„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Smíði Helga Helgasonar VE 343 og aðdragandi að smíði hans“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
'''Gísli H. Brynjólfsson'''
'''[[Gísli H. Brynjólfsson]]'''


<big><big>'''Smíði Helga Helgasonar VE 343 og aðdragandinn að smíði hans'''</big></big>
<big><big>'''Smíði Helga Helgasonar VE 343 og aðdragandinn að smíði hans'''</big></big>
[[Mynd:Gísli H. Brynjólfsson.png|300px|center|thumb|Gísli H. Brynjólfsson]]
[[Mynd:Gísli H. Brynjólfsson.png|300px|center|thumb|Gísli H. Brynjólfsson]]
Það var í september 1933 að faðir minn, Brynjólfur Einarsson, flutti með fjölskyldu sína frá Eskifirði til Vestmannaeyja. Hann hafði þá lokið námi í bátasmíði og var sveinstykkið ekkert venjulegt. Það var trilla með fullum búnaði og niðursettri vél. Um svipað leyti lauk móðurbróðir hans, og lærimeistari, Auðbergur Benediktsson, einnig við smíði á annarri trillu og lágu þær nú saman við bryggju. Komu þar margir að skoða bátana. Nokkrir höfðu þá skoðun á trillunni, sem faðir minn smíðaði, að hún væri of hringlaga að aftan.
Það var í september 1933 að faðir minn, [[Brynjólfur Einarsson]], flutti með fjölskyldu sína frá Eskifirði til Vestmannaeyja. Hann hafði þá lokið námi í bátasmíði og var sveinstykkið ekkert venjulegt. Það var trilla með fullum búnaði og niðursettri vél. Um svipað leyti lauk móðurbróðir hans, og lærimeistari, Auðbergur Benediktsson, einnig við smíði á annarri trillu og lágu þær nú saman við bryggju. Komu þar margir að skoða bátana. Nokkrir höfðu þá skoðun á trillunni, sem faðir minn smíðaði, að hún væri of hringlaga að aftan.


Einn gagnrýnenda hafði þá skoðun að hún væri betri enda fór svo að trilla Auðbergs fór í hafið nokkrum árum síðar en trilla föður míns var gerð út í nær 50 ár frá Karlsskála við Reyðarfjörð.
Einn gagnrýnenda hafði þá skoðun að hún væri betri enda fór svo að trilla Auðbergs fór í hafið nokkrum árum síðar en trilla föður míns var gerð út í nær 50 ár frá Karlsskála við Reyðarfjörð.


Þar brotnaði hún illa í nausti í fárviðri. Það sem eftir er af henni er núna í eigu sjóminjasafnsins á Eskifirði.
Þar brotnaði hún illa í nausti í fárviðri. Það sem eftir er af henni er núna í eigu sjóminjasafnsins á Eskifirði.
Þegar faðir minn var kominn hingað, réðist hann í vinnu hjá Gunnari Marel Jónssyni í austurslippnum. Þá var verið að smíða þar Mugg VE 332 og Erling II. VE 225. Mest var þó um viðhaldsvinnu og breytingar á bátum að ræða. Allmargir vertíðarbátar voru þá tvístefnungar með stýrið aftan á afturstafni og þar var lítið vinnupláss aftan við stýrishúsin. Þessum bátum var því mörgum breytt og smíðað á þá hringlaga hekk. Kom þá stýrið upp í gegnum byrðinginn. Við þessa breytingu fékkst meira pláss fyrir veiðarfærin fyrir aftan stýrishúsin. Einnig var kantsettur byrðingur settur utan á súðbyrðinga og síðast en ekki síst voru margir bátar, sem voru 13 til 14 tonn að stærð, lengdir, og náðu þá oft að verða yfir 20 tonn.
Þegar faðir minn var kominn hingað, réðist hann í vinnu hjá [[Gunnar Marel Jónsson|Gunnari Marel Jónssyni]] í austurslippnum. Þá var verið að smíða þar Mugg VE 332 og Erling II. VE 225. Mest var þó um viðhaldsvinnu og breytingar á bátum að ræða. Allmargir vertíðarbátar voru þá tvístefnungar með stýrið aftan á afturstafni og þar var lítið vinnupláss aftan við stýrishúsin. Þessum bátum var því mörgum breytt og smíðað á þá hringlaga hekk. Kom þá stýrið upp í gegnum byrðinginn. Við þessa breytingu fékkst meira pláss fyrir veiðarfærin fyrir aftan stýrishúsin. Einnig var kantsettur byrðingur settur utan á súðbyrðinga og síðast en ekki síst voru margir bátar, sem voru 13 til 14 tonn að stærð, lengdir, og náðu þá oft að verða yfir 20 tonn.


Árið 1936 ræðst Helgi Benediktsson útgerðarmaður í að smíða stórt skip, Helga VE 333, sem mældist 114 tonn. Gunnar Marel stóð fyrir því verki. Helgi var byggður fyrir vestan slipp Magnúsar Magnússonar frá Bjarmalandi. í Vestmannaeyjum. Þar eru núna bílastæði og athafnasvæði vesturslippsins, sem Drangur rekur.
Árið 1936 ræðst [[Helgi Benediktsson]] útgerðarmaður í að smíða stórt skip, Helga VE 333, sem mældist 114 tonn. Gunnar Marel stóð fyrir því verki. Helgi var byggður fyrir vestan slipp Magnúsar Magnússonar frá Bjarmalandi. í Vestmannaeyjum. Þar eru núna bílastæði og athafnasvæði vesturslippsins, sem Drangur rekur.


[[Mynd:Brynjólfur Eiinarsson, skipasmíðameistari.png|300px|thumb|Brynjólfur Eiinarsson, skipasmíðameistari]]Frá byrjun var faðir minn nær eingöngu við smíði þessa Helga og oft einn, þó með ýmsum frávikum, einkum við undirbúning vertíðarbátanna. Helgi var rúm 3 ár í smíðum og fór á sínu fyrstu síldarvertíð sumarið 1939. Hann vakti mikla athygli fyrir glæsileik og burðargetu. Hann var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi. Fyrsti skipstjóri á honum var Ásmundur Friðriksson frá Löndum. Eftir að smíði hans lauk, dróst vinna hjá Gunnari Marel saman. Fór þá faðir minn til Siglufjarðar um sumarið og gerðist beykir. Á árinu 1936 hafði hann gerst starfsmaður Helga Benediktssonar og sá um viðhald báta hans, ásamt vinnunni við smíði Helga. Helgi Benediktsson átti aðgerðarhús, austan við austurslippinn. Það var kallað Jötunheimar, og stóð þar sem nú er bílastæði vestan við Eyjabúð. Risið var notað sem verkstæði. Þar var hægt að ganga út úr vesturstafni niður í slippinn en húsið stóð töluvert neðar en bílaplanið er í dag.
[[Mynd:Brynjólfur Eiinarsson, skipasmíðameistari.png|300px|thumb|Brynjólfur Eiinarsson, skipasmíðameistari]]Frá byrjun var faðir minn nær eingöngu við smíði þessa Helga og oft einn, þó með ýmsum frávikum, einkum við undirbúning vertíðarbátanna. Helgi var rúm 3 ár í smíðum og fór á sínu fyrstu síldarvertíð sumarið 1939. Hann vakti mikla athygli fyrir glæsileik og burðargetu. Hann var þá stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi. Fyrsti skipstjóri á honum var [[Ásmundur Friðriksson]] frá Löndum. Eftir að smíði hans lauk, dróst vinna hjá Gunnari Marel saman. Fór þá faðir minn til Siglufjarðar um sumarið og gerðist beykir. Á árinu 1936 hafði hann gerst starfsmaður Helga Benediktssonar og sá um viðhald báta hans, ásamt vinnunni við smíði Helga. Helgi Benediktsson átti aðgerðarhús, austan við austurslippinn. Það var kallað Jötunheimar, og stóð þar sem nú er bílastæði vestan við Eyjabúð. Risið var notað sem verkstæði. Þar var hægt að ganga út úr vesturstafni niður í slippinn en húsið stóð töluvert neðar en bílaplanið er í dag.
Fljótlega kom Jón S. Þórðarson á smíðasamning, sem lærlingur hjá föður mínum og skömmu síðar Jóhann Guðmundsson úr Flóanum. Árið 1941 fór Helgi Benediktsson að huga að meiri skipasmíðum og vildi að faðir minn tæki verkið að sér. Faðir minn hafði lært smíði smáskipa án nokkurra teikninga svo nú voru góð ráð dýr. Gunnar Marel var vanur að smíða skapalón af þeim skipum sem hann smíðaði, þannig að límdir voru saman borðbútar, sem svöruðu til lengdar væntanlegs skips, höggnir til og lagaðir þar til rétta lagið var komið. Þá komu fram mismunandi línur vegna þess að ekki lá eins í borðbútunum. Þessar línur voru svo notaðar til þess að reikna út byrðing skipsins.
Fljótlega kom [[Jón S. Þórðarson]] á smíðasamning, sem lærlingur hjá föður mínum og skömmu síðar [[Jóhann Guðmundsson]] úr Flóanum. Árið 1941 fór Helgi Benediktsson að huga að meiri skipasmíðum og vildi að faðir minn tæki verkið að sér. Faðir minn hafði lært smíði smáskipa án nokkurra teikninga svo nú voru góð ráð dýr. Gunnar Marel var vanur að smíða skapalón af þeim skipum sem hann smíðaði, þannig að límdir voru saman borðbútar, sem svöruðu til lengdar væntanlegs skips, höggnir til og lagaðir þar til rétta lagið var komið. Þá komu fram mismunandi línur vegna þess að ekki lá eins í borðbútunum. Þessar línur voru svo notaðar til þess að reikna út byrðing skipsins.


Gunnar var snjall og prjónaði svo framhaldið. Faðir minn leitaði allra leiða til þess að afla sér menntunar í skipateikningum. Vinur Helga Benediktssonar, Guðbrandur Magnússon forstjóri ÁTVR, kom einn daginn auga á stóra kistu með kúptu loki og handmáluðum blómaskreytingum. Hún var dönsk smíði. Pabbi átti hana og notaði sem verkfærageymslu á verkstæðinu. Guðbrand langaði að eignast kistuna og sömdu þeir faðir minn og Guðbrandur um að hann fengi kistuna gegn því að hann útvegaði föður mínum kennslubækur í skipateikningum. Fljótt fékk hann senda bók á ensku frá Guðbrandi, og hét hún „Model sailing boats". Að vísu var bókin um smíði smámódela en þar sem hann gerði ráð fyrir að lögmálið væri það sama, bara smækkað, réðst hann í lesturinn. Til Akureyrar fór hann árið 1941 til Gunnars Jónssonar skipasmiðs, sem var þá að byggja Snæfellið fyrir KEA. Þar dvaldi hann í mánaðartíma að fylgjast með og afla sér þekkingar. Eftir það fór hann að teikna skipið sem seinna mældist 189 tonn. Þar með hafði hann allar tilskildar teikningar og skapalón.
Gunnar var snjall og prjónaði svo framhaldið. Faðir minn leitaði allra leiða til þess að afla sér menntunar í skipateikningum. Vinur Helga Benediktssonar, Guðbrandur Magnússon forstjóri ÁTVR, kom einn daginn auga á stóra kistu með kúptu loki og handmáluðum blómaskreytingum. Hún var dönsk smíði. Pabbi átti hana og notaði sem verkfærageymslu á verkstæðinu. Guðbrand langaði að eignast kistuna og sömdu þeir faðir minn og Guðbrandur um að hann fengi kistuna gegn því að hann útvegaði föður mínum kennslubækur í skipateikningum. Fljótt fékk hann senda bók á ensku frá Guðbrandi, og hét hún „Model sailing boats". Að vísu var bókin um smíði smámódela en þar sem hann gerði ráð fyrir að lögmálið væri það sama, bara smækkað, réðst hann í lesturinn. Til Akureyrar fór hann árið 1941 til Gunnars Jónssonar skipasmiðs, sem var þá að byggja Snæfellið fyrir KEA. Þar dvaldi hann í mánaðartíma að fylgjast með og afla sér þekkingar. Eftir það fór hann að teikna skipið sem seinna mældist 189 tonn. Þar með hafði hann allar tilskildar teikningar og skapalón.
3.704

breytingar

Leiðsagnarval