„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Þegar Geir goði VE sökk“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið'''<br> <big><big>Þegar Geir goði VE 10 sökk 27. janúar 1943</big></big><br> Eftirfarandi frásögn fékk ég í hendur frá Kristni...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5: Lína 5:
Eftirfarandi frásögn fékk ég í hendur frá Kristni heitnum Sigurðssyni á Skjaldbreið skömmu fyrir eldgosið í Heimaey hinn 23. janúar 1973.<br>
Eftirfarandi frásögn fékk ég í hendur frá Kristni heitnum Sigurðssyni á Skjaldbreið skömmu fyrir eldgosið í Heimaey hinn 23. janúar 1973.<br>
Í öllu því umróti sem fylgdi eldgosinu 1973 hafði lítil stílabók leynst á meðal annarra skjala, sem ég sem betur fer fann fyrir nokkru síðan.<br>
Í öllu því umróti sem fylgdi eldgosinu 1973 hafði lítil stílabók leynst á meðal annarra skjala, sem ég sem betur fer fann fyrir nokkru síðan.<br>
 
[[Mynd:Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið Sdbl. 1991.jpg|thumb|422x422dp|Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið.]]
Frásögnin er ritgerð, sem Kristinn Sigurðsson samdi nokkrum árum eftir að atburður þessi gerðist, en þá var hann nemandi í Iðnskóla Vestmanneyja. Ritgerðin lýsir öryggisleysi sjómanna, þegar björgunartæki í vertíðarbátum voru nær engin og hver gátu orðið örlög sjómanna við þær aðstæður, þegar ekki var hægt að kalla út í talstöð eftir hjálp.<br>
Frásögnin er ritgerð, sem Kristinn Sigurðsson samdi nokkrum árum eftir að atburður þessi gerðist, en þá var hann nemandi í Iðnskóla Vestmanneyja. Ritgerðin lýsir öryggisleysi sjómanna, þegar björgunartæki í vertíðarbátum voru nær engin og hver gátu orðið örlög sjómanna við þær aðstæður, þegar ekki var hægt að kalla út í talstöð eftir hjálp.<br>
Geir goði VE 10 var 21 brúttórúmlestir að stærð, byggður úr eik og furu í Reykjavík árið 1925; með 70 hestafla June Munktell vél, árgerð 1934.<br>
Geir goði VE 10 var 21 brúttórúmlestir að stærð, byggður úr eik og furu í Reykjavík árið 1925; með 70 hestafla June Munktell vél, árgerð 1934.<br>
Lína 14: Lína 14:
[[Bjarný Guðjónsdóttir]] og eignuðust þau fimm börn.<br>
[[Bjarný Guðjónsdóttir]] og eignuðust þau fimm börn.<br>
G.Á.E.<br>
G.Á.E.<br>
 
[[Mynd:Geir Goði VE Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Geir goði VE.]]
[[Mynd:Glaður VE Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Glaður VE]]
Árið 1943 var ég ráðinn sem skipstjóri á m/b Geir goða. Þegar við vorum í þriðja róðri, sökk hann og þeim atburði ætla ég að lýsa. Við lögðum af stað í róður kl. 3. 27. janúar. Vindur var suðaustan 7 til 8 vindstig, og dimmt í lofti.<br>
Árið 1943 var ég ráðinn sem skipstjóri á m/b Geir goða. Þegar við vorum í þriðja róðri, sökk hann og þeim atburði ætla ég að lýsa. Við lögðum af stað í róður kl. 3. 27. janúar. Vindur var suðaustan 7 til 8 vindstig, og dimmt í lofti.<br>
Farið var NV að V 20 sjómílur og þar lögð línan. Gekk það allt vel. Er nú ekki að orðlengja það, að við drógum alla línuna og fengum 3 tonn af fiski. En meðan við drógum línuna, hafði mikið bætt í vindinn og var nú komið versta veður.<br>
Farið var NV að V 20 sjómílur og þar lögð línan. Gekk það allt vel. Er nú ekki að orðlengja það, að við drógum alla línuna og fengum 3 tonn af fiski. En meðan við drógum línuna, hafði mikið bætt í vindinn og var nú komið versta veður.<br>
Þegar farið var að keyra bátinn móti veðrinu reyndist ekki hægt að keyra fulla ferð. Var nú keyrt með treikvartferð og gekk það allt slysalaust í fyrstu. Þegar við höfðum keyrt í þrjár klukkustundir, sagði vélstjórinn að sjór væri kominn í bátinn. Var þá farið að dæla með þilfarsdælu. En sjór jókst jafnt og þétt í bátnum. Var þá sjáanlegt að ekki var allt með felldu. Reyndum við þá að ná sambandi við land eða báta gegnum talstöð, en það tókst ekki.<br>
Þegar farið var að keyra bátinn móti veðrinu reyndist ekki hægt að keyra fulla ferð. Var nú keyrt með treikvartferð og gekk það allt slysalaust í fyrstu. Þegar við höfðum keyrt í þrjár klukkustundir, sagði vélstjórinn að sjór væri kominn í bátinn. Var þá farið að dæla með þilfarsdælu. En sjór jókst jafnt og þétt í bátnum. Var þá sjáanlegt að ekki var allt með felldu. Reyndum við þá að ná sambandi við land eða báta gegnum talstöð, en það tókst ekki.<br>
 
[[Mynd:Ólafur Sigurðsson frá Skuld Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Ólafur Sigurðsson frá Skuld.]]
Þegar hér var komið sögu, var myrkur skollið á. Var nú kominn það mikill sjór í bátinn, að vélin stöðvaðist. Sáum við nú ljós á þremur bátum, sem voru á heimleið. Sendum við þá neyðarflugelda. En ekki reyndist neinn taka eftir því. Tókum við því næst dýnur úr hvílum skipverja og náðum í olíu og fórum með upp á stýrishús og kveiktum í því. Varð þetta stórt bál, sem lýsti upp allan bátinn. Þetta reyndist samt allt árangurlaust og sigldu bátarnir, sem við höfðum séð, áfram heim. Vakti nú einn hásetinn athygli mína á því, að farið væri að loga í stýrishúsinu og spurði, hvort ekki ætti að slökkva það.<br>
Þegar hér var komið sögu, var myrkur skollið á. Var nú kominn það mikill sjór í bátinn, að vélin stöðvaðist. Sáum við nú ljós á þremur bátum, sem voru á heimleið. Sendum við þá neyðarflugelda. En ekki reyndist neinn taka eftir því. Tókum við því næst dýnur úr hvílum skipverja og náðum í olíu og fórum með upp á stýrishús og kveiktum í því. Varð þetta stórt bál, sem lýsti upp allan bátinn. Þetta reyndist samt allt árangurlaust og sigldu bátarnir, sem við höfðum séð, áfram heim. Vakti nú einn hásetinn athygli mína á því, að farið væri að loga í stýrishúsinu og spurði, hvort ekki ætti að slökkva það.<br>
Sagði ég þá, að það væri óþarfi, því að það myndi slökkna mjög bráðlega. Sáum við nú eitt ljós enn, og bætti ég þá olíu á brennandi stýrishúsið, því að nú reið á að þessi bátur tæki eftir okkur. Sáum við von bráðar að sá, sem var við stjórn bátsins, hafði séð okkur, því að hann breytti stefnu og stefndi beint til okkar.<br>
Sagði ég þá, að það væri óþarfi, því að það myndi slökkna mjög bráðlega. Sáum við nú eitt ljós enn, og bætti ég þá olíu á brennandi stýrishúsið, því að nú reið á að þessi bátur tæki eftir okkur. Sáum við von bráðar að sá, sem var við stjórn bátsins, hafði séð okkur, því að hann breytti stefnu og stefndi beint til okkar.<br>
3.704

breytingar

Leiðsagnarval