„Hátíðir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:


Í dag er þjóðhátíðin í Eyjum stór og mikil hátíð þar sem [[ÍBV|ÍBV íþróttafélag]] byggir upp ævintýralega smáborg í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] sem hverfur svo nánast sporlaust fjórum dögum síðar. Þar er boðið upp á tónlistarveislu þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins hverju sinni stíga á stokk og gleðja hátíðargesti allan sólarhringinn. Flugeldasýning, brenna á [[fjósaklettur|fjósakletti]] og [[brekkusöngur]] er meðal þess sem boðið er upp á. Hin sérstæðu hvítu hústjöld setja líka sterkan svip sinn á dalinn þar sem heimamenn setja upp tjöldin sín á skipulagðan hátt þar sem að hver röð tjalda myndar götu og hvert tjald hefur númer eða nafn. Þar hafast menn við í gegnum allar tegundir veðurs og næra sig á lunda og kjötsúpu. Þar er oft á tíðum dvalið fram í dagrenningu við gítarspil og söng.
Í dag er þjóðhátíðin í Eyjum stór og mikil hátíð þar sem [[ÍBV|ÍBV íþróttafélag]] byggir upp ævintýralega smáborg í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] sem hverfur svo nánast sporlaust fjórum dögum síðar. Þar er boðið upp á tónlistarveislu þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins hverju sinni stíga á stokk og gleðja hátíðargesti allan sólarhringinn. Flugeldasýning, brenna á [[fjósaklettur|fjósakletti]] og [[brekkusöngur]] er meðal þess sem boðið er upp á. Hin sérstæðu hvítu hústjöld setja líka sterkan svip sinn á dalinn þar sem heimamenn setja upp tjöldin sín á skipulagðan hátt þar sem að hver röð tjalda myndar götu og hvert tjald hefur númer eða nafn. Þar hafast menn við í gegnum allar tegundir veðurs og næra sig á lunda og kjötsúpu. Þar er oft á tíðum dvalið fram í dagrenningu við gítarspil og söng.
== Sjómannadagurinn ==
[[Sjómannadagur| Sjómannadagurinn]] í Vestmannaeyjum er haldin fyrstu helgina í júni ár hvert, hátíðahöld standa yfir í tvo daga laugardag og sunnudag, á síðustu árum hefur föstudeginum einnig verið bætt við þar sem haldið hefur verið sjómannagolfmót, knattspyrna og söngkvöld með [[Árni Johnsen|Árna Johnsen]].
Á laugardeginum fara hátíðarhöld aðalega fram við [[Friðarhöfn]] þar sem bryggjur og skip eru fánum skreytt, þar er m.a. kappróður koddaslagur, reiptog, spretthlaup og margt fleira. þá er fastur liður á þessum degi skákmót milli sjómanna og landkrabba. Að kvöldi er svo hátíðarsamkoma með fjölbreyttum skemmtiatriðum, og ekki má gleyma dansleiknum þar sem dansað er fram undir morgun.Á sunnudeginum sem er hinn eiginlegi Sjómannadagur er bærinn allur fánum skreyttur, dagskrá hans hefst ávallt með sjómannamessu í [[Landakirkja|Landakirkju]], strax eftir messu er minningarathöfn í umsjá [[Snorri Óskarsson|Snorra Óskarssonar]] um  hrapaða og drukknaða. Hátíðardagskrá er svo á [[Stakkagerðistún|Stakkagerðistúni]] þar sem [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]] hefur ávallt spilað, hátíðarræða dagsins flutt, Sjómenn heiðraðir, verðlaunaafhendingar, og ekki hvað síst hefur verið góð barnadagskrá.
Um kvöldið er kvöldskemmtun í Höllinni með vandaðri dagskrá og  hátíðarmatseðli Hallarinnar sem settur er upp sérstaklega fyrir gesti sjómannadagssins. 
Í tilefni dagsins er gefið út veglegt [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]] og hefur það komið út á hverju ári síðan 1947 ef undan er skili gosárið 1973.


== Goslokahátíðin ==
== Goslokahátíðin ==