„Ingiríður Björnsdóttir (Stóra-Gerði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ingiríður Björnsdóttir''' húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 9. september 1818 og lést 4. júlí 1870.<br> Foreldrar hennar voru [[Björn Björnsson (Odds...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 16. desember 2013 kl. 16:47

Ingiríður Björnsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 9. september 1818 og lést 4. júlí 1870.

Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi á Steinsstöðum, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821 og síðari kona hans Helga Stefánsdóttir, f. 5. desember 1783, d. 28. febrúar 1864.

Ingiríður missti föður sinn, er hún var á þriðja ári. Móðir hennar giftist fljótlega Halldóri Ásmundssyni í Stóra-Gerði, f. 1793, d. 4. maí 1837, og ólst Ingiríður þar upp.
Hún var húsfreyja í Stóra-Gerði 1845 og 1850 með Runólfi og barninu Birni tveggja ára, með honum í Stóra-Gerði 1855, en Runólfur sonur þeirra var þá 5 ára tökubarn í Dölum.
Við manntal 1860 var hún húsfreyja í tómthúsinu Hjalli með Runólfi, Birni 12 ára og Eiríki 6 ára, en Runólfur yngri var 10 ára fósturbarn í Dölum.
Við fermingu Björns 1863 bjuggu þau í Háagarði.
Eiríkur sonur þeirra lést 1866.
Ingiríður lést 1870.

I. Barnsfaðir Ingiríðar var Þorsteinn Þorvaldsson, fráskilinn maður í Stóra-Gerði 1840, f. 13. október 1810 á Syðri-Velli í Gaulverjabæjarhreppi, kom til Eyja úr Fljótshlíð 1836. Hann hafði verið bóndi á Syðri-Rauðalæk í Holtum 1832-1834, var síðar bóndi í Karlsstaðahjáleigu í Berufirði, S-Múl., d. 8. janúar 1883.
Barnið var
1. Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 6. febrúar 1839, d. 13. febrúar 1839.

II. Barnsfaðir Ingiríðar var Eilífur Eilífsson vinnumaður í Sjólyst, f. 1816.
Barnið var
2. Eyjólfur Eilífsson, f. 13. júní 1840, d. 24. júní 1840.

III. Maður Ingiríðar, (20. maí 1844), var Runólfur Magnússon bóndi í Stóra-Gerði, f. 22. febrúar 1818 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu (nú Lækjarhvammur) í A-Landeyjum, d. 20. mars 1894 í Eyjum.

Börn þeirra hér:
3. Stefanía Runólfsdóttir, f. 11. mars 1846, d. sama dag.
4. Björn Runólfsson smiður, f. 7. febrúar 1849. Hann fór til Vesturheims 1887, d. 27. ágúst 1932 í Spanish Fork í Utah.
5. Runólfur Runólfsson bóndi og prestur, f. 10. apríl 1851, d. 20. janúar 1929 í Spanish Fork í Utah.
6. Kristín Runólfsdóttir, f. 16. febrúar 1853, d. 20. apríl 1853.
7. Stefanía Runólfsdóttir, f. 6. júní 1854, d. 12. júní 1854.
8. Eiríkur Runólfsson, f. 9. febrúar 1855, d. 14. júlí 1866.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • FamilySearch.org
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.