„Elliðaey (gönguferð)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 108: Lína 108:
Á þessum tíma sá hver maður um mat handa sér og hafði því sinn matarkassa.  Þeir voru þó nokkuð stórir og voru hafðir með báðum hliðum veiðikofans.  Komu koddarnir að þeim, þannig að höuðin lágu upp að kössunum.  Hver maður hitaði kaffi sinn dag.
Á þessum tíma sá hver maður um mat handa sér og hafði því sinn matarkassa.  Þeir voru þó nokkuð stórir og voru hafðir með báðum hliðum veiðikofans.  Komu koddarnir að þeim, þannig að höuðin lágu upp að kössunum.  Hver maður hitaði kaffi sinn dag.


Á þessum árum voru skipti þannig, að þegar hver maður fékk 100 fugla, fékk hver jörð 25 fugla.  Var það kallað, að þær fengju 1/4 part úr hlut og einnig nefnt jarðarpartur.  Þegar búið var að skipta aflanum, var hann hnýttur saman í kippur, 100 fuglar saman, og var það nefnd kippa.  Ef ekki náði hundraði, var það nefndur hali. Þessi hlutföll af veiði til manna héldust, þar til menn fóru að verða færri við veiðarnar, vanalega fimm menn.
Á þessum árum voru skipti þannig, að þegar hver maður fékk 100 fugla, fékk hver jörð 25 fugla.  Var það kallað, að þær fengju 1/4 part úr hlut og einnig nefnt jarðarpartur.  Þegar búið var að skipta aflanum, var hann hnýttur saman í kippur, 100 fuglar saman, og var það nefnd kippa.  Ef ekki náði hundraði, var það nefndur hali. Þessi hlutföll af veiði til manna héldust, þar til menn fóru að verða færri við veiðarnar, vanalega fimm menn.  Frá því fengu jarðirnar 1/4 part af veiði, og hélzt það alla tíð, þar til bærinn tók jarðirnar af bændum.  Síðan hefur Ellireyingafélagið eyna á leigu fyrir ákveðna krónutölu.
 
Venjulega voru þeir, sem byrjuðu veiðitímann, hann til enda og margir þeirra ár eftir ár, enda þá eins og nú urðu menn gamlir.  Þá tóku yngri menn við.
 
Um 1930 var kofinn endurbyggður.  Var sett í hann trégólf og hann allur klæddur að innan með panel.  Þá voru settar upp sex kojur, fjórar við norðurhlið og tvær fyrir austurstafni.  Þar kom þá að því, að hver maður fékk sitt ágætisrúm.  Innan við dyrnar að norðanverðu var lítið herbergi og haft sem geymsla.  Inn af því var annað lítið herbergi sem eldhús.