali kallaður Goggi í Klöpp en síðari ár sín bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í húsinu Vík.

Georg var formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs og í stjórn Knattspyrnudeildar ÍBV 1976-1978. Georg starfaði í skátafélaginu Faxa 1962 til 1969. Hann var varaformaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna frá 1980 til 1985.

Georg Þór var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1978. Hann sat alls fjögur kjörtímabil í bæjarstjórn, þrjú fyrir Sjálfstæðisflokkinn en kjörtímabilið 1994 til 1998 sat hann fyrir H- listann sem hann stofnaði ásamt stuðningsmönnum sínum. Georg Þór starfaði sem forseti bæjarstjórnar frá desember 1983 til júní 1984.

Georg Þór gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell árið 1978. Hann gegndi stöðu ritara í þrígang og var síðast kjörinn ritari við stjórnarkjör 2001. Georg Þór var forseti Helgafells árið 1988 til 1989. Hann var svæðisstjóri Sögusvæðis 1994 til 1995 og varð síðan æðsti maður Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi er hann gegndi stöðu Umdæmisstjóra Íslands og Færeyja 1998 til 1999.



Heimildir

  • Morgunblaðið, 17. nóvember 2001. Minningargreinar um Georg Þór Kristjánsson.